Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2022 21:36 Ölfusborgir eru eitt af þeim sumarhúsasvæðum, sem Elliði sér fyrir sér, sem húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. Reiknað er með fjölda flóttamanna frá Úkraínu til Íslands sem eru á flótta vegna stríðsins. Þá koma strax vangaveltur um húsnæðismál, hvar fólkið eigi að búa á Íslandi. „Maður hefur heyrt að þetta verði fjögur til sex þúsund manns og þetta held ég að verði eitt af stærri verkefnum, sem sveitarfélögin hafa tekið í hvað þetta varðar. Það þarf að byrja á því að tryggja húsnæði og þar eiga sveitarfélögin erfitt með að gera eitthvað en að hjálpa til við að leita. Við eigum ekki íbúðarhúsnæði fyrir svona mikinn fjölda og flest sveitarfélög hafa ekkert húsnæði yfir að ráða, sem hægt er að grípa strax til,“ segir Elliði. Og þá kemur hugmyndin um alla sumarbústaði stéttarfélaga um land allt og þá nefnir Elliði, sem dæmi Ölfusborgir þar sem eru um 40 sumarhús. Elliði reiknar með fjögur til sex þúsund flóttamönnum frá Úkraínu til Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „ASÍ hefur stigið fram og skorað á kjarafélögin að leggja fram þau sumarhús, sem mögulegt er. Í Ölfusborgum erum við með klasa af sumarhúsum, sem liggja nærri þéttbýli, bæði hér í Ölfusi, Þorlákshöfn, Hveragerði og Árborg. Og ef til vill er hægt að koma þarna fyrir góðum hópi af flóttamönnum og þessi þrjú sveitarfélög gætu þá ef til vill tekið sig saman um að veita þessa mikilvægu þjónustu, sem fólkið þarf á að halda,“ bætir Elliði við. Elliði er sannfærður um að stéttarfélögin séu tilbúin að lána sína sumarbústaði til flóttafólks. „Já, mér finnst falleg orka í gangi á Íslandi þar sem allir vilja leggjast á eitt. Við tökum þetta nærri okkur, þetta er bæði viðskipta- og vinaþjóð okkar til langs tíma, þetta er fólk, sem við viljum allt hið besta, eins og heimurinn allur, þannig að ég held að allir leggist á eitt í þessu,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Elliði hvetur stéttarfélögin að lána sína sumarbústaði fyrir flóttafólk, bústaði, sem eru út um allt land í eigu félaganna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Innrás Rússa í Úkraínu Stéttarfélög Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Reiknað er með fjölda flóttamanna frá Úkraínu til Íslands sem eru á flótta vegna stríðsins. Þá koma strax vangaveltur um húsnæðismál, hvar fólkið eigi að búa á Íslandi. „Maður hefur heyrt að þetta verði fjögur til sex þúsund manns og þetta held ég að verði eitt af stærri verkefnum, sem sveitarfélögin hafa tekið í hvað þetta varðar. Það þarf að byrja á því að tryggja húsnæði og þar eiga sveitarfélögin erfitt með að gera eitthvað en að hjálpa til við að leita. Við eigum ekki íbúðarhúsnæði fyrir svona mikinn fjölda og flest sveitarfélög hafa ekkert húsnæði yfir að ráða, sem hægt er að grípa strax til,“ segir Elliði. Og þá kemur hugmyndin um alla sumarbústaði stéttarfélaga um land allt og þá nefnir Elliði, sem dæmi Ölfusborgir þar sem eru um 40 sumarhús. Elliði reiknar með fjögur til sex þúsund flóttamönnum frá Úkraínu til Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „ASÍ hefur stigið fram og skorað á kjarafélögin að leggja fram þau sumarhús, sem mögulegt er. Í Ölfusborgum erum við með klasa af sumarhúsum, sem liggja nærri þéttbýli, bæði hér í Ölfusi, Þorlákshöfn, Hveragerði og Árborg. Og ef til vill er hægt að koma þarna fyrir góðum hópi af flóttamönnum og þessi þrjú sveitarfélög gætu þá ef til vill tekið sig saman um að veita þessa mikilvægu þjónustu, sem fólkið þarf á að halda,“ bætir Elliði við. Elliði er sannfærður um að stéttarfélögin séu tilbúin að lána sína sumarbústaði til flóttafólks. „Já, mér finnst falleg orka í gangi á Íslandi þar sem allir vilja leggjast á eitt. Við tökum þetta nærri okkur, þetta er bæði viðskipta- og vinaþjóð okkar til langs tíma, þetta er fólk, sem við viljum allt hið besta, eins og heimurinn allur, þannig að ég held að allir leggist á eitt í þessu,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Elliði hvetur stéttarfélögin að lána sína sumarbústaði fyrir flóttafólk, bústaði, sem eru út um allt land í eigu félaganna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Innrás Rússa í Úkraínu Stéttarfélög Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira