Vaktin: Telur ýmislegt benda til þess að Rússar séu á eftir áætlun Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. mars 2022 05:49 Brunarústir brynvarins farartækis rússneska herins í Irpin í Úkraínu. Chris McGrath/Getty Images) Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. Það helsta: Rússar hafa náð borginni Kerson á sitt vald sem er mikilvægt skref í átt að því að ná stjórn á sjóleiðinni inn í landið. Hafnarborgin Maríupól er umkringd og hefur sprengjum rignt yfir hana. Það sama má segja um borgina Kharkív. Rússar eru sagðir undirbúa árás á hafnarborgina Odessa en með því gætu Rússar í raun lokað á að aðstoð og/eða birgðir berist sjóleiðina til Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 227 almenna borgara hafa látist í innrásinni og 525 særst. Líklega sé raunverulegur fjöldi meiri. Viðræður milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna byrjuðu í annað sinn í dag í Hvíta-Rússlandi. . Háttsettur rússneskur herforingi er sagður hafa verið felldur í átökum í Úkraínu. Úkraínumenn eru byrjaðir að gera loftárásir á stóru hergagnalestina svokölluðu, norður af Kænugarði. Sérfræðingar segja Rússa hafa misst fjölmarga skriðdreka í innrásinni, auk orrustuþota og annarra hergagna. Annari umferð friðarviðræðna lauk í dag. Ekki náðust samningar um vopnahlé en Rússar og Úkraínu menn komu sér þó saman um að útbúnar verði svokallaðar útgönguleiðir fyrir almenna borgara svo að þeir geti flúið átakasvæði. Varnarmálaráðherra Bretlands segir að vísbendingar, vistir og gögn sem tekin hafi verið úr yfirgegnum hergögnum Rússa benda til þess að herinn sé á eftir áætlun með innrásina í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru nú sagðir hafa náð Kherson á sitt vald. Setið er um aðrar umkringdar borgir.Vísir Í vaktinni hér að neðan fylgjumst við svo með gangi mála í Úkraínu í dag.
Það helsta: Rússar hafa náð borginni Kerson á sitt vald sem er mikilvægt skref í átt að því að ná stjórn á sjóleiðinni inn í landið. Hafnarborgin Maríupól er umkringd og hefur sprengjum rignt yfir hana. Það sama má segja um borgina Kharkív. Rússar eru sagðir undirbúa árás á hafnarborgina Odessa en með því gætu Rússar í raun lokað á að aðstoð og/eða birgðir berist sjóleiðina til Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 227 almenna borgara hafa látist í innrásinni og 525 særst. Líklega sé raunverulegur fjöldi meiri. Viðræður milli sendinefnda Rússa og Úkraínumanna byrjuðu í annað sinn í dag í Hvíta-Rússlandi. . Háttsettur rússneskur herforingi er sagður hafa verið felldur í átökum í Úkraínu. Úkraínumenn eru byrjaðir að gera loftárásir á stóru hergagnalestina svokölluðu, norður af Kænugarði. Sérfræðingar segja Rússa hafa misst fjölmarga skriðdreka í innrásinni, auk orrustuþota og annarra hergagna. Annari umferð friðarviðræðna lauk í dag. Ekki náðust samningar um vopnahlé en Rússar og Úkraínu menn komu sér þó saman um að útbúnar verði svokallaðar útgönguleiðir fyrir almenna borgara svo að þeir geti flúið átakasvæði. Varnarmálaráðherra Bretlands segir að vísbendingar, vistir og gögn sem tekin hafi verið úr yfirgegnum hergögnum Rússa benda til þess að herinn sé á eftir áætlun með innrásina í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru nú sagðir hafa náð Kherson á sitt vald. Setið er um aðrar umkringdar borgir.Vísir Í vaktinni hér að neðan fylgjumst við svo með gangi mála í Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira