Kristinn kallar eftir skýrri afstöðu þingmanna í máli Assange Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2022 11:55 Kristinn Hrafnsson kallar eftir því að íslenskir þingmenn láti að sér kveða í máli Julian Assange. Hann hefur átt í viðræðum við fjölda þeirra og segir að nú sé verið að finna viðbrögðum sem að kveði farveg. vísir/vilhelm/getty Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hefur rætt við þingmenn ýmissa ríkja og kallar eftir víðtækri pólitískri samstöðu sem feli í sér fordæmingu á meðferðinni á Julian Assange. „Nú er lag,“ segir hann í samtali við Vísi. Hrakningarsaga Julian Assange, stofnanda Wikileaks, er orðin löng og ströng. Hann hefur undanfarin ár verið í haldi á Bretlandi en Bandaríks stjórnvöld krefjast framsals. Kristinn fjallaði um nýjustu vendingum í máli Assange á Facebooksíðu sinni. Priti Patel með málið á sínu borði Kristinn greindi frá nýjustu vendingum í máli Assange á Facebook-síðu sinni nú fyrir stuttu en Hæstiréttur Bretlands hafnaði í gær áfrýjunarbeiðni Assange. Kristinn segist nánast orðlaus: „Hæstirétturinn telur það ekki verðuga lagatæknilega spurningu að meta hvort pappír með svokölluðum „diplómatískum tryggingum“ Bandaríkjastjórnar (sem Amnesty og fleiri telja fullkomlega haldlausar) eigi að hafa eitthvert gildi við dómsúrskurð um framsal. Meira að segja áfrýjunarréttur (High Court) sem byggði á þessum tryggingum þegar hann snéri dómi undirréttar, taldi réttmætt að Hæstiréttur fjallaði um málið.“ Priti Patel, innanríkisráðherra hefur nú með málið að gera, hans er að taka formlega afstöðu til þess hvort Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. Að sögn Kristins mun þetta vera í fyrsta skipti sem hin pólitíska aðför gegn Assange komi til pólitískrar umfjöllunar á Bretlandi. „Fari svo að Patel staðfesti framsal getur Julian sótt um áfrýjun á sínum forsendum (síðast áfrýjaði Bandaríkjastjórn enda tapaði hún í undirrétti).“ Íslenskir þingmenn láti málið sig varða Verði áfrýjun heimiluð, sem ekki er gefið, segir Kristinn að áfrýjunarréttur muni fyrsta sinni heyra í smáatriðum „útlistun á öllum þeim skít sem umvefur þetta skammarlega mál, allt frá upplýsingum um áform CIA að ræna Julian og taka hann af lífi, njósnir leyniþjónustunnar á samskiptum við lögmenn - að maður tali ekki um þjófnað á upplýsingum frá lögmönnum – til fléttu saksóknara USA með FBI að spinna úr staðleysum Sigurðar Þórðarsonar algeran þvætting inn í ákæruskjalið gegn honum. Þær staðleysur skaut Sigurður síðan sjálfur í kaf í viðtali við Stundina.“ Kristinn var nýverið í Austurríki þar sem hann átti fundi með stjórnmálamönnum vegna málsins. Hann er nú á leið til Noregs þar sem hann hyggst koma málinu á framfæri. Hann kallar eftir því að hið pólitíska vald láti til sín taka og standi í lappirnar, eins og hann orðar það. „Íslenskir þingmenn sem aðrir. Þeir verða að leggja sitt af mörkum til að stöðva þetta ógeðfellda mannréttindabrot og þessa aðför að frjálsri fjölmiðlun í heiminum. Eru það ekki þau gildi sem við teljum núna ógnað og ætlum að verja með öllum tiltækum ráðum?“ Verið að finna víðtækum viðbrögðum farveg En hvernig sér hann fyrir sér að slíkt myndi birtast? „Það þarf skýrt og ótvírætt merki um að fólki ofbýður þessi aðför. Ég hef hitt þingmenn fjölda ríkja sem taka undir þetta sjónarmið og er á leið til Noregs meðal annars til að hitta þarlenda þingmenn vegna málsins. Þetta er ekki bara það mannúðarmál að stöðva pyntingar og áralanga innilokun blaðamanns fyrir þær sakir einar að birta sannleikann, heldur felur þetta mál hans í sér eina alvarlegustu aðför að frjálsri blaðamennsku í okkar heimshluta á síðari tímum. Um það eru öll samtök sem láta sig þau mál varða sammála.“ Kristinn segist hafa rætt málið við fjölda íslenskra þingmanna. „Allir hafa skilning á málinu og misbýður að þetta sé að gerast í okkar bakgarði. Við vinnum nú að því að finna farveg og gjarnan vill ég sjá að íslenskir þingmenn sýni slíkt frumkvæði. Það getur skipt sköpum. Við skulum ekki vanmeta rödd Íslands. Við höfum áður og getum enn verið rödd skynseminnar, mannúðarinnar og réttlætisins. Nú er lag.“ Kristinn segir að viðbrögð séu í mótun og muni líta dagsins ljós áður en langt um líður. Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Alþingi Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Hrakningarsaga Julian Assange, stofnanda Wikileaks, er orðin löng og ströng. Hann hefur undanfarin ár verið í haldi á Bretlandi en Bandaríks stjórnvöld krefjast framsals. Kristinn fjallaði um nýjustu vendingum í máli Assange á Facebooksíðu sinni. Priti Patel með málið á sínu borði Kristinn greindi frá nýjustu vendingum í máli Assange á Facebook-síðu sinni nú fyrir stuttu en Hæstiréttur Bretlands hafnaði í gær áfrýjunarbeiðni Assange. Kristinn segist nánast orðlaus: „Hæstirétturinn telur það ekki verðuga lagatæknilega spurningu að meta hvort pappír með svokölluðum „diplómatískum tryggingum“ Bandaríkjastjórnar (sem Amnesty og fleiri telja fullkomlega haldlausar) eigi að hafa eitthvert gildi við dómsúrskurð um framsal. Meira að segja áfrýjunarréttur (High Court) sem byggði á þessum tryggingum þegar hann snéri dómi undirréttar, taldi réttmætt að Hæstiréttur fjallaði um málið.“ Priti Patel, innanríkisráðherra hefur nú með málið að gera, hans er að taka formlega afstöðu til þess hvort Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. Að sögn Kristins mun þetta vera í fyrsta skipti sem hin pólitíska aðför gegn Assange komi til pólitískrar umfjöllunar á Bretlandi. „Fari svo að Patel staðfesti framsal getur Julian sótt um áfrýjun á sínum forsendum (síðast áfrýjaði Bandaríkjastjórn enda tapaði hún í undirrétti).“ Íslenskir þingmenn láti málið sig varða Verði áfrýjun heimiluð, sem ekki er gefið, segir Kristinn að áfrýjunarréttur muni fyrsta sinni heyra í smáatriðum „útlistun á öllum þeim skít sem umvefur þetta skammarlega mál, allt frá upplýsingum um áform CIA að ræna Julian og taka hann af lífi, njósnir leyniþjónustunnar á samskiptum við lögmenn - að maður tali ekki um þjófnað á upplýsingum frá lögmönnum – til fléttu saksóknara USA með FBI að spinna úr staðleysum Sigurðar Þórðarsonar algeran þvætting inn í ákæruskjalið gegn honum. Þær staðleysur skaut Sigurður síðan sjálfur í kaf í viðtali við Stundina.“ Kristinn var nýverið í Austurríki þar sem hann átti fundi með stjórnmálamönnum vegna málsins. Hann er nú á leið til Noregs þar sem hann hyggst koma málinu á framfæri. Hann kallar eftir því að hið pólitíska vald láti til sín taka og standi í lappirnar, eins og hann orðar það. „Íslenskir þingmenn sem aðrir. Þeir verða að leggja sitt af mörkum til að stöðva þetta ógeðfellda mannréttindabrot og þessa aðför að frjálsri fjölmiðlun í heiminum. Eru það ekki þau gildi sem við teljum núna ógnað og ætlum að verja með öllum tiltækum ráðum?“ Verið að finna víðtækum viðbrögðum farveg En hvernig sér hann fyrir sér að slíkt myndi birtast? „Það þarf skýrt og ótvírætt merki um að fólki ofbýður þessi aðför. Ég hef hitt þingmenn fjölda ríkja sem taka undir þetta sjónarmið og er á leið til Noregs meðal annars til að hitta þarlenda þingmenn vegna málsins. Þetta er ekki bara það mannúðarmál að stöðva pyntingar og áralanga innilokun blaðamanns fyrir þær sakir einar að birta sannleikann, heldur felur þetta mál hans í sér eina alvarlegustu aðför að frjálsri blaðamennsku í okkar heimshluta á síðari tímum. Um það eru öll samtök sem láta sig þau mál varða sammála.“ Kristinn segist hafa rætt málið við fjölda íslenskra þingmanna. „Allir hafa skilning á málinu og misbýður að þetta sé að gerast í okkar bakgarði. Við vinnum nú að því að finna farveg og gjarnan vill ég sjá að íslenskir þingmenn sýni slíkt frumkvæði. Það getur skipt sköpum. Við skulum ekki vanmeta rödd Íslands. Við höfum áður og getum enn verið rödd skynseminnar, mannúðarinnar og réttlætisins. Nú er lag.“ Kristinn segir að viðbrögð séu í mótun og muni líta dagsins ljós áður en langt um líður.
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Alþingi Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna