Segir það rétta ákvörðun að fresta leik Skotlands og Úkraínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2022 16:01 Liverpool maðurinn Andy Robertson er fyrirliði skoska landsliðsins en Skotar komast ekki að því fyrr en í fyrsta lagi í júní hvort þeir verði með á HM í Katar eða ekki. EPA-EFE/ROBERT PERRY Ekkert verður af leik Skota og Úkraínumanna í umspili um sæti á HM en leikurinn átti að fara fram 24. mars næstkomandi. Alþjóða knattspyrnusambandið samþykkti beiðni Úkraínu um að fresta leiknum vegna innrásar Rússa í landið. Þetta þýðir um leið að úrslitaleikurinn um laust sæti við annað hvort Wales eða Austurríki fer ekki fram í mars. Það þykir líklegast að þessir leikir fari í staðinn fram í stóra landsleikjaglugganum í júní. Heimsmeistarakeppni í Katar fer fram 21. nóvember til 18. desember á þessu ári. Það er því ekki allt of langur tími til stefnu ekki síst þar sem fótboltatímabilin í Evrópu hefjast fyrr vegna þess að þau þurfa að gera hlé á meðan HM fer fram. Mark McGhee, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari Skota, er á því að FIFA sé að gera hið rétta í þessari erfiðu stöðu en hann ræddi þetta við breska ríkisútvarpið. Scotland and Ukraine's World Cup play-off semi-final has been postponed.The nations were due to meet at Hampden on 24 March but Ukraine requested a postponement to Fifa following Russia's invasion of the country.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2022 „Ég held að þetta sé rétta ákvörðunin. Við verðum að virða það sem er í gangi þarna og áhrifin sem það hefur á þeirra leikmenn,“ sagði Mark McGhee, sem er nú stjóri Dundee. „Úkraína hefur rétt á því að keppa á jafnréttisgrundvelli og ekki síst undir núverandi kringumstæðum. Það yrði alltof mikið að ætlast til þess að þeirra landsliðsmönnum að spila leik á þessu stigi á þessum tíma. Það yrði meira segja ósanngjarnt að kalla þá saman á þessum tímapunkti,“ sagði McGhee. „Það er enginn að tapa neinu á þessu. Skosku stuðningsmennirnir vilja augljóslega fá að vita hvað er í gangi en þetta er það rétta í stöðunni og ég held að skoska knattspyrnusambandið muni ekki gera neina athugasemd,“ sagði McGhee. HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Skotland FIFA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið samþykkti beiðni Úkraínu um að fresta leiknum vegna innrásar Rússa í landið. Þetta þýðir um leið að úrslitaleikurinn um laust sæti við annað hvort Wales eða Austurríki fer ekki fram í mars. Það þykir líklegast að þessir leikir fari í staðinn fram í stóra landsleikjaglugganum í júní. Heimsmeistarakeppni í Katar fer fram 21. nóvember til 18. desember á þessu ári. Það er því ekki allt of langur tími til stefnu ekki síst þar sem fótboltatímabilin í Evrópu hefjast fyrr vegna þess að þau þurfa að gera hlé á meðan HM fer fram. Mark McGhee, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari Skota, er á því að FIFA sé að gera hið rétta í þessari erfiðu stöðu en hann ræddi þetta við breska ríkisútvarpið. Scotland and Ukraine's World Cup play-off semi-final has been postponed.The nations were due to meet at Hampden on 24 March but Ukraine requested a postponement to Fifa following Russia's invasion of the country.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 8, 2022 „Ég held að þetta sé rétta ákvörðunin. Við verðum að virða það sem er í gangi þarna og áhrifin sem það hefur á þeirra leikmenn,“ sagði Mark McGhee, sem er nú stjóri Dundee. „Úkraína hefur rétt á því að keppa á jafnréttisgrundvelli og ekki síst undir núverandi kringumstæðum. Það yrði alltof mikið að ætlast til þess að þeirra landsliðsmönnum að spila leik á þessu stigi á þessum tíma. Það yrði meira segja ósanngjarnt að kalla þá saman á þessum tímapunkti,“ sagði McGhee. „Það er enginn að tapa neinu á þessu. Skosku stuðningsmennirnir vilja augljóslega fá að vita hvað er í gangi en þetta er það rétta í stöðunni og ég held að skoska knattspyrnusambandið muni ekki gera neina athugasemd,“ sagði McGhee.
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Skotland FIFA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira