Norðlenskir verktakar kepptu hart um þjóðveg við Hrafnagil Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2022 23:35 Teikning af nýju deiliskipulagi Hrafnagilshverfis sýnir nýja legu þjóðvegarins meðfram bökkum Eyjafjarðarár. Eyjafjarðarsveit/Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar Fjórir norðlenskir verktakar kepptu hart um að fá að leggja nýjan þjóðveg meðfram Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Þegar tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni reyndust þau öll vera undir kostnaðaráætlun, eitt þó sýnu lægst. Lægsta boð áttu G.V. Gröfur ehf. á Akureyri, upp á 373,5 milljónir króna. Það var 75 prósent af áætluðum verktakakostnaði, upp á 496,7 milljónir króna, eða 123 milljónum króna lægra en áætlunin. Teikning af nýrri legu Eyjafjarðarbrautar vestri meðfram Hrafnagili.Eyjafjarðarsveit Næst lægsta boð kom frá G. Hjálmarssyni hf. á Akureyri, upp á 471,4 milljónir króna, sem var 94,9 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð áttu Nesbræður ehf., Akureyri, upp á 478,5 milljónir króna, eða 96,3 af áætlun. Hæsta boð átti Árni Helgason ehf., Ólafsfirði, upp á 489,8 milljónir króna, eða 98,6 prósent af áætluðum kostnaði, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Með verkinu á að flytja Eyjafjarðarbraut vestri austur fyrir þorpið í Hrafnagili. Nýr vegur verður lagður meðfram bökkum Eyjafjarðarár á alls 3,6 kílómetra kafla. Jafnframt verða lagðar nýjar heimreiðar, samtals um 250 metra langar. Tengingar við þorpið verða tvær, önnur norðan við Jólahúsið og hin norðan Bakkatraðar. Tengingu til suðurs verður lokað fyrir akandi umferð. Verktími er áætlaður rúm tvö ár. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024. Hrafnagil er um 13 kílómetra sunnan Akureyrar. Í þorpinu búa núna um 300 manns.Eyjafjarðarsveit Íbúar Hrafnagils er núna um 300 talsins og hefur íbúafjöldinn þar tvöfaldast á síðustu tuttugu árum. Alls búa um 1.100 manns í Eyjafjarðarsveit, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar. Sveitarfélagið kynnir um þessar mundir nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir liðlega eitthundrað nýjum íbúðum í hverfinu. Þar af verða 38 einbýlishús, um 40 íbúðir í raðhúsum og 26 í fjölbýli. Skipulagið gerir jafnframt ráð fyrir íþróttahúsi á stærð við KA-heimilið ásamt körfuboltavelli og hreystivelli. Eyjafjarðarsveit Vegagerð Umferðaröryggi Akureyri Skipulag Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Lægsta boð áttu G.V. Gröfur ehf. á Akureyri, upp á 373,5 milljónir króna. Það var 75 prósent af áætluðum verktakakostnaði, upp á 496,7 milljónir króna, eða 123 milljónum króna lægra en áætlunin. Teikning af nýrri legu Eyjafjarðarbrautar vestri meðfram Hrafnagili.Eyjafjarðarsveit Næst lægsta boð kom frá G. Hjálmarssyni hf. á Akureyri, upp á 471,4 milljónir króna, sem var 94,9 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð áttu Nesbræður ehf., Akureyri, upp á 478,5 milljónir króna, eða 96,3 af áætlun. Hæsta boð átti Árni Helgason ehf., Ólafsfirði, upp á 489,8 milljónir króna, eða 98,6 prósent af áætluðum kostnaði, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Með verkinu á að flytja Eyjafjarðarbraut vestri austur fyrir þorpið í Hrafnagili. Nýr vegur verður lagður meðfram bökkum Eyjafjarðarár á alls 3,6 kílómetra kafla. Jafnframt verða lagðar nýjar heimreiðar, samtals um 250 metra langar. Tengingar við þorpið verða tvær, önnur norðan við Jólahúsið og hin norðan Bakkatraðar. Tengingu til suðurs verður lokað fyrir akandi umferð. Verktími er áætlaður rúm tvö ár. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024. Hrafnagil er um 13 kílómetra sunnan Akureyrar. Í þorpinu búa núna um 300 manns.Eyjafjarðarsveit Íbúar Hrafnagils er núna um 300 talsins og hefur íbúafjöldinn þar tvöfaldast á síðustu tuttugu árum. Alls búa um 1.100 manns í Eyjafjarðarsveit, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar. Sveitarfélagið kynnir um þessar mundir nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir liðlega eitthundrað nýjum íbúðum í hverfinu. Þar af verða 38 einbýlishús, um 40 íbúðir í raðhúsum og 26 í fjölbýli. Skipulagið gerir jafnframt ráð fyrir íþróttahúsi á stærð við KA-heimilið ásamt körfuboltavelli og hreystivelli.
Eyjafjarðarsveit Vegagerð Umferðaröryggi Akureyri Skipulag Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira