Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022 Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2022 16:45 Verðlaunahafar fyrir utan Höfða í dag. Verðlaunin voru afhent í sextánda skipti. Vísir/egill Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent. Í flokki fagurbókmennta hlaut Fríða Ísberg verðlaunin fyrir bókina Merking. Sigrún Helgadóttir hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir bókina Sigurður Þórarinsson, mynd af manni og þá hlutu þær Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir verðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir bókina Reykjavík barnanna. Verðlaunahafarnir tóku við verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu úr hendi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra og verndara verðlaunanna. „Rökstuðningur dómnefnda Merking eftir Fríðu Ísberg Merking eftir Fríðu Ísberg kallast skýrt á við íslenskan samtíma þó að sagan sé vísindaskáldsaga sem gerist í framtíðinni. Ólíkum persónum er fylgt eftir þar sem sögur þeirra fléttast saman í frásögn sem gefur ekkert eftir í heimspekilegri skoðun sinni á samfélagi okkar. Sagan er frumleg og stíllinn nýskapandi og notkun tungumálsins einkar úthugsuð og áhrifarík og styður við heildstæða persónusköpun verksins. Sigurður Þórarinsson: Mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur Sigurður Þórarinsson: Mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur fjallar um ævi og starf eins merkasta vísindamanns Íslands á 20. öld. Saga Sigurðar er samofin sögu jarðfræðirannsókna, jöklaferða og náttúruverndar á Íslandi. Höfundur fer með lesandann í heillandi ferðalag upp á jökla, í gegnum öskulög og inn í kvikuhólf í fylgd með vísindamanninum, söngvaskáldinu og náttúruverndarsinnanum Sigurði. Bókina prýðir aragrúi mynda sem glæða frásögnina lífi og dýpka skilning á efninu. Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur fjallar um sögu Reykjavíkur frá því fyrir landnám til vorra daga. Bókin er ríkulega myndskreytt og er hver opna afmörkuð innsýn í sögu borgarinnar. Höfundar draga fram fjölbreyttan fróðleik og gera skil á skemmtilegan hátt í góðu jafnvægi texta og mynda. Texti Margrétar er hnitmiðaður í auðlesnum efnisgreinum og myndir Lindu eru litríkar og bæta ýmsu við. Bókin vekur löngun til að fræðast meira um höfuðborgina. Í dómnefndum sátu: Barna- og unglingabókmenntir: Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku Brynja Helgu Baldursdóttir, íslenskufræðingur Hildur Ýr Ísberg, íslensku- og bókmenntafræðingur Fræðibækur og rit almenns eðlis: Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sagnfræðingur Sigrún Birna Björnsdóttir, framhaldsskólakennari Sigrún Helga Lund, tölfræðingur Fagurbókmenntir: Dagný Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur Elín Björk Jóhannsdóttir, bókmenntafræðingur Júlía Margrét Sveinsdóttir, bókmenntafræðingur“ Bókmenntir Reykjavík Menning Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Í flokki fagurbókmennta hlaut Fríða Ísberg verðlaunin fyrir bókina Merking. Sigrún Helgadóttir hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir bókina Sigurður Þórarinsson, mynd af manni og þá hlutu þær Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir verðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir bókina Reykjavík barnanna. Verðlaunahafarnir tóku við verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu úr hendi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra og verndara verðlaunanna. „Rökstuðningur dómnefnda Merking eftir Fríðu Ísberg Merking eftir Fríðu Ísberg kallast skýrt á við íslenskan samtíma þó að sagan sé vísindaskáldsaga sem gerist í framtíðinni. Ólíkum persónum er fylgt eftir þar sem sögur þeirra fléttast saman í frásögn sem gefur ekkert eftir í heimspekilegri skoðun sinni á samfélagi okkar. Sagan er frumleg og stíllinn nýskapandi og notkun tungumálsins einkar úthugsuð og áhrifarík og styður við heildstæða persónusköpun verksins. Sigurður Þórarinsson: Mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur Sigurður Þórarinsson: Mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur fjallar um ævi og starf eins merkasta vísindamanns Íslands á 20. öld. Saga Sigurðar er samofin sögu jarðfræðirannsókna, jöklaferða og náttúruverndar á Íslandi. Höfundur fer með lesandann í heillandi ferðalag upp á jökla, í gegnum öskulög og inn í kvikuhólf í fylgd með vísindamanninum, söngvaskáldinu og náttúruverndarsinnanum Sigurði. Bókina prýðir aragrúi mynda sem glæða frásögnina lífi og dýpka skilning á efninu. Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur fjallar um sögu Reykjavíkur frá því fyrir landnám til vorra daga. Bókin er ríkulega myndskreytt og er hver opna afmörkuð innsýn í sögu borgarinnar. Höfundar draga fram fjölbreyttan fróðleik og gera skil á skemmtilegan hátt í góðu jafnvægi texta og mynda. Texti Margrétar er hnitmiðaður í auðlesnum efnisgreinum og myndir Lindu eru litríkar og bæta ýmsu við. Bókin vekur löngun til að fræðast meira um höfuðborgina. Í dómnefndum sátu: Barna- og unglingabókmenntir: Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku Brynja Helgu Baldursdóttir, íslenskufræðingur Hildur Ýr Ísberg, íslensku- og bókmenntafræðingur Fræðibækur og rit almenns eðlis: Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, sagnfræðingur Sigrún Birna Björnsdóttir, framhaldsskólakennari Sigrún Helga Lund, tölfræðingur Fagurbókmenntir: Dagný Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur Elín Björk Jóhannsdóttir, bókmenntafræðingur Júlía Margrét Sveinsdóttir, bókmenntafræðingur“
Bókmenntir Reykjavík Menning Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira