Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2022 16:30 Chaney Jones, konan sem tónlistarmaðurinn Kanye West er orðaður við þessa dagana, er sögð skuggalega lík fyrrverandi eiginkonu West, Kim Kardashian. getty/MEGA Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. West og Jones hafa sést nokkrum sinnum saman opinberlega á síðustu vikum en alvara færðist í leikinn þegar Jones setti inn mynd af þeim saman á Instagram. Jones sem er tuttugu og fjögurra ára gömul fyrirsæta hefur verið kölluð tvífari Kim Kardashian. Ekki nóg með það að vera báðar dökkhærðar, brúneygðar og dökkar yfirlitum, þá virðast þær einnig vera með afar svipaðan fatasmekk. „Hún vill að fólk hætti að líkja sér við Kim. En ég verð bara að segja sorry Chaney en það er ekki hægt. Þú ert líkari henni heldur en Khloé systir hennar,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins í Brennslutei vikunnar. View this post on Instagram A post shared by Chaney Jones (@chaneyjonesssss) Aldrei farið í fegrunaraðgerð á andliti en fór í stækkun á rassi Jones birti nýlega nokkrar staðreyndir um sjálfa sig á Instagram. Hún er talin hafa gert það til þess að sýna fram á það að hún er sín eigin persóna, en ekki bara eftirlíking af Kardashian. Þar sagði hún frá því að hún væri ættuð frá Frakklandi, Þýskalandi og Afríku. Hún væri framkvæmdastjóri fyrirtækisins First State Behavioral Health, samhliða því að vera í meistaranámi. Þá tekur hún fram að hún hafi aldrei farið í neina fegrunaraðgerð á andliti sínu. Hún hafi hins vegar farið í svokallað Brazilian Butt Lift sem er aðgerð til þess að stækka og lyfta rassinum. „Hún eyddi þessu síðan út, örugglega bara út af öllum viðbrögðum og fjölmiðlaathyglinni sem hún fékk út frá þessu,“ segir Birta Líf. Óvinir Kardashian fjölskyldunnar snæddu kvöldverð saman Jones er þó ekki sú eina sem West hefur snætt kvöldverð með undanfarið, því í síðustu viku sást hann borða með körfuboltamanninum Tristan Thompson í Miami. „Þegar við héldum að þetta gæti ekki orðið verra þá gerist þetta. Þarna eru bara óvinirnir komnir saman,“ en Thompson er barnsfaðir Khloé Kardashian og hélt framhjá henni oftar en einu sinni. Þarna voru því saman komnir þeir menn sem hljóta að vera hvað óvinsælastir meðal Kardashian fjölskyldunnar. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Kanye West kominn með nýja kærustu Brennslan FM957 Hollywood Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
West og Jones hafa sést nokkrum sinnum saman opinberlega á síðustu vikum en alvara færðist í leikinn þegar Jones setti inn mynd af þeim saman á Instagram. Jones sem er tuttugu og fjögurra ára gömul fyrirsæta hefur verið kölluð tvífari Kim Kardashian. Ekki nóg með það að vera báðar dökkhærðar, brúneygðar og dökkar yfirlitum, þá virðast þær einnig vera með afar svipaðan fatasmekk. „Hún vill að fólk hætti að líkja sér við Kim. En ég verð bara að segja sorry Chaney en það er ekki hægt. Þú ert líkari henni heldur en Khloé systir hennar,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins í Brennslutei vikunnar. View this post on Instagram A post shared by Chaney Jones (@chaneyjonesssss) Aldrei farið í fegrunaraðgerð á andliti en fór í stækkun á rassi Jones birti nýlega nokkrar staðreyndir um sjálfa sig á Instagram. Hún er talin hafa gert það til þess að sýna fram á það að hún er sín eigin persóna, en ekki bara eftirlíking af Kardashian. Þar sagði hún frá því að hún væri ættuð frá Frakklandi, Þýskalandi og Afríku. Hún væri framkvæmdastjóri fyrirtækisins First State Behavioral Health, samhliða því að vera í meistaranámi. Þá tekur hún fram að hún hafi aldrei farið í neina fegrunaraðgerð á andliti sínu. Hún hafi hins vegar farið í svokallað Brazilian Butt Lift sem er aðgerð til þess að stækka og lyfta rassinum. „Hún eyddi þessu síðan út, örugglega bara út af öllum viðbrögðum og fjölmiðlaathyglinni sem hún fékk út frá þessu,“ segir Birta Líf. Óvinir Kardashian fjölskyldunnar snæddu kvöldverð saman Jones er þó ekki sú eina sem West hefur snætt kvöldverð með undanfarið, því í síðustu viku sást hann borða með körfuboltamanninum Tristan Thompson í Miami. „Þegar við héldum að þetta gæti ekki orðið verra þá gerist þetta. Þarna eru bara óvinirnir komnir saman,“ en Thompson er barnsfaðir Khloé Kardashian og hélt framhjá henni oftar en einu sinni. Þarna voru því saman komnir þeir menn sem hljóta að vera hvað óvinsælastir meðal Kardashian fjölskyldunnar. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Kanye West kominn með nýja kærustu
Brennslan FM957 Hollywood Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira