Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 10:25 Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. Alda Lárusdóttir, móðir fórnarlambsins, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að sonur hennar væri á sjúkrahúsi eftir árásina sem var fyrir utan skemmtistaðinn Club 203. Alda lýsti því þannig að hann hefði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem virtist lokið, en þeir svo snúið aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum,“ sagði Alda. Alda segir son sinn hafa rambað á sjúkrabíl í bænum og fengið að fara þar inn. Líðan hans var í gær sögð stöðug. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það.“ Lögregla hafði ekki haft hendur í hári árásarmannanna um hádegisbil í gær. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekkert geta tjáð sig um málið sem sé í rannsókn. Lögregla muni senda frá sér tilkynningu ef hún hafi eitthvað um málið að segja. Ofbeldisbrotum hefur fjölgað hjá ungu fólki undanfarin ár. Þetta má sjá í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur um ofbeldisbrot hjá ungu fólki. Þar kemur fram að árið 2021 voru 170 einstaklingar undir 18 ára grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot og brotin það árið voru 219 í heildina. Borið saman við til dæmis við 2016 þá voru 98 einstaklingar grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot undir 18 ára og ofbeldisbrotin voru 118 í heildina. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Alda Lárusdóttir, móðir fórnarlambsins, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að sonur hennar væri á sjúkrahúsi eftir árásina sem var fyrir utan skemmtistaðinn Club 203. Alda lýsti því þannig að hann hefði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem virtist lokið, en þeir svo snúið aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum,“ sagði Alda. Alda segir son sinn hafa rambað á sjúkrabíl í bænum og fengið að fara þar inn. Líðan hans var í gær sögð stöðug. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það.“ Lögregla hafði ekki haft hendur í hári árásarmannanna um hádegisbil í gær. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekkert geta tjáð sig um málið sem sé í rannsókn. Lögregla muni senda frá sér tilkynningu ef hún hafi eitthvað um málið að segja. Ofbeldisbrotum hefur fjölgað hjá ungu fólki undanfarin ár. Þetta má sjá í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur um ofbeldisbrot hjá ungu fólki. Þar kemur fram að árið 2021 voru 170 einstaklingar undir 18 ára grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot og brotin það árið voru 219 í heildina. Borið saman við til dæmis við 2016 þá voru 98 einstaklingar grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot undir 18 ára og ofbeldisbrotin voru 118 í heildina.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56