Rússneska tennisskonan Maria Sharapova hefur gefið pening til styrktar fórnarlamba í Úkraínu.
Sharapova var um tíma efst á heimslistanum í tennis og vann öll risamótin fjögur að minnsta kosti einu sinni. Alls vann hún fimm risamót á ferli sínum en hún er nú 34 ára gömul. Sharapova vann einnig silfur fyrir hönd Rússa á Ólympíuleikunum í London árið 2012.
Five-time grand slam champion Maria Sharapova is one of Russia's most successful athletes, but the 34-year-old has hit out at the war in Ukraine.https://t.co/H5UOwP92cq
— The Courier-Mail (@couriermail) March 11, 2022
Nú hefur Sharapova aftur á móti talað gegn hinni hryllilegu innrás landa sinn í nágrannaríkið en innrásin í Úkraínu hefur nú staðið yfir í tvær vikur.
Sharapova sagði frá þessu á samfélagsmiðlum sínum og hvatti fleiri til að styrkja þetta þarfa málefni.
„Ég verð meira og meira niðurbrotin og sorgmæddari með hverjum deginum sem líður þegar ég sé meira af myndum og les meira af fréttum af fjölskyldum og börnum sem eru fórnarlamb þess sem er að gerast í Úkraínu,“ skrifaði Maria Sharapova á Instagram.
„Ég vil gefa pening til „Save the Children“ sem eru samtök sem vinna sleitulaust að því að útdeila mat og hjálpargögnum til þeirra sem þurfa á því að halda,“ skrifaði Sharapova.
„Ég bið fyrir friði og sendi ást og stuðning til allra sem þetta hefur áhrif á,“ skrifaði Sharapova.
Sharapova var fædd í Síberíu þegar Rússland var enn Sovétríkin en setti tennisspaðann á hilluna árið 2020. Hún býr í Bandaríkjunum.