Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. mars 2022 16:31 Harpa í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. Viðstaddur undirritunina var Matthijs Wouter Knol forstjóri Evrópsku kvikmyndaakademíunnar. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu og varð Reykjavík fyrir valinu að þessu sinni. „Hátíðin laðar að sér fjölmarga erlenda gesti og ljóst er að hún stuðlar að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem áfangastað og tökustað fyrir kvikmyndir. Gert er ráð fyrir hátt í 1.200 gestum á verðlaunahátíðina sjálfa frá allri Evrópu auk þess sem von er á tvö hundruð erlendum blaðamönnum til Íslands,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Stuðningur við hátíðina er meðal annars í takt við Kvikmyndastefnu Íslands þar sem lögð er áhersla á „miðlun og stuðning við viðburði sem þennan.“ Bein útsending verður frá verðlaunakvöldinu í Hörpu og mun útsendingin ná til fjölmargra Evrópulanda. „Það er mikill heiður fyrir Reykjavík að taka þátt í þessu stóra verkefni sem evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru. Við hlökkum til að taka á móti erlendum gestum og sýna þeim allt það sem borgin hefur upp á að bjóða. Með glæsilegri hátíð og hliðarviðburðum sem henni fylgja fáum við mikilvægt tækifæri til að markaðsetja menningarborgina Reykjavík, kvikmyndaborgina Reykjavík og skapandi greinar almennt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Svona stórt og markþætt verkefni vinnst ekki nema í góðu samstafi við sterka samstarfsaðila. Markmið okkar er að sýna fram á sérstöðu Íslands og leggja m.a. áherslu á listir, sköpun, hugvit og grænar lausnir í kynningaráherslum“. Þetta er geysilega spennandi tækifæri fyrir íslenska kvikmyndamenningu og kvikmyndageirann hér á landi og við munum nýta það vel, viðburðurinn mun að auki skapa umtalsverðar gjaldeyristekjur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Reykjavík Bíó og sjónvarp Harpa Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Viðstaddur undirritunina var Matthijs Wouter Knol forstjóri Evrópsku kvikmyndaakademíunnar. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu og varð Reykjavík fyrir valinu að þessu sinni. „Hátíðin laðar að sér fjölmarga erlenda gesti og ljóst er að hún stuðlar að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem áfangastað og tökustað fyrir kvikmyndir. Gert er ráð fyrir hátt í 1.200 gestum á verðlaunahátíðina sjálfa frá allri Evrópu auk þess sem von er á tvö hundruð erlendum blaðamönnum til Íslands,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Stuðningur við hátíðina er meðal annars í takt við Kvikmyndastefnu Íslands þar sem lögð er áhersla á „miðlun og stuðning við viðburði sem þennan.“ Bein útsending verður frá verðlaunakvöldinu í Hörpu og mun útsendingin ná til fjölmargra Evrópulanda. „Það er mikill heiður fyrir Reykjavík að taka þátt í þessu stóra verkefni sem evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru. Við hlökkum til að taka á móti erlendum gestum og sýna þeim allt það sem borgin hefur upp á að bjóða. Með glæsilegri hátíð og hliðarviðburðum sem henni fylgja fáum við mikilvægt tækifæri til að markaðsetja menningarborgina Reykjavík, kvikmyndaborgina Reykjavík og skapandi greinar almennt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Svona stórt og markþætt verkefni vinnst ekki nema í góðu samstafi við sterka samstarfsaðila. Markmið okkar er að sýna fram á sérstöðu Íslands og leggja m.a. áherslu á listir, sköpun, hugvit og grænar lausnir í kynningaráherslum“. Þetta er geysilega spennandi tækifæri fyrir íslenska kvikmyndamenningu og kvikmyndageirann hér á landi og við munum nýta það vel, viðburðurinn mun að auki skapa umtalsverðar gjaldeyristekjur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Reykjavík Bíó og sjónvarp Harpa Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira