„Væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2022 14:31 Kristófer Acox vill að titlaþurrð Vals ljúki um helgina. vísir/sigurjón Kristófer Acox segir spennandi fyrir Valsmenn að vera loksins komnir í baráttu um stóra titla. Valur mætir Íslandsmeisturum Þórs Þ. í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í kvöld. „Þetta leggst bara vel í okkur. Við erum nýbúnir að spila við þá og það fór kannski ekki alveg eins og við áttum von á. En við vitum að það er töluvert stærri leikur á morgun [í dag] og ég held að allir séu stemmdir og klárir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi í gær. Þór og Valur mættust í Þorlákshöfn í Subway-deildinni í síðustu viku þar sem Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 88-69. Þegar lið mætast með skömmu millibili í deild og bikar skipta liðin oftar en ekki sigrunum á milli sín og Kristófer vonar að sú verði raunin. „Ég myndi fíla það. Fyrst þeir tóku deildina væri ég sáttur með að taka undanúrslitin. En auðvitað er erfitt að vinna sama liðið tvisvar í röð. Við verðum að mæta töluvert betri og grimmari í leikinn heldur en við gerðum fyrir helgi,“ sagði Kristófer. Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Segja má að tveir andstæðir pólar mætist í kvöld en leikstílar Vals og Þórs er afar ólíkir. „Þeir spila hraðan og góðan bolta og hafa verið bestir í allan vetur. Þeir eru mjög stöðugir í því sem þeir gera. En við þurfum bara að finna einhver ráð hvernig við getum mætt þeim og refsað þeim. Þeir eru kannski ekki með mikla hæð en miklar skyttur út um allt. Við þurfum að finna hvernig við getum aðeins hægt á leiknum og spilað okkar bolta,“ sagði Kristófer. Valur hefur ekki unnið stóran titil síðan liðið varð Íslands- og bikarmeistari 1983. Valsmenn aðeins tveimur sigrum frá því að binda endi á þessu löngu bið. „Auðvitað er þetta stórt fyrir félagið. Það hefur verið uppsveifla í liðinu síðustu ár. Við erum á ágætis stað í deildinni og í undanúrslitum í bikarnum þannig ég held að fólk á Hlíðarenda sé mjög spennt fyrir því sem er að gerast í körfunni. Það væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn,“ sagði Kristófer að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í okkur. Við erum nýbúnir að spila við þá og það fór kannski ekki alveg eins og við áttum von á. En við vitum að það er töluvert stærri leikur á morgun [í dag] og ég held að allir séu stemmdir og klárir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi í gær. Þór og Valur mættust í Þorlákshöfn í Subway-deildinni í síðustu viku þar sem Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 88-69. Þegar lið mætast með skömmu millibili í deild og bikar skipta liðin oftar en ekki sigrunum á milli sín og Kristófer vonar að sú verði raunin. „Ég myndi fíla það. Fyrst þeir tóku deildina væri ég sáttur með að taka undanúrslitin. En auðvitað er erfitt að vinna sama liðið tvisvar í röð. Við verðum að mæta töluvert betri og grimmari í leikinn heldur en við gerðum fyrir helgi,“ sagði Kristófer. Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Segja má að tveir andstæðir pólar mætist í kvöld en leikstílar Vals og Þórs er afar ólíkir. „Þeir spila hraðan og góðan bolta og hafa verið bestir í allan vetur. Þeir eru mjög stöðugir í því sem þeir gera. En við þurfum bara að finna einhver ráð hvernig við getum mætt þeim og refsað þeim. Þeir eru kannski ekki með mikla hæð en miklar skyttur út um allt. Við þurfum að finna hvernig við getum aðeins hægt á leiknum og spilað okkar bolta,“ sagði Kristófer. Valur hefur ekki unnið stóran titil síðan liðið varð Íslands- og bikarmeistari 1983. Valsmenn aðeins tveimur sigrum frá því að binda endi á þessu löngu bið. „Auðvitað er þetta stórt fyrir félagið. Það hefur verið uppsveifla í liðinu síðustu ár. Við erum á ágætis stað í deildinni og í undanúrslitum í bikarnum þannig ég held að fólk á Hlíðarenda sé mjög spennt fyrir því sem er að gerast í körfunni. Það væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn,“ sagði Kristófer að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira