Vaktin: „Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu“ Hólmfríður Gísladóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 6. mars 2022 07:56 Hermaður í Úkraínu aðstoðar eldri konu í bænum Irpin í dag. Vísir/AP Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem Úkraínumenn freista þess nú að verja nokkrar lykilborgir á sama tíma og Rússar sækja hart fram. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann gagnrýndi þögn Vesturlanda vegna orða varnarmálaráðuneytis Rússa um árásir á varnarinnviði Úkraínu. Hann sagði dirfsku Rússa skýrt merki um að þvinganir Vesturlandaþjóða væru ekki að virka. Byrjað er að ræða við Úkraínumenn sem hafa yfirgefið heimkynni sín vegna mögulegra stríðsglæpa Rússa. Íbúar bæjarins Irpin lentu í miðri sprengjuárás Rússa þegar þeir flúðu heimili sín í dag. Átta almennir borgarar féllu í árásunum. Þúsundir mótmælenda voru handteknir í Rússlandi í dag þar sem hernaði Rússa í Úkraínu var mótmælt Úkraínski herinn segir meira en 11 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum. Um það bil 285 skriðdrekar hafi verið eyðilagðir, 48 þyrlur og 44 flugvélar. Almennir borgarar eru sagðir hafa látist þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðabyggð í Zhytomyr, um það bil 140 kílómetra norðvestur af Kænugarði, og á bæinn Korosten. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddu saman í nótt. Umræðuefnið var aðstoð Bandaríkjamanna við Úkraínu og refsiaðgerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann gagnrýndi þögn Vesturlanda vegna orða varnarmálaráðuneytis Rússa um árásir á varnarinnviði Úkraínu. Hann sagði dirfsku Rússa skýrt merki um að þvinganir Vesturlandaþjóða væru ekki að virka. Byrjað er að ræða við Úkraínumenn sem hafa yfirgefið heimkynni sín vegna mögulegra stríðsglæpa Rússa. Íbúar bæjarins Irpin lentu í miðri sprengjuárás Rússa þegar þeir flúðu heimili sín í dag. Átta almennir borgarar féllu í árásunum. Þúsundir mótmælenda voru handteknir í Rússlandi í dag þar sem hernaði Rússa í Úkraínu var mótmælt Úkraínski herinn segir meira en 11 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum. Um það bil 285 skriðdrekar hafi verið eyðilagðir, 48 þyrlur og 44 flugvélar. Almennir borgarar eru sagðir hafa látist þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á íbúðabyggð í Zhytomyr, um það bil 140 kílómetra norðvestur af Kænugarði, og á bæinn Korosten. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ræddu saman í nótt. Umræðuefnið var aðstoð Bandaríkjamanna við Úkraínu og refsiaðgerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins. Ástandið í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira