Vaktin: Rússar nálgast Kænugarð og beita stórskotavopnum á íbúasvæði Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Árni Sæberg skrifa 11. mars 2022 06:49 Almennir borgarar í Kænugarði hafa grafið skotgrafir í undirbúningi fyrir væntanlega komu herliðs Rússa til borgarinnar. Anadolu Agency/Getty Images) Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selensky, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðarinnar í dag að Úkraínumenn væru að færast nær sigri þar sem hernaðarleg tímamót hafi átt sér stað. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu fullyrða að Pútín sé að skipuleggja árás á Tjernobyl kjarnorkuverið en rússneskir hermenn tóku þar yfir í vikunni. Vilja úkraínsk yfirvöld meina að Úkraínumönnum verði kennt um árásina. Engar sannanir hafa þó verið færðar fyrir þeirri fullyrðingu. Þá hefur úkraínski herinn sakað Rússa um að skjóta á svæði í Hvíta Rússlandi úr lofthelgi Úkraínu. Sprengingar heyrðust í Lutsk og Dnipro í morgun. Árásirnar í Lutsk beindust að flugvelli borgarinnar, að sögn borgarstjórans Igor Polishchuk. Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og G7 ríkin leggja til að öllum formlegum viðskiptatengslum við Rússa verði slitið. Þetta myndi verða til þess að auknar álögur yrðu lagðar á allan innflutning frá Rússlandi. Notendur Facebook og Instagram í ákveðnum ríkjum munu nú getað kallað eftir dauða innrásarhermanna Rússa án þess að eiga það á hættu að vera bannaðir. Rússar vilja nú skilgreina Meta sem öfgasamtök og hyggjast banna Instagram og Whatsapp. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda í dag til að ræða ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn hafi verið að þróa efnavopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu. Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selensky, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðarinnar í dag að Úkraínumenn væru að færast nær sigri þar sem hernaðarleg tímamót hafi átt sér stað. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu fullyrða að Pútín sé að skipuleggja árás á Tjernobyl kjarnorkuverið en rússneskir hermenn tóku þar yfir í vikunni. Vilja úkraínsk yfirvöld meina að Úkraínumönnum verði kennt um árásina. Engar sannanir hafa þó verið færðar fyrir þeirri fullyrðingu. Þá hefur úkraínski herinn sakað Rússa um að skjóta á svæði í Hvíta Rússlandi úr lofthelgi Úkraínu. Sprengingar heyrðust í Lutsk og Dnipro í morgun. Árásirnar í Lutsk beindust að flugvelli borgarinnar, að sögn borgarstjórans Igor Polishchuk. Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og G7 ríkin leggja til að öllum formlegum viðskiptatengslum við Rússa verði slitið. Þetta myndi verða til þess að auknar álögur yrðu lagðar á allan innflutning frá Rússlandi. Notendur Facebook og Instagram í ákveðnum ríkjum munu nú getað kallað eftir dauða innrásarhermanna Rússa án þess að eiga það á hættu að vera bannaðir. Rússar vilja nú skilgreina Meta sem öfgasamtök og hyggjast banna Instagram og Whatsapp. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda í dag til að ræða ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn hafi verið að þróa efnavopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira