Telja Úkraínumenn geta haldið aftur af Rússum við Kænugarð Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2022 23:55 Úkraínskir hermenn og flóttafólk á ferðinni nærri Kænugarði. AP/Efrem Lukatsky Þó þeir hafi sótt lítillega fram í dag er sókn Rússa að Kænugarði talin vera strand, ef svo má að orði komast. Hugveitan Institute for the Study of War segir auknar líkur á því að Úkraínumenn geti varist sókn Rússa að höfuðborginni, áður en þeim tekst að umkringja hana. Þrátt fyrir að rússneski herinn hafi varið nokkrum dögum í endurskipulagningu og birgðadreifingu norður af Kænugarði, stöðvuðu Úkraínumenn sóknir þeirra á síðustu dögum og segir ISW það til marks um að raunveruleg geta heraflans á svæðinu sé minni en fjöldi hermanna gefi í skyn. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa valdið rússneskri skriðdreka-herdeild miklum skaða austur af Kænugarði í dag. Hér má sjá myndefni frá Radio Free Europe sem á að hafa verið tekið eftir að Úkraínumenn sigruðu herdeildina sem nefnd er hér að ofan. Svipaða sögu er að segja af sóknum Rússa að Tsjernihív og Súmí, samkvæmt ISW, og gengur þeim lítið að sækja fram þar. Rússum hefur heldur ekki tekist að sækja fram hjá Míkolaív í suðurhluta-Úkraínu og ná fótfestu á vesturbakka árinnar sem borgin stendur við. ISW telur þó að Rússar geti gert öflugar sóknir í Suður- og Austur-Úkraínu á komandi dögum en óljóst sé hvort það geti skilað miklum árangri, sé mið tekið af frammistöðu rússneska hersins hingað til. Ennfremur segir í greiningu hugveitunnar að flugher og loftvarnir Úkraínumanna hafi komið verulega niður á fremstu sveitum Rússa. Flugher Rússland geti ekki stutt þær og því séu þær viðkvæmar gagnvart loftárásum og stórskotaliðsárásum Úkraínumanna. The likelihood is increasing that #Ukrainian forces could fight to a standstill the #Russian ground forces attempting to encircle and take #Kyiv. Read the latest report from @TheStudyofWar and @criticalthreats https://t.co/wD6Mq7Lhj3 pic.twitter.com/bfBpmtBszg— ISW (@TheStudyofWar) March 10, 2022 Embættismenn í Bandaríkjunum sögðu blaðamönnum í kvöld að enn sem komið er hefðu Rússar ekki gert tilraunir til að stöðva vopnasendingar til Úkraínumanna. Þær eru margar og virðist hafa fjölgað. Ekki er búist við því að Rússar láti þær sig engu varða til lengdar. Sjá enga lausn Þá segjast embættismenn beggja vegna við Atlantshafið ekki sjá fyrir endann á átökunum í Úkraínu. Þetta sögðu þeir í samtali við Washington Post og eru langvarandi átök talin það líklegasta í stöðunni. Þeim munu fylgja tilheyrandi eyðilegging og dauðsföll en Rússar sitja nú um nokkrar borgir Úkraínu og eru sagðir gera linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á þær. Hér að neðan má sjá annað myndband sem Radio Free Europe birti í kvöld. Það sýnir úkraínska hermenn gera gagnárás gegn Rússum norður af Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Flóttamenn Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Átakanlegt viðtal: Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. 10. mars 2022 20:30 Martröð í Mariupol: Föllnum hrúgað í fjöldagröf milli sprengjuárása Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. 10. mars 2022 19:21 Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Þrátt fyrir að rússneski herinn hafi varið nokkrum dögum í endurskipulagningu og birgðadreifingu norður af Kænugarði, stöðvuðu Úkraínumenn sóknir þeirra á síðustu dögum og segir ISW það til marks um að raunveruleg geta heraflans á svæðinu sé minni en fjöldi hermanna gefi í skyn. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa valdið rússneskri skriðdreka-herdeild miklum skaða austur af Kænugarði í dag. Hér má sjá myndefni frá Radio Free Europe sem á að hafa verið tekið eftir að Úkraínumenn sigruðu herdeildina sem nefnd er hér að ofan. Svipaða sögu er að segja af sóknum Rússa að Tsjernihív og Súmí, samkvæmt ISW, og gengur þeim lítið að sækja fram þar. Rússum hefur heldur ekki tekist að sækja fram hjá Míkolaív í suðurhluta-Úkraínu og ná fótfestu á vesturbakka árinnar sem borgin stendur við. ISW telur þó að Rússar geti gert öflugar sóknir í Suður- og Austur-Úkraínu á komandi dögum en óljóst sé hvort það geti skilað miklum árangri, sé mið tekið af frammistöðu rússneska hersins hingað til. Ennfremur segir í greiningu hugveitunnar að flugher og loftvarnir Úkraínumanna hafi komið verulega niður á fremstu sveitum Rússa. Flugher Rússland geti ekki stutt þær og því séu þær viðkvæmar gagnvart loftárásum og stórskotaliðsárásum Úkraínumanna. The likelihood is increasing that #Ukrainian forces could fight to a standstill the #Russian ground forces attempting to encircle and take #Kyiv. Read the latest report from @TheStudyofWar and @criticalthreats https://t.co/wD6Mq7Lhj3 pic.twitter.com/bfBpmtBszg— ISW (@TheStudyofWar) March 10, 2022 Embættismenn í Bandaríkjunum sögðu blaðamönnum í kvöld að enn sem komið er hefðu Rússar ekki gert tilraunir til að stöðva vopnasendingar til Úkraínumanna. Þær eru margar og virðist hafa fjölgað. Ekki er búist við því að Rússar láti þær sig engu varða til lengdar. Sjá enga lausn Þá segjast embættismenn beggja vegna við Atlantshafið ekki sjá fyrir endann á átökunum í Úkraínu. Þetta sögðu þeir í samtali við Washington Post og eru langvarandi átök talin það líklegasta í stöðunni. Þeim munu fylgja tilheyrandi eyðilegging og dauðsföll en Rússar sitja nú um nokkrar borgir Úkraínu og eru sagðir gera linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á þær. Hér að neðan má sjá annað myndband sem Radio Free Europe birti í kvöld. Það sýnir úkraínska hermenn gera gagnárás gegn Rússum norður af Kænugarði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Flóttamenn Tengdar fréttir Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Átakanlegt viðtal: Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. 10. mars 2022 20:30 Martröð í Mariupol: Föllnum hrúgað í fjöldagröf milli sprengjuárása Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. 10. mars 2022 19:21 Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32
Átakanlegt viðtal: Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. 10. mars 2022 20:30
Martröð í Mariupol: Föllnum hrúgað í fjöldagröf milli sprengjuárása Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. 10. mars 2022 19:21
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. 10. mars 2022 14:48