Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 12. mars 2022 14:35 Jóhann Karl I, fyrrverandi konungur Spánar og Soffía eiginkona hans. JUANJO MARTÍN/GETTY IMAGES Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. Árið 2008 gaf þáverandi konungur Sádi-Arabíu, Abdalá bin Abdulaziz, Jóhanni Karli I, þáverandi konungi Spánar, 100 milljónir Bandaríkjadala, andvirði rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Grunur leikur á að þessi rausnarlega gjöf hafi verið mútur til handa konungi svo hann myndi liðka fyrir samningum við spænsk fyrirtæki sem ráðin voru til að leggja hraðlest frá Mekka til Medína. Konungurinn, sem er 84 ára, sagði af sér árið 2014, vegna alls kyns hneykslismála, og síðan þá hefur ýmislegt fleira misjafnt verið grafið upp um fjármál konungs. Saksóknari rannsakar meint lögbrot konungs Fyrir tveimur árum hófust svo þrjár sakamálarannsóknir á meintu fjármálamisferli hins fyrrverandi konungs, mútugreiðslum og aðrar greiðslur frá hinum og þessum velgjörðamönnum konungs, sem allt hefði ratað inn á reikninga í skattaskjólum víða um heim án þess að gerð væri grein fyrir þessum fjármunum eða greiddir af þeim skattar. Vegna þessara rannsókna flúði konungurinn land sumarið 2020 og hélt í sjálfskipaða útlegð til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann hefur haldið til síðan. Fyrir ári greiddi hann spænskum skattayfirvöldum 5 milljónir evra, sem túlkað var sem tilraun til yfirbótar, engu að síður var ákveðið að halda sakamálarannsókninni áfram. Rannsókn hætt þrátt fyrir vísbendingar um svik Saksóknari hefur nú tilkynnt að öllum rannsóknum á meintu misferli hins aldna konungs verði hætt, aðallega vegna þess að meint brot áttu sér öll stað á meðan hann var konungur og samkvæmt spænsku stjórnarskránni nýtur konungurinn algerrar friðhelgi. Í skýrslu saksóknara um lok rannsóknarinnar kemur fram að embættið telji þrátt fyrir allt að konungurinn fyrrverandi hafi farið á svig við lög, en lengra verði þó ekki komist. Rannsóknin hafi þó, þrátt fyrir allt, skilað 5 milljónum evra í ríkiskassann. Jóhann Karl sendi syni sínum Filippusi VI Spánarkonungi bréf í vikunni þar sem hann tilkynnti honum að hann hygðist dvelja áfram í Abu Dhabi. Í niðurlagi bréfsins segist hann iðrast gjörða sinna og hann biður þjóð sína afsökunar, en segist engu að síður vera stoltur af því að hafa átt ríkan þátt í að festa lýðræði í sessi á Spáni. Fjölmiðlar segja að bréfið sé samið í konungshöllinni, en sé ekki skrifað að frumkvæði hins fyrrverandi konungs. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er ósáttur við bréfið og segir Jóhann Karl skulda þjóðinni skýringar á hegðun sinni. Bréfið sé innihaldslaus kattaþvottur. Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57 Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31 Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
Árið 2008 gaf þáverandi konungur Sádi-Arabíu, Abdalá bin Abdulaziz, Jóhanni Karli I, þáverandi konungi Spánar, 100 milljónir Bandaríkjadala, andvirði rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Grunur leikur á að þessi rausnarlega gjöf hafi verið mútur til handa konungi svo hann myndi liðka fyrir samningum við spænsk fyrirtæki sem ráðin voru til að leggja hraðlest frá Mekka til Medína. Konungurinn, sem er 84 ára, sagði af sér árið 2014, vegna alls kyns hneykslismála, og síðan þá hefur ýmislegt fleira misjafnt verið grafið upp um fjármál konungs. Saksóknari rannsakar meint lögbrot konungs Fyrir tveimur árum hófust svo þrjár sakamálarannsóknir á meintu fjármálamisferli hins fyrrverandi konungs, mútugreiðslum og aðrar greiðslur frá hinum og þessum velgjörðamönnum konungs, sem allt hefði ratað inn á reikninga í skattaskjólum víða um heim án þess að gerð væri grein fyrir þessum fjármunum eða greiddir af þeim skattar. Vegna þessara rannsókna flúði konungurinn land sumarið 2020 og hélt í sjálfskipaða útlegð til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann hefur haldið til síðan. Fyrir ári greiddi hann spænskum skattayfirvöldum 5 milljónir evra, sem túlkað var sem tilraun til yfirbótar, engu að síður var ákveðið að halda sakamálarannsókninni áfram. Rannsókn hætt þrátt fyrir vísbendingar um svik Saksóknari hefur nú tilkynnt að öllum rannsóknum á meintu misferli hins aldna konungs verði hætt, aðallega vegna þess að meint brot áttu sér öll stað á meðan hann var konungur og samkvæmt spænsku stjórnarskránni nýtur konungurinn algerrar friðhelgi. Í skýrslu saksóknara um lok rannsóknarinnar kemur fram að embættið telji þrátt fyrir allt að konungurinn fyrrverandi hafi farið á svig við lög, en lengra verði þó ekki komist. Rannsóknin hafi þó, þrátt fyrir allt, skilað 5 milljónum evra í ríkiskassann. Jóhann Karl sendi syni sínum Filippusi VI Spánarkonungi bréf í vikunni þar sem hann tilkynnti honum að hann hygðist dvelja áfram í Abu Dhabi. Í niðurlagi bréfsins segist hann iðrast gjörða sinna og hann biður þjóð sína afsökunar, en segist engu að síður vera stoltur af því að hafa átt ríkan þátt í að festa lýðræði í sessi á Spáni. Fjölmiðlar segja að bréfið sé samið í konungshöllinni, en sé ekki skrifað að frumkvæði hins fyrrverandi konungs. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er ósáttur við bréfið og segir Jóhann Karl skulda þjóðinni skýringar á hegðun sinni. Bréfið sé innihaldslaus kattaþvottur.
Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57 Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31 Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
Spánarkóngur afsalar sér arfi föður síns vegna hneykslismála Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál. 16. mars 2020 09:57
Fyrrverandi konungur Spánar dregur sig í hlé Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl I. hefur lýst því yfir að hann hyggist draga sig úr sviðsljósinu með öllu í byrjun júní. 28. maí 2019 08:31
Spánarkonungur stígur til hliðar Juan Carlos Spánarkonungur hefur ákveðið að afsala sér völdum. Konungurinn hefur ríkt yfir Spánverjum í tæplega fjörutíu ár eða frá árinu 1975 þegar konungsdæmið var endurreist eftir einræðisstjórn Francos hershöfðingja. Juan Carlos er 76 ára gamall og sonur hans, hinn 45 ára gamli Filip prins, mun taka við konungdæminu. 2. júní 2014 08:53