Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2022 07:49 Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa vilja koma af stað kjarnorkuslysi. GETTY/Presidency of Ukraine Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í nótt, Zaporizhizhia kjarnorkuverinu í Úkraínu eftir að Rússar skutu á verið. Fyrstu fréttir benda til að engin alvarleg hætta sé á ferðum vegna eldsins enda séu kjarnakljúfar versins vel varðir, og ólíklegt að árásin valdi skaða á kjarnakljúfunum sjálfum. Selenskí segir árásina á kjarnorkuverið ekki tilviljun. „Núna eru rússneskir skriðdrekar að skjóta á kjarnorkuverið. Þetta eru skriðdrekar sem eru útbúnir hitamyndavélum, það er, þeir vita alveg á hvað þeir eru að skjóta. Þeir hafa verið að undirbúa þetta,“ segir Selenskí í ávarpi sem hann birti á Telegram-rás sinni í nótt. „Ég biðla til Úkraínumanna, til Evrópumanna, til allra þeirra sem þekkja orðið „Tsjernóbíl “. Til allra þeirra sem vita hvaða hörmungar kjarnorkuslysið hafði í för með sér. Það var stórslys. Hundruð þúsund manna glímdu við eftirmálana, tugir þúsunda þurftu að flýja heimili sín. Rússland vill endurtaka leikinn.“ Segir hótanir Pútíns nú orðnar að veruleika Hann ítrekaði í ávarpinu að eitthvað þyrfti að gera til að verjast þessar árásir Rússa. Þeir væru nú að skjóta á sex kjarnakljúfa, sagði Selenskí, en í Tsjernóbíl hafi aðeins einn slíkur ofn skemmst. Selenskí segir þá í ávarpinu að hann hafi talað við Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópu, við Olaf Scholz kanslara Þýskalands, Andrzej Duda forseta Póllands, Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nótt. „Ég varaði þá við því að ekkert ríki nema Rússland hefur nokkurn tíman skotið beint á tvo kjarnakljúfa. Í fyrsta sinn í sögu okkar, sögu mannkynsins, hefur ríki stríðsglæpamanna gripið til kjarnorkuhernaðar,“ segir Selenskí og minnir á að bæði Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Sergei Lavrov utanríkisráðherra hans hafi hótað því að beita kjarnorkuvopnum. „Núna er þetta ekki lengur hótun, þetta er veruleikinn. Við vitum ekki hvernig eldurinn í kjarnorkuverinu mun enda. Hvenær það verður eða verður ekki sprenging. Enginn getur vitað það með vissu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00 Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í nótt, Zaporizhizhia kjarnorkuverinu í Úkraínu eftir að Rússar skutu á verið. Fyrstu fréttir benda til að engin alvarleg hætta sé á ferðum vegna eldsins enda séu kjarnakljúfar versins vel varðir, og ólíklegt að árásin valdi skaða á kjarnakljúfunum sjálfum. Selenskí segir árásina á kjarnorkuverið ekki tilviljun. „Núna eru rússneskir skriðdrekar að skjóta á kjarnorkuverið. Þetta eru skriðdrekar sem eru útbúnir hitamyndavélum, það er, þeir vita alveg á hvað þeir eru að skjóta. Þeir hafa verið að undirbúa þetta,“ segir Selenskí í ávarpi sem hann birti á Telegram-rás sinni í nótt. „Ég biðla til Úkraínumanna, til Evrópumanna, til allra þeirra sem þekkja orðið „Tsjernóbíl “. Til allra þeirra sem vita hvaða hörmungar kjarnorkuslysið hafði í för með sér. Það var stórslys. Hundruð þúsund manna glímdu við eftirmálana, tugir þúsunda þurftu að flýja heimili sín. Rússland vill endurtaka leikinn.“ Segir hótanir Pútíns nú orðnar að veruleika Hann ítrekaði í ávarpinu að eitthvað þyrfti að gera til að verjast þessar árásir Rússa. Þeir væru nú að skjóta á sex kjarnakljúfa, sagði Selenskí, en í Tsjernóbíl hafi aðeins einn slíkur ofn skemmst. Selenskí segir þá í ávarpinu að hann hafi talað við Charles Michel, forseta leiðtogaráðs Evrópu, við Olaf Scholz kanslara Þýskalands, Andrzej Duda forseta Póllands, Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nótt. „Ég varaði þá við því að ekkert ríki nema Rússland hefur nokkurn tíman skotið beint á tvo kjarnakljúfa. Í fyrsta sinn í sögu okkar, sögu mannkynsins, hefur ríki stríðsglæpamanna gripið til kjarnorkuhernaðar,“ segir Selenskí og minnir á að bæði Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Sergei Lavrov utanríkisráðherra hans hafi hótað því að beita kjarnorkuvopnum. „Núna er þetta ekki lengur hótun, þetta er veruleikinn. Við vitum ekki hvernig eldurinn í kjarnorkuverinu mun enda. Hvenær það verður eða verður ekki sprenging. Enginn getur vitað það með vissu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00 Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29 Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Abramovich fengið tilboð upp á rúmlega 520 milljarða Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur fengið nokkur tilboð í félagið sem hljóða upp á þrjá milljarða punda sem samsvarar rúmlega 520 milljörðum íslenskra króna. 4. mars 2022 07:00
Vaktin: Árásir Rússa halda áfram og fjöldi borgara er án vatns og rafmagns Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4. mars 2022 06:29
Eldur kviknaði í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í kjölfar árása Rússa Búið er að slökkva eld sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í nótt. Eldurinn er sagður hafa brotist út í kjölfar skotárása Rússa og náð til þriðju, fjórðu og fimmtu hæðar æfingabyggingar. 4. mars 2022 05:59