Innlent

Berg­lind nýr verk­efna­stjóri hjá Fræðslu­setrinu Starfs­mennt

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Berglind Sunna - Starfsmenn (1)

Berglind Sunna Bragadóttir hefur tekið við stöðu verkefnastjóra kynningarmála hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt en hún gegndi áður stöðu upplýsinga- og kynningastjóra hjá Keili - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs.

Að því er kemur fram í tilkynningu um málið er Berglind með bakkalársgráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst en hún er nú í meistaranámi í markaðsfræði, þar sem hún sérhæfir sig í stjórnmála- og stofnanamarkaðssetningu. 

Fræðslusetrið Starfsmennt er samstarfsvettvangur fjármála- og efnahagsráðuneytisins og aðildarfélaga BSRB um starfstengt nám, starfsþróun og ráðgjöf á sviði mannauðseflingar en setrið var stofnað árið 2001. 

Starfsmennt styður færniþróun opinberra starfsmanna svo þeir séu betur í stakk búnir til að takast á við fjölbreytt verkefni og breytingar í starfsumhverfi sínu, ásamt því að styðja við getu stofnana til að þróa starfsvið sitt þannig að það samræmist kröfum samtímans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×