Reifst við Embiid og lét 76ers heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2022 07:01 Joel Embiid, Kevin Durant og Seth Curry í leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á aðfaranótt föstudags. Elsa/Getty Images Kevin Durant er margslunginn körfuboltamaður sem og einstaklingur. Hann hrósaði Joel Embiid, leikmanni Philadelphia 76ers í hástert nýverið en lét svo lið hans heyra það eftir öruggan 29 stiga sigur Brooklyn Nets á 76ers nú fyrir skömmu. Það voru margar áhugaverðar sögulínur í gangi fyrir leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í NBA-deildinni á aðfaranótt föstudags. Ekki er langt síðan liðin gerðu áhugaverðustu félagaskipti tímabilsins þegar James Harden yfirgaf Brooklyn Nets - eftir að hafa aðeins verið rúmt ár í herbúðum félagsins - og hélt til Philadelphia. Í staðinn fór Ben Simmons, sem vildi fara frá 76ers síðasta sumar, til Brooklyn ásamt Seth Curry, Andre Drummond og tveimur valréttum í nýliðavali deildarinnar. Simmons, sem hefur ekki enn spilað fyrir Nets, fékk það óþvegið frá stuðningsfólki 76ers sem telur leikmanninn ekki eiga neitt gott skilið eftir að hafa neitað að spila fyrir félagið. Harden var þarna að mæta sínum gömlu félögum og þá var Durant að mæta leikmanni sem hann hafði hrósað í hástert nýverið, allavega ef miðað er við hversu oft Durant hrósar fólki almennt. "He was like, 'I can transform from like Kobe, to Hakeem, to Shaq', and I was like, 'Yo, you're telling the truth.'"KD gives Embiid his props (via @boardroom / The ETCs podcast) pic.twitter.com/jVsNySPOu8— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Hann var staddur í hlaðvarpi þar sem talið barst að Embiid. Minntist Durant á það þegar miðherji 76ers sagðist geta spilað eins og Kobe (Bryant), Shaq (Shaquille O'Neal) og Hakeem (Olajuwan). „Jó, þú ert að segja sannleikann,“ sagði Durant og viðurkenndi þar með að Embiid gæti brugðið sér í allra kvikinda líki. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Í leiknum lenti Durant og Embiid hins vegar saman þegar sá síðarnefndi keyrði inn í Durant er hann var að reyna að komast að körfunni. Durant lét nokkur vel valin orð falla í kjölfarið. Eftir leik hélt Durant svo áfram að skjóta á Philadelphia: „Við keyrðum yfir þá, þeir eru alls ekki gott lið þegar kemur að því að fara úr sókn í vörn.“ KD didn't mince words after the Nets W vs. the 76ers pic.twitter.com/15qSOu2IKT— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Philadelphia þá átti Seth Curry stórleik fyrir Nets. Hann skoraði 24 stig og spilaði stóran þátt í einkar öruggum sigri sinna manna. Nets hefur nú unnið tvo leiki í röð og virðist vera að ná vopnum sínum aftur eftir að hafa hrapað niður töfluna að undanförnu. Seth Curry showed out in his return to Philly dropping 24 points on 10/14 FGM! #NetsWorld@sdotcurry: 24 PTS (10-14 FGM), 5 STL, 4 3PM pic.twitter.com/42v9by9adt— NBA (@NBA) March 11, 2022 Nets er sem stendur í 8. sæti Austurdeildar með 34 sigra og 33 töp á meðan 76ers er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Það voru margar áhugaverðar sögulínur í gangi fyrir leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í NBA-deildinni á aðfaranótt föstudags. Ekki er langt síðan liðin gerðu áhugaverðustu félagaskipti tímabilsins þegar James Harden yfirgaf Brooklyn Nets - eftir að hafa aðeins verið rúmt ár í herbúðum félagsins - og hélt til Philadelphia. Í staðinn fór Ben Simmons, sem vildi fara frá 76ers síðasta sumar, til Brooklyn ásamt Seth Curry, Andre Drummond og tveimur valréttum í nýliðavali deildarinnar. Simmons, sem hefur ekki enn spilað fyrir Nets, fékk það óþvegið frá stuðningsfólki 76ers sem telur leikmanninn ekki eiga neitt gott skilið eftir að hafa neitað að spila fyrir félagið. Harden var þarna að mæta sínum gömlu félögum og þá var Durant að mæta leikmanni sem hann hafði hrósað í hástert nýverið, allavega ef miðað er við hversu oft Durant hrósar fólki almennt. "He was like, 'I can transform from like Kobe, to Hakeem, to Shaq', and I was like, 'Yo, you're telling the truth.'"KD gives Embiid his props (via @boardroom / The ETCs podcast) pic.twitter.com/jVsNySPOu8— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Hann var staddur í hlaðvarpi þar sem talið barst að Embiid. Minntist Durant á það þegar miðherji 76ers sagðist geta spilað eins og Kobe (Bryant), Shaq (Shaquille O'Neal) og Hakeem (Olajuwan). „Jó, þú ert að segja sannleikann,“ sagði Durant og viðurkenndi þar með að Embiid gæti brugðið sér í allra kvikinda líki. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Í leiknum lenti Durant og Embiid hins vegar saman þegar sá síðarnefndi keyrði inn í Durant er hann var að reyna að komast að körfunni. Durant lét nokkur vel valin orð falla í kjölfarið. Eftir leik hélt Durant svo áfram að skjóta á Philadelphia: „Við keyrðum yfir þá, þeir eru alls ekki gott lið þegar kemur að því að fara úr sókn í vörn.“ KD didn't mince words after the Nets W vs. the 76ers pic.twitter.com/15qSOu2IKT— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Philadelphia þá átti Seth Curry stórleik fyrir Nets. Hann skoraði 24 stig og spilaði stóran þátt í einkar öruggum sigri sinna manna. Nets hefur nú unnið tvo leiki í röð og virðist vera að ná vopnum sínum aftur eftir að hafa hrapað niður töfluna að undanförnu. Seth Curry showed out in his return to Philly dropping 24 points on 10/14 FGM! #NetsWorld@sdotcurry: 24 PTS (10-14 FGM), 5 STL, 4 3PM pic.twitter.com/42v9by9adt— NBA (@NBA) March 11, 2022 Nets er sem stendur í 8. sæti Austurdeildar með 34 sigra og 33 töp á meðan 76ers er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira