Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. mars 2022 16:49 Ekki liggur fyrir hversu margir létust en forsetinn segir börn meðal þeirra sem liggja í rústunum. AP Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. Í færslu á Twitter birtir forsetinn myndskeið af spítalanum og umhverfi hans. Hann segir að um voðaverk sé að ræða og fullyrðir að börn liggi ásamt fullorðnum undir rústunum. Ekki hefur verið staðfest hversu margir létust í árásinni en yfirvöld í Mariupol segja þetta ekki í fyrsta sinn sem sprengjum hefur verið varpað á spítalann. Af myndskeiðum sem nú ganga á samfélagsmiðlum að dæma er eyðileggingin gríðarleg í borginni. Dmytru Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir árásina á barnaspítalann í Mariupol hafa verið skelfilegan stríðsglæp og ítrekar kröfu yfirvalda um að lofthelgin yfir Úkraínu verði lokað. Kuleba sakaði Rússa fyrr í dag um að halda rúmlega 400 þúsund manns gíslingu í borginni þar sem sprengingar voru víða. Erfitt hefur reynst að grafa þá sem hafa látist undanfarna daga í Mariupol og hafa yfirvöld því þurft að koma líkum fyrir í stórri fjöldagröf. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem var meðal annars komið á við Mariupol. Mariupol. Direct strike of Russian troops at the maternity hospital. People, children are under the wreckage. Atrocity! How much longer will the world be an accomplice ignoring terror? Close the sky right now! Stop the killings! You have power but you seem to be losing humanity. pic.twitter.com/FoaNdbKH5k— (@ZelenskyyUa) March 9, 2022 Samið var um tólf tíma vopnahlé, sem hófst klukkan sjö að íslenskum tíma, í sex borgum í Úkraínu til að auðvelda mannúðarstarf og greiða fyrir brottflutningi fólks. Rússar hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að brjóta gegn vopnahléinu. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur brottflutningur almennra borgara tafist víðar en í Mariupol, til að mynda í austurhluta Karkív þar sem sprengingar hafa heyrst. Þá greinir Reuters frá því að um 50 rútum hafi verið meinað að fara frá bænum Bucha rétt utan við Kænugarð. Í öðrum borgum hefur gengið betur, til að mynda í Sumy og Enerhodar. Alls hafa fleiri en tvær milljónir manna flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst fyrir tæplega tveimur vikum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. 9. mars 2022 13:30 Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 Óvíst hvort Úkraínumenn fá MiG-þoturnar en Bandaríkjamenn senda Patriot-kerfi til Póllands Algjör óvissa ríkir um það hvort Úkraínumenn fái MiG-29 herþotur frá Póllandi eftir nokkurn vandræðagang bandarískra og pólskra stjórnvalda. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Pólland í dag þar sem málið verður líklega á dagskrá. 9. mars 2022 07:41 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Í færslu á Twitter birtir forsetinn myndskeið af spítalanum og umhverfi hans. Hann segir að um voðaverk sé að ræða og fullyrðir að börn liggi ásamt fullorðnum undir rústunum. Ekki hefur verið staðfest hversu margir létust í árásinni en yfirvöld í Mariupol segja þetta ekki í fyrsta sinn sem sprengjum hefur verið varpað á spítalann. Af myndskeiðum sem nú ganga á samfélagsmiðlum að dæma er eyðileggingin gríðarleg í borginni. Dmytru Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir árásina á barnaspítalann í Mariupol hafa verið skelfilegan stríðsglæp og ítrekar kröfu yfirvalda um að lofthelgin yfir Úkraínu verði lokað. Kuleba sakaði Rússa fyrr í dag um að halda rúmlega 400 þúsund manns gíslingu í borginni þar sem sprengingar voru víða. Erfitt hefur reynst að grafa þá sem hafa látist undanfarna daga í Mariupol og hafa yfirvöld því þurft að koma líkum fyrir í stórri fjöldagröf. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem var meðal annars komið á við Mariupol. Mariupol. Direct strike of Russian troops at the maternity hospital. People, children are under the wreckage. Atrocity! How much longer will the world be an accomplice ignoring terror? Close the sky right now! Stop the killings! You have power but you seem to be losing humanity. pic.twitter.com/FoaNdbKH5k— (@ZelenskyyUa) March 9, 2022 Samið var um tólf tíma vopnahlé, sem hófst klukkan sjö að íslenskum tíma, í sex borgum í Úkraínu til að auðvelda mannúðarstarf og greiða fyrir brottflutningi fólks. Rússar hafa sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að brjóta gegn vopnahléinu. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur brottflutningur almennra borgara tafist víðar en í Mariupol, til að mynda í austurhluta Karkív þar sem sprengingar hafa heyrst. Þá greinir Reuters frá því að um 50 rútum hafi verið meinað að fara frá bænum Bucha rétt utan við Kænugarð. Í öðrum borgum hefur gengið betur, til að mynda í Sumy og Enerhodar. Alls hafa fleiri en tvær milljónir manna flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst fyrir tæplega tveimur vikum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. 9. mars 2022 13:30 Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 Óvíst hvort Úkraínumenn fá MiG-þoturnar en Bandaríkjamenn senda Patriot-kerfi til Póllands Algjör óvissa ríkir um það hvort Úkraínumenn fái MiG-29 herþotur frá Póllandi eftir nokkurn vandræðagang bandarískra og pólskra stjórnvalda. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Pólland í dag þar sem málið verður líklega á dagskrá. 9. mars 2022 07:41 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Ísraelar segja viðræður um vopnahlé þokast í rétta átt Axios hefur eftir háttsettum ísraelskum embættismönnum að viðræður milli Rússa og Úkraínumanna um vopnahlé þokist í rétta átt. Báðir eru sagðir hafa slakað á í afstöðu sinni en utanríkisráðherrar ríkjanna funda í Tyrkalandi á morgun. 9. mars 2022 13:30
Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58
Óvíst hvort Úkraínumenn fá MiG-þoturnar en Bandaríkjamenn senda Patriot-kerfi til Póllands Algjör óvissa ríkir um það hvort Úkraínumenn fái MiG-29 herþotur frá Póllandi eftir nokkurn vandræðagang bandarískra og pólskra stjórnvalda. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Pólland í dag þar sem málið verður líklega á dagskrá. 9. mars 2022 07:41