Reifst við Embiid og lét 76ers heyra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2022 07:01 Joel Embiid, Kevin Durant og Seth Curry í leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets á aðfaranótt föstudags. Elsa/Getty Images Kevin Durant er margslunginn körfuboltamaður sem og einstaklingur. Hann hrósaði Joel Embiid, leikmanni Philadelphia 76ers í hástert nýverið en lét svo lið hans heyra það eftir öruggan 29 stiga sigur Brooklyn Nets á 76ers nú fyrir skömmu. Það voru margar áhugaverðar sögulínur í gangi fyrir leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í NBA-deildinni á aðfaranótt föstudags. Ekki er langt síðan liðin gerðu áhugaverðustu félagaskipti tímabilsins þegar James Harden yfirgaf Brooklyn Nets - eftir að hafa aðeins verið rúmt ár í herbúðum félagsins - og hélt til Philadelphia. Í staðinn fór Ben Simmons, sem vildi fara frá 76ers síðasta sumar, til Brooklyn ásamt Seth Curry, Andre Drummond og tveimur valréttum í nýliðavali deildarinnar. Simmons, sem hefur ekki enn spilað fyrir Nets, fékk það óþvegið frá stuðningsfólki 76ers sem telur leikmanninn ekki eiga neitt gott skilið eftir að hafa neitað að spila fyrir félagið. Harden var þarna að mæta sínum gömlu félögum og þá var Durant að mæta leikmanni sem hann hafði hrósað í hástert nýverið, allavega ef miðað er við hversu oft Durant hrósar fólki almennt. "He was like, 'I can transform from like Kobe, to Hakeem, to Shaq', and I was like, 'Yo, you're telling the truth.'"KD gives Embiid his props (via @boardroom / The ETCs podcast) pic.twitter.com/jVsNySPOu8— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Hann var staddur í hlaðvarpi þar sem talið barst að Embiid. Minntist Durant á það þegar miðherji 76ers sagðist geta spilað eins og Kobe (Bryant), Shaq (Shaquille O'Neal) og Hakeem (Olajuwan). „Jó, þú ert að segja sannleikann,“ sagði Durant og viðurkenndi þar með að Embiid gæti brugðið sér í allra kvikinda líki. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Í leiknum lenti Durant og Embiid hins vegar saman þegar sá síðarnefndi keyrði inn í Durant er hann var að reyna að komast að körfunni. Durant lét nokkur vel valin orð falla í kjölfarið. Eftir leik hélt Durant svo áfram að skjóta á Philadelphia: „Við keyrðum yfir þá, þeir eru alls ekki gott lið þegar kemur að því að fara úr sókn í vörn.“ KD didn't mince words after the Nets W vs. the 76ers pic.twitter.com/15qSOu2IKT— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Philadelphia þá átti Seth Curry stórleik fyrir Nets. Hann skoraði 24 stig og spilaði stóran þátt í einkar öruggum sigri sinna manna. Nets hefur nú unnið tvo leiki í röð og virðist vera að ná vopnum sínum aftur eftir að hafa hrapað niður töfluna að undanförnu. Seth Curry showed out in his return to Philly dropping 24 points on 10/14 FGM! #NetsWorld@sdotcurry: 24 PTS (10-14 FGM), 5 STL, 4 3PM pic.twitter.com/42v9by9adt— NBA (@NBA) March 11, 2022 Nets er sem stendur í 8. sæti Austurdeildar með 34 sigra og 33 töp á meðan 76ers er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
Það voru margar áhugaverðar sögulínur í gangi fyrir leik Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í NBA-deildinni á aðfaranótt föstudags. Ekki er langt síðan liðin gerðu áhugaverðustu félagaskipti tímabilsins þegar James Harden yfirgaf Brooklyn Nets - eftir að hafa aðeins verið rúmt ár í herbúðum félagsins - og hélt til Philadelphia. Í staðinn fór Ben Simmons, sem vildi fara frá 76ers síðasta sumar, til Brooklyn ásamt Seth Curry, Andre Drummond og tveimur valréttum í nýliðavali deildarinnar. Simmons, sem hefur ekki enn spilað fyrir Nets, fékk það óþvegið frá stuðningsfólki 76ers sem telur leikmanninn ekki eiga neitt gott skilið eftir að hafa neitað að spila fyrir félagið. Harden var þarna að mæta sínum gömlu félögum og þá var Durant að mæta leikmanni sem hann hafði hrósað í hástert nýverið, allavega ef miðað er við hversu oft Durant hrósar fólki almennt. "He was like, 'I can transform from like Kobe, to Hakeem, to Shaq', and I was like, 'Yo, you're telling the truth.'"KD gives Embiid his props (via @boardroom / The ETCs podcast) pic.twitter.com/jVsNySPOu8— Bleacher Report (@BleacherReport) March 10, 2022 Hann var staddur í hlaðvarpi þar sem talið barst að Embiid. Minntist Durant á það þegar miðherji 76ers sagðist geta spilað eins og Kobe (Bryant), Shaq (Shaquille O'Neal) og Hakeem (Olajuwan). „Jó, þú ert að segja sannleikann,“ sagði Durant og viðurkenndi þar með að Embiid gæti brugðið sér í allra kvikinda líki. OH HELL YEAH pic.twitter.com/4jOCHKnG5Q— Rob Perez (@WorldWideWob) March 11, 2022 Í leiknum lenti Durant og Embiid hins vegar saman þegar sá síðarnefndi keyrði inn í Durant er hann var að reyna að komast að körfunni. Durant lét nokkur vel valin orð falla í kjölfarið. Eftir leik hélt Durant svo áfram að skjóta á Philadelphia: „Við keyrðum yfir þá, þeir eru alls ekki gott lið þegar kemur að því að fara úr sókn í vörn.“ KD didn't mince words after the Nets W vs. the 76ers pic.twitter.com/15qSOu2IKT— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2022 Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Philadelphia þá átti Seth Curry stórleik fyrir Nets. Hann skoraði 24 stig og spilaði stóran þátt í einkar öruggum sigri sinna manna. Nets hefur nú unnið tvo leiki í röð og virðist vera að ná vopnum sínum aftur eftir að hafa hrapað niður töfluna að undanförnu. Seth Curry showed out in his return to Philly dropping 24 points on 10/14 FGM! #NetsWorld@sdotcurry: 24 PTS (10-14 FGM), 5 STL, 4 3PM pic.twitter.com/42v9by9adt— NBA (@NBA) March 11, 2022 Nets er sem stendur í 8. sæti Austurdeildar með 34 sigra og 33 töp á meðan 76ers er í 3. sæti með 40 sigra og 25 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira