Hafa samið um kaup á Eldum rétt Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2022 14:28 Frá Högum: Sesselía Birgisdóttir, Magnús Magnússon og Finnur Oddsson og frá Eldum rétt: Valur Hermannsson og Kristófer Júlíus Leifsson. Hagar Hagar hf. og eigendur Eldum rétt ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á öllu hlutafé Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Eldum rétt sérhæfir sig í gerð matarpakka sem viðskiptavinir geta pantað á netinu en í hverri viku geta viðskiptavinir valið á milli nýrra uppskrifta. Matarpökkunum fylgja svo leiðbeiningar. Haft er eftir Finni Oddssynim forstjóra Haga að starfsmenn félagsins og dótturfélaga fylgist vel með þörfum viðskiptavina og því hvernig neysluhegðun breytist með tímanum. „Við sjáum almennt aukna eftirspurn eftir vörum sem spara fólki sporin, einfalda líf þess, eru hollar og úr hágæða hráefni. Þetta eru í raun leiðarljós í allri starfsemi Haga. Vörur og þjónusta Eldum rétt falla vel að okkar áherslum, þ.e. að einfalda matargerð, gera hana skemmtilegri og draga úr matarsóun. Stjórnendur og starfsfólk Eldum rétt hafa skapað sterkt vörumerki og sýn til framtíðar sem tónar vel við tíðarandann og aukna áherslu á sjálfbærni og umhverfi. Vinsældir fyrirtækisins byggja þó ekki síst á gæðum hráefnis og uppskrifta og einstaklega lipurri og áreiðanlegri þjónustu. Við erum stolt af því að geta bætt Eldum rétt í þjónustuframboð okkar hjá Högum og munum viðhalda og styrkja þær áherslur sem hafa gert þjónustu Eldum rétt eins eftirsótta og raun ber vitni,” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga. Nýr kafli Valur Hermannsson, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Eldum rétt, segir að frá stofnun Eldum rétt fyrir um níu árum síðan hafi mikið vatn runnið til sjávar í starfsemi félagsins. „Með kaupum Haga hefst nýr kafli í sögu Eldum rétt þar sem Hagar koma inn í félagið með styrkar stoðir sem munu nýtast Eldum rétt vel til að hraða vöruþróun og bæta þjónustu enn frekar. Með nýjum eigendum verður hægt að ráðast í skemmtileg verkefni og hraða allri framþróun félagsins. Hagar deila hugsjónum stofnenda Eldum rétt um að reka fyrirtækið í sömu mynd og áður þar sem lögð verður áhersla á gæði uppskrifta, hráefna og þjónustu. Við hjá Eldum rétt hlökkum til samstarfsins með Högum og höfum trú á að félagið muni blómstra áfram með nýjum eigendum.“ Kaup og sala fyrirtækja Neytendur Verslun Hagar Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Eldum rétt sérhæfir sig í gerð matarpakka sem viðskiptavinir geta pantað á netinu en í hverri viku geta viðskiptavinir valið á milli nýrra uppskrifta. Matarpökkunum fylgja svo leiðbeiningar. Haft er eftir Finni Oddssynim forstjóra Haga að starfsmenn félagsins og dótturfélaga fylgist vel með þörfum viðskiptavina og því hvernig neysluhegðun breytist með tímanum. „Við sjáum almennt aukna eftirspurn eftir vörum sem spara fólki sporin, einfalda líf þess, eru hollar og úr hágæða hráefni. Þetta eru í raun leiðarljós í allri starfsemi Haga. Vörur og þjónusta Eldum rétt falla vel að okkar áherslum, þ.e. að einfalda matargerð, gera hana skemmtilegri og draga úr matarsóun. Stjórnendur og starfsfólk Eldum rétt hafa skapað sterkt vörumerki og sýn til framtíðar sem tónar vel við tíðarandann og aukna áherslu á sjálfbærni og umhverfi. Vinsældir fyrirtækisins byggja þó ekki síst á gæðum hráefnis og uppskrifta og einstaklega lipurri og áreiðanlegri þjónustu. Við erum stolt af því að geta bætt Eldum rétt í þjónustuframboð okkar hjá Högum og munum viðhalda og styrkja þær áherslur sem hafa gert þjónustu Eldum rétt eins eftirsótta og raun ber vitni,” segir Finnur Oddsson forstjóri Haga. Nýr kafli Valur Hermannsson, framkvæmdastjóri og annar stofnandi Eldum rétt, segir að frá stofnun Eldum rétt fyrir um níu árum síðan hafi mikið vatn runnið til sjávar í starfsemi félagsins. „Með kaupum Haga hefst nýr kafli í sögu Eldum rétt þar sem Hagar koma inn í félagið með styrkar stoðir sem munu nýtast Eldum rétt vel til að hraða vöruþróun og bæta þjónustu enn frekar. Með nýjum eigendum verður hægt að ráðast í skemmtileg verkefni og hraða allri framþróun félagsins. Hagar deila hugsjónum stofnenda Eldum rétt um að reka fyrirtækið í sömu mynd og áður þar sem lögð verður áhersla á gæði uppskrifta, hráefna og þjónustu. Við hjá Eldum rétt hlökkum til samstarfsins með Högum og höfum trú á að félagið muni blómstra áfram með nýjum eigendum.“
Kaup og sala fyrirtækja Neytendur Verslun Hagar Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Sjá meira