Eigendur Man Utd íhuga að jafna Old Trafford við jörðu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2022 07:01 Old Trafford, heimavöllur Manchester United. James Gill/Getty Images Eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United íhuga nú hvort það sé sniðugast að jafna Old Trafford, heimavöll liðsins, við jörðu og byggja í kjölfarið nýjan völl á sama stað. Stærsta spurningin er hvar liðið ætti að leika heimaleiki sína á meðan framkvæmdum stendur. Glazer-fjölskyldan, eigendur Man United, hefur verið gagnrýnd harkalega undanfarin ár fyrir að hundsa viðhald vallarins sem er í dag hálfgert barn síns tíma. Nú virðist heldur betur eiga að taka til hendinni. Enski fjölmiðillinn The Telegraph greindi frá því að Glazer-fjölskyldan sé langt komin með að finna samstarfsaðila sem myndi sjá um stærsta uppbyggingarverkefni í sögu félagsins. Þar kemur fram að eigendurnir hafi beðið um tilboð í þrjár mismunandi tillögur. Ein tillagan snýr að endurgerð vallarins frá grunni. Old Trafford er sem stendur stærsti leikvangur félagsliðs á Englandi með 74.140 sæti. Hann hefur verið heimavöllur Man United frá árinu 1910. Old Trafford, one of the world's most iconic football stadiums, could be knocked down & rebuilt under one of three design plans being considered by #MUFC. Club close to appointing preferred architects to oversee project https://t.co/18JBqGaHcF— James Ducker (@TelegraphDucker) March 14, 2022 Talið er að ef Glazer-fjölskyldan ákveði að rífa í gikkinn og endurgera völlinn frá grunni þá sé stefnt að því að byggja leikvang sem gæti tekið allt að 90 þúsund manns í sæti. Þá yrði einnig annar völlur byggður skammt frá fyrir kvennalið félagsins sem og akademíu þess. Ásamt tillögunni um nýjan leikvang þá eru tvær aðrar tillögur á borðinu. Önnur þeirra snýr að stækkun suður-stúkunnar sem og almenn yfirhalning á leikvanginum í heild sinni. Með því myndi Old Trafford geta tekið rúmlega 80 þúsund manns í sæti. Þriðja tillagan er svo alger yfirhalning á öllum leikvanginum fyrir utan áðurnefnda suður-stúku. Tæknilega séð er einfaldasta framkvæmdin sú að jafna völlinn við jörðu og byggja nýjan en félagið væri þá heimilislaust. Talið er að slík framkvæmd gæti tekið tvö til þrjú ár. Félagið gæti ekki gert hið sama og Tottenham Hotspur – sem spilaði heimaleiki sína á Wembley meðan nýr leikvangur þess var byggður – þar sem enginn hlutlaus leikvangur í Norður-Englandi er nægilega stór. Þá virðast eigendur félagsins ekki tilbúnir að leigja völl af félagi í nágrenninu þar sem það myndi skerða tekjurnar sem félagið tekur inn á leikdegi. Avram og Joel Glazer.Michael Regan/Getty Images Samkvæmt frétt The Telegraph halda eigendur Man Utd öllum möguleikum opnum og verður áhugavert að sjá hvaða ákvörðun verður tekin. Síðan Glazer-fjölskyldan eignaðist félagið hefur hún aðallega hugsað um eigin hagsmuni og má reikna með að sama hver ákvörðunin verður þá verður hún tekin með veski þeirra að leiðarljósi en ekki hagsmuni Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Glazer-fjölskyldan, eigendur Man United, hefur verið gagnrýnd harkalega undanfarin ár fyrir að hundsa viðhald vallarins sem er í dag hálfgert barn síns tíma. Nú virðist heldur betur eiga að taka til hendinni. Enski fjölmiðillinn The Telegraph greindi frá því að Glazer-fjölskyldan sé langt komin með að finna samstarfsaðila sem myndi sjá um stærsta uppbyggingarverkefni í sögu félagsins. Þar kemur fram að eigendurnir hafi beðið um tilboð í þrjár mismunandi tillögur. Ein tillagan snýr að endurgerð vallarins frá grunni. Old Trafford er sem stendur stærsti leikvangur félagsliðs á Englandi með 74.140 sæti. Hann hefur verið heimavöllur Man United frá árinu 1910. Old Trafford, one of the world's most iconic football stadiums, could be knocked down & rebuilt under one of three design plans being considered by #MUFC. Club close to appointing preferred architects to oversee project https://t.co/18JBqGaHcF— James Ducker (@TelegraphDucker) March 14, 2022 Talið er að ef Glazer-fjölskyldan ákveði að rífa í gikkinn og endurgera völlinn frá grunni þá sé stefnt að því að byggja leikvang sem gæti tekið allt að 90 þúsund manns í sæti. Þá yrði einnig annar völlur byggður skammt frá fyrir kvennalið félagsins sem og akademíu þess. Ásamt tillögunni um nýjan leikvang þá eru tvær aðrar tillögur á borðinu. Önnur þeirra snýr að stækkun suður-stúkunnar sem og almenn yfirhalning á leikvanginum í heild sinni. Með því myndi Old Trafford geta tekið rúmlega 80 þúsund manns í sæti. Þriðja tillagan er svo alger yfirhalning á öllum leikvanginum fyrir utan áðurnefnda suður-stúku. Tæknilega séð er einfaldasta framkvæmdin sú að jafna völlinn við jörðu og byggja nýjan en félagið væri þá heimilislaust. Talið er að slík framkvæmd gæti tekið tvö til þrjú ár. Félagið gæti ekki gert hið sama og Tottenham Hotspur – sem spilaði heimaleiki sína á Wembley meðan nýr leikvangur þess var byggður – þar sem enginn hlutlaus leikvangur í Norður-Englandi er nægilega stór. Þá virðast eigendur félagsins ekki tilbúnir að leigja völl af félagi í nágrenninu þar sem það myndi skerða tekjurnar sem félagið tekur inn á leikdegi. Avram og Joel Glazer.Michael Regan/Getty Images Samkvæmt frétt The Telegraph halda eigendur Man Utd öllum möguleikum opnum og verður áhugavert að sjá hvaða ákvörðun verður tekin. Síðan Glazer-fjölskyldan eignaðist félagið hefur hún aðallega hugsað um eigin hagsmuni og má reikna með að sama hver ákvörðunin verður þá verður hún tekin með veski þeirra að leiðarljósi en ekki hagsmuni Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Bretland England Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira