Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2022 14:02 Frá vettvangi á Sogavegi rétt eftir miðnætti í nótt. Lögreglumenn standa fyrir framan bíl ökumannsins og ráða ráðum sínum. Ökumaðurinn hafði á þessum tímapunkti verið fluttur af vettvangi. Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. Fram kom í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun að karlmaður hefði ekið bíl á þrjár mannlausar bifreiðar á Sogavegi. Ökumaður hafi verið fluttur á slysadeild til innlagnar vegna gruns um háorkuáverka. „Altjón varð á tveimur bifreiðum en skemmdir á hinum tveimur voru talsverðar. Ökumaður er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna,“ segir í dagbók lögreglunnar. Ólíklegt má telja að þessi jeppi fari fljótlega aftur á götuna eftir að ekið var á hann af þvílíkum krafti í nótt.Íbúagrúppan 108 Reykjavík Umræða hefur skapast meðal íbúa við Sogaveg og sýnist sitt hverjum. Sumir segja þetta enn eitt dæmið um að umrædd hraðahindrun sé stórhættuleg og nefna fleiri dæmi þar sem bílar „fljúgi“ af hraðahindrunum. „Sýnir bara hvað hraðahindranir geta verið hættulegar. Bílarnir takast á loft,“ segir einn íbúinn. Aðrir botna ekkert í slíkum hugsanahætti og velta fyrir sér hvort hugmyndin sé virkilega sú að fjarlægja hraðahindrun í götu með 30 kílómetra hámarkshraða svo fólk undir áhrifum geti stundað þar ofsaakstur. Umdeilda hraðahindrunin við Sogaveg og tveir skemmdir bílar fyrir aftan.Vísir/Vilhelm Íbúi í hverfinu sem fréttastofa ræddi við varð vitni að atvikinu. Íbúinn segir bílinn hafa verið á mjög mikilli ferð og lætin verið einkar mikil þegar bíllinn skall á mannlausu bílunum. Fleiri dæmi eru um slys á Sogavegi eða að hurð hafi skollið nærri hælum. Þannig var ekið á ökumann vespu á Sogavegi í ágúst 2019. Nokkrum vikum fyrr fór jeppi fram úr fólksbíl sem stöðvað hafði ferð sína á meðan börn ætluðu yfir á gangbraut. Atvikið náðist á myndband. Raunar reynist sumarið 2019 hafa verið stórhættulegt á Sogavegi því í júní það ár var ekið á níu ára stúlku í götunni. Lögreglumál Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á vespu á Sogavegi Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður vespunnar fluttur á slysadeild til skoðunar. 27. ágúst 2019 17:56 Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin. 23. júlí 2019 16:30 Færðu stúlku sem ekið var á nýjan hjálm Betur fór en áhorfðist þegar ekið var á stúlkuna á Sogavegi. 3. júní 2019 16:09 Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. 28. maí 2019 18:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Fram kom í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun að karlmaður hefði ekið bíl á þrjár mannlausar bifreiðar á Sogavegi. Ökumaður hafi verið fluttur á slysadeild til innlagnar vegna gruns um háorkuáverka. „Altjón varð á tveimur bifreiðum en skemmdir á hinum tveimur voru talsverðar. Ökumaður er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna,“ segir í dagbók lögreglunnar. Ólíklegt má telja að þessi jeppi fari fljótlega aftur á götuna eftir að ekið var á hann af þvílíkum krafti í nótt.Íbúagrúppan 108 Reykjavík Umræða hefur skapast meðal íbúa við Sogaveg og sýnist sitt hverjum. Sumir segja þetta enn eitt dæmið um að umrædd hraðahindrun sé stórhættuleg og nefna fleiri dæmi þar sem bílar „fljúgi“ af hraðahindrunum. „Sýnir bara hvað hraðahindranir geta verið hættulegar. Bílarnir takast á loft,“ segir einn íbúinn. Aðrir botna ekkert í slíkum hugsanahætti og velta fyrir sér hvort hugmyndin sé virkilega sú að fjarlægja hraðahindrun í götu með 30 kílómetra hámarkshraða svo fólk undir áhrifum geti stundað þar ofsaakstur. Umdeilda hraðahindrunin við Sogaveg og tveir skemmdir bílar fyrir aftan.Vísir/Vilhelm Íbúi í hverfinu sem fréttastofa ræddi við varð vitni að atvikinu. Íbúinn segir bílinn hafa verið á mjög mikilli ferð og lætin verið einkar mikil þegar bíllinn skall á mannlausu bílunum. Fleiri dæmi eru um slys á Sogavegi eða að hurð hafi skollið nærri hælum. Þannig var ekið á ökumann vespu á Sogavegi í ágúst 2019. Nokkrum vikum fyrr fór jeppi fram úr fólksbíl sem stöðvað hafði ferð sína á meðan börn ætluðu yfir á gangbraut. Atvikið náðist á myndband. Raunar reynist sumarið 2019 hafa verið stórhættulegt á Sogavegi því í júní það ár var ekið á níu ára stúlku í götunni.
Lögreglumál Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á vespu á Sogavegi Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður vespunnar fluttur á slysadeild til skoðunar. 27. ágúst 2019 17:56 Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin. 23. júlí 2019 16:30 Færðu stúlku sem ekið var á nýjan hjálm Betur fór en áhorfðist þegar ekið var á stúlkuna á Sogavegi. 3. júní 2019 16:09 Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. 28. maí 2019 18:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Ekið á vespu á Sogavegi Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður vespunnar fluttur á slysadeild til skoðunar. 27. ágúst 2019 17:56
Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin. 23. júlí 2019 16:30
Færðu stúlku sem ekið var á nýjan hjálm Betur fór en áhorfðist þegar ekið var á stúlkuna á Sogavegi. 3. júní 2019 16:09
Alltof algengt að fólk virði ekki umferðarlokanir Fólk þurfi að bera virðingu fyrir störfum lögreglu og varast að spilla vettvangi. 28. maí 2019 18:34