Telja Úkraínumenn ekki geta varist í lengri tíma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. mars 2022 11:18 Rússneskur hermaður liggur í valnum við hliðina á eyðilögðum herbíl. AP Photo/Vadim Ghirda Varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa hafa verið mun betri en sérfræðingar og embættismenn bjuggust við. Ólíklegt er þó að Úkraínumenn geti haldið aftur af Rússneska birninum til lengdar. Í grein New York Times segir að hermenn hafi sprengt upp brýr til að hægja á innrásinni og að úkraínskir flugmenn og loftvarnir hafi stöðvað Rússa í að ná yfirráðum í loftunum yfir Úkraínu. Þar að auki hefur Úkraínumönnum gengið mjög vel í áróðurshlið átakanna og hafa orðið sér út um mikinn stuðning um heim allan. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa sýnt mikinn dugnað og mikla kænsku við varnir sínar. Þó innrás Rússa hafi hafist fyrir einungis einni viku er útlit fyrir að hún sé langt á eftir áætlun og Rússar eru sagðir eiga í vandræðum með birgðir og aga meðal lítið þjálfaðra hermanna. Rússum hefur þó orðið ágengt og greinendur vestanhafs segja Rússa enn hafa gífurlega yfirburði. Þeir yfirburðir séu á nánast öllum sviðum. Rússar hafa meiri mannafla, fleiri vopn, fleiri skriðdreka og fleirri orrustuþotur, svo eitthvað sé nefnt. Hafa misst nokkrar lykilborgir í suðrinu Ráðamenn í Bandaríkjunum eru nokkuð vissir í sinni sök að Úkraínumenn geti ekki varist innrás Rússa til lengri tíma. Sky News hefur þó eftir Oleksiy Arestovych, aðstoðarmanni Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, að þar á bæ sé menn hóflega bjartsýnir. Varnir Úkraínumanna haldi enn víðast hvar. Rússar hafa þó náð yfirráðum á borginni Mykolaiv, sem er skammt norður af borginni Kherson, sem þeir hafa náð yfirráðum yfir. Með því fá Rússar aukinn aðgang að hafnarborginni Odessa, sem talið er að Rússar ætli að ráðast á. Um hálf milljón manna býr í Mykolaiv. Rússar hafa þá náð kjarnorkuverinu Zaporizhzhia á sitt vald, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Kjarnorkuverið hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga og varð fyrir eldflaug Rússa í nótt með þeim afleiðingum að eldur kom upp í verinu. Nýjustu fréttir eru þó þær að engin hætta sé á ferðum. Þá hafa Rússar þar að auki náð völdum yfir hafnarborginni Mariupol. Heimamenn berjast þó af hörku við árásarherinn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46 Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Í grein New York Times segir að hermenn hafi sprengt upp brýr til að hægja á innrásinni og að úkraínskir flugmenn og loftvarnir hafi stöðvað Rússa í að ná yfirráðum í loftunum yfir Úkraínu. Þar að auki hefur Úkraínumönnum gengið mjög vel í áróðurshlið átakanna og hafa orðið sér út um mikinn stuðning um heim allan. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa sýnt mikinn dugnað og mikla kænsku við varnir sínar. Þó innrás Rússa hafi hafist fyrir einungis einni viku er útlit fyrir að hún sé langt á eftir áætlun og Rússar eru sagðir eiga í vandræðum með birgðir og aga meðal lítið þjálfaðra hermanna. Rússum hefur þó orðið ágengt og greinendur vestanhafs segja Rússa enn hafa gífurlega yfirburði. Þeir yfirburðir séu á nánast öllum sviðum. Rússar hafa meiri mannafla, fleiri vopn, fleiri skriðdreka og fleirri orrustuþotur, svo eitthvað sé nefnt. Hafa misst nokkrar lykilborgir í suðrinu Ráðamenn í Bandaríkjunum eru nokkuð vissir í sinni sök að Úkraínumenn geti ekki varist innrás Rússa til lengri tíma. Sky News hefur þó eftir Oleksiy Arestovych, aðstoðarmanni Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, að þar á bæ sé menn hóflega bjartsýnir. Varnir Úkraínumanna haldi enn víðast hvar. Rússar hafa þó náð yfirráðum á borginni Mykolaiv, sem er skammt norður af borginni Kherson, sem þeir hafa náð yfirráðum yfir. Með því fá Rússar aukinn aðgang að hafnarborginni Odessa, sem talið er að Rússar ætli að ráðast á. Um hálf milljón manna býr í Mykolaiv. Rússar hafa þá náð kjarnorkuverinu Zaporizhzhia á sitt vald, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Kjarnorkuverið hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga og varð fyrir eldflaug Rússa í nótt með þeim afleiðingum að eldur kom upp í verinu. Nýjustu fréttir eru þó þær að engin hætta sé á ferðum. Þá hafa Rússar þar að auki náð völdum yfir hafnarborginni Mariupol. Heimamenn berjast þó af hörku við árásarherinn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46 Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46
Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12
Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49