Troðfullt vöruhús af varningi á leið til Úkraínu Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 11. mars 2022 20:30 Hulda Bjarnadóttir er forseti Golfsambands Íslands, sem hefur tekið þátt í söfnun fyrir Úkraínu. Stöð 2 Félag Úkraínumanna á Íslandi stendur nú fyrir söfnun fatnaðar og annarra nauðsynja sem senda á út til þeirra svæða í Úkraínu sem verst hafa orðið úti vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með hjálp ýmissa aðila hefur tekist að troðfylla heilt vöruhús af varningi. Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hér á landi hafa safnað tugum milljóna króna síðustu daga til styrktar stríðshrjáðum Úkraínumönnum. Þá er nú heilt vöruhús í Holtagörðum að fyllast af fatnaði og sjúkratækjum. Meðal samtaka sem taka þátt í söfnuninni er Golfsamband Íslands en því barst nýverið neyðarkall frá Golfsambandi Úkraínu. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, segir því sem safnast hefur munu verða sent til stríðshrjáðra svæða í Úkraínu. „Það er búið að redda dreifingu frá landamærum, þannig að nú leggjum við kapp á að koma þessu að landamærum þar sem okkar fólk tekur við og dreifir inn á átakasvæðin,“ segir hún. Áhersla hefur verið á að safna fatnaði en þó hefur ýmsu öðru einnig verið safnað. „Við fókuserum mjög mikið á útivistarföt, hleðslubanka, stóra skó, bara í þennan fótgönguhernað í raun og veru. En svo ekki síður hjálpartæki, allt sem við kemur að hjálpa fólki í neyð,“ segir Hulda. Meirihluti þess sem safnað verður mun fara beint til Úkraínu en hluti verður þó nýtast þeim flóttamönnum sem þegar eru komnir yfir landamærin til Póllands, að sögn Huldu. Sem áður segir hefur gríðarlegu magni varnings verið safnað, en til að setja magnið í samhengi má benda á að heil þota, sem tekur tvö hundruð manns í sæti, verður fyllt af varningi og flogið til Úkraínu. „Þetta er svo mikið magn að við ætlum að klára þetta á mánudag, við þurftum að seinka aðeins og erum að pakka alveg niður í smáatriði. Hér hafa Skátarnir mætt, það tóku allir svo vel í þetta strax. Reitir bara sögðu við eigum laust húsnæði, Jónar (Transport) eru að hjálpa okkur og Skátarnir ætla að starfa hérna í dag og á morgun,“ segir Hulda. Innrás Rússa í Úkraínu Hjálparstarf Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hér á landi hafa safnað tugum milljóna króna síðustu daga til styrktar stríðshrjáðum Úkraínumönnum. Þá er nú heilt vöruhús í Holtagörðum að fyllast af fatnaði og sjúkratækjum. Meðal samtaka sem taka þátt í söfnuninni er Golfsamband Íslands en því barst nýverið neyðarkall frá Golfsambandi Úkraínu. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, segir því sem safnast hefur munu verða sent til stríðshrjáðra svæða í Úkraínu. „Það er búið að redda dreifingu frá landamærum, þannig að nú leggjum við kapp á að koma þessu að landamærum þar sem okkar fólk tekur við og dreifir inn á átakasvæðin,“ segir hún. Áhersla hefur verið á að safna fatnaði en þó hefur ýmsu öðru einnig verið safnað. „Við fókuserum mjög mikið á útivistarföt, hleðslubanka, stóra skó, bara í þennan fótgönguhernað í raun og veru. En svo ekki síður hjálpartæki, allt sem við kemur að hjálpa fólki í neyð,“ segir Hulda. Meirihluti þess sem safnað verður mun fara beint til Úkraínu en hluti verður þó nýtast þeim flóttamönnum sem þegar eru komnir yfir landamærin til Póllands, að sögn Huldu. Sem áður segir hefur gríðarlegu magni varnings verið safnað, en til að setja magnið í samhengi má benda á að heil þota, sem tekur tvö hundruð manns í sæti, verður fyllt af varningi og flogið til Úkraínu. „Þetta er svo mikið magn að við ætlum að klára þetta á mánudag, við þurftum að seinka aðeins og erum að pakka alveg niður í smáatriði. Hér hafa Skátarnir mætt, það tóku allir svo vel í þetta strax. Reitir bara sögðu við eigum laust húsnæði, Jónar (Transport) eru að hjálpa okkur og Skátarnir ætla að starfa hérna í dag og á morgun,“ segir Hulda.
Innrás Rússa í Úkraínu Hjálparstarf Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent