Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2022 19:21 Kona og barn koma yfir landamærin frá Úkraínu til Medykaí Pólandi í dag. Nú hefur um ein milljón manna flúið vestur yfir landamærin undan innrás Rússa. AP/Markus Schreiber Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. Stríðið í Úkraínu sem hófst með innrás Rússa úr norðri, austri og suðri hefur nú staðið yfir í viku. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í landinu og Úkraínumenn fullyrða að þeir hafi fellt allt að níu þúsund rússneska hermenn. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Rússar hafa ráðist að öllum helstu bogum landsins með stórskotaliði og flugskeytum. Fyrir utan mannfallið hafa miklar skemmdir orðið á mannvirkjum. Hafnarborgin Kherson norðvestur af Krím er nú á valdi Rússa sem segjast einnig hafa hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krím á valdi sínu. Borgin hefur orðið fyrir látlausum loftárásum og þótt Rússar hafi lokað fyrir vatn, hita og rafmagn til hennar berjast íbúarnir enn við innrásarliðið og neita að gefast upp. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekar að markmiðið með innrásinu sé að splundra Úkraínuher og nasismanum í Úkraínu og á honum er að heyra að síðan falli allt í ljúfa löð. „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko Á Krímskaga þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Engan bilbug er að finna á Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu sem fagnar liðsauka frá öðrum löndum. Nú þegar hafi sextán þúsund útlendingar boðið sig fram til baráttu með Úkraínuher. Zelensky forseti segir önnur nágrannaríki Rússlands næst ef Úkraína fellur sem hann er hins vegar staðráðinn í að láta ekki gerast. Enda berjist Rússar við fjörtíu milljóna þjóð en ekki aðeins her Úkraínu.Getty/Úkraínska forsetaembættið „Endalausar eldflauga og sprengjuárásir á borgir okkar eru sönnun þess þeim hefur ekki tekist aðná neinu teljandi af landi okkur. Allar varnarlínur eru öruggar. Óvinurinn hefur ekki náðneinum taktískum árangri. Hann er vonsvikinn og ráðviltur. Kænugarður lifði enn eina nóttina af og einn eina sprengju- og flugskeytaárásina,“sagði Zelensky í dag. En hann varaði umheiminn jafnfram viða fleiðingum þess ef Úkraína lifir innrásina ekki af. Þá væru Eistland, Lettland, Litháen, Moldova, Georgía og Pólland næst. Úkraínumenn krefðust þess að lofthelgi Úkraínu verði lokað til að vernda óbreytta borgara fyrir loftárásum Rússa. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkjanna í vestri. Það eru aðallega konur og börn þvíætlast er til að karlmenn frá átján ára til sextugs grípi til vopna og þeir fá ekki að yfirgefa landið samkvæmt neyðarlögum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Stríðið í Úkraínu sem hófst með innrás Rússa úr norðri, austri og suðri hefur nú staðið yfir í viku. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í landinu og Úkraínumenn fullyrða að þeir hafi fellt allt að níu þúsund rússneska hermenn. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Rússar hafa ráðist að öllum helstu bogum landsins með stórskotaliði og flugskeytum. Fyrir utan mannfallið hafa miklar skemmdir orðið á mannvirkjum. Hafnarborgin Kherson norðvestur af Krím er nú á valdi Rússa sem segjast einnig hafa hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krím á valdi sínu. Borgin hefur orðið fyrir látlausum loftárásum og þótt Rússar hafi lokað fyrir vatn, hita og rafmagn til hennar berjast íbúarnir enn við innrásarliðið og neita að gefast upp. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekar að markmiðið með innrásinu sé að splundra Úkraínuher og nasismanum í Úkraínu og á honum er að heyra að síðan falli allt í ljúfa löð. „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko Á Krímskaga þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Engan bilbug er að finna á Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu sem fagnar liðsauka frá öðrum löndum. Nú þegar hafi sextán þúsund útlendingar boðið sig fram til baráttu með Úkraínuher. Zelensky forseti segir önnur nágrannaríki Rússlands næst ef Úkraína fellur sem hann er hins vegar staðráðinn í að láta ekki gerast. Enda berjist Rússar við fjörtíu milljóna þjóð en ekki aðeins her Úkraínu.Getty/Úkraínska forsetaembættið „Endalausar eldflauga og sprengjuárásir á borgir okkar eru sönnun þess þeim hefur ekki tekist aðná neinu teljandi af landi okkur. Allar varnarlínur eru öruggar. Óvinurinn hefur ekki náðneinum taktískum árangri. Hann er vonsvikinn og ráðviltur. Kænugarður lifði enn eina nóttina af og einn eina sprengju- og flugskeytaárásina,“sagði Zelensky í dag. En hann varaði umheiminn jafnfram viða fleiðingum þess ef Úkraína lifir innrásina ekki af. Þá væru Eistland, Lettland, Litháen, Moldova, Georgía og Pólland næst. Úkraínumenn krefðust þess að lofthelgi Úkraínu verði lokað til að vernda óbreytta borgara fyrir loftárásum Rússa. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkjanna í vestri. Það eru aðallega konur og börn þvíætlast er til að karlmenn frá átján ára til sextugs grípi til vopna og þeir fá ekki að yfirgefa landið samkvæmt neyðarlögum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira