ÍF hvetur til þess að Rússum verði bannað að keppa en Úkraínu hjálpað Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 13:59 Frá æfingu rússneska landsliðsins í krullu fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra. Getty/Alexander Demianchuk Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum hafa sent sameiginlega yfirlýsingu og skorað á alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra að meina Rússum þátttöku á vetrarólympíumóti fatlaðra í Peking í mars. Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi, er einn af þeim sem skrifa undir yfirlýsinguna. Þar eru árásir Rússa á Úkraínu harðlega fordæmdar og mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í Peking en að allt verði reynt til að gera Úkraínumönnum kleift að taka þátt. Ísland á einn keppanda á mótinu en það er skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson sem ásamt fylgdarliði heldur af stað til Kína á morgun og keppir í stórsvigi 10. mars og svigi 12. mars. Yfirlýsing íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum: Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking. Í augnablikinu eru víðtækar og samræmdar alþjóðlegar refsiaðgerðir í gangi af hálfu ESB á ýmsum vettvangi. Árás Rússa á úkraínsku þjóðina og brot þeirra á alþjóðalögum krefst alþjóðlegar fordæmingar og refsiaðgerða. Saga Ólympíumóts fatlaðra/Paralympic Games á uppruna sinn til þeirra hryllilegu afleiðinga sem síðari heimsstyrjöldin olli. Við sem samtök fatlaðra skulum vera skýr í okkar málflutning og standa sterk gegn tilefnislausum hernaðarárásum á lýðræðisþjóðir. Við fordæmum harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottum úkraínsku þjóðinni okkar dýpstu samúð og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. Úkraína er land með mikla íþróttahefð og Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum og Ólympíuráð þeirra standa með úkraínsku þjóðinni. Með þessum hernaðarárásum brýtur Rússland (og Hvíta-Rússland óbeint) allar mannréttindareglur og stofnar öryggi allra þeirra þjóða sem þátt taka í Ólympíumóti fatlaðra vetraríþróttum/Winter Paralympics í hættu. Nord-HIF og Ólympíuráð fatlaðra (NPC) á Norðurlöndum mæla eindregið með að IPC íhugi að vísa ólympíunefndum fatlaðra frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og keppendum þeirra frá þátttöku í keppnum fatlaðra sem framundan eru í Peking. Við skorum einnig á Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að úkraínskir íþróttamenn fatlaðra geti tekið þátt í vetrarleikunum, Paralympics, sem framundan eru. Fyrir hönd Nord-HIF og allrar íþróttahreyfingar fatlaðra á Norðurlöndum vonum við innilega að hægt verði að finna friðsamlega lausn til að binda enda á núverandi átök og þjáningar. Undir þessa ályktun skrifa allir formenn Nord-HIF – íþróttasamtaka fatlaðra á Norðurlöndum; Åsa Llinares Norlin, NPC Svíþjóð Vibeke Sorensen, NPC Noregur Sari Rautio, NPC Finnland John Peterson NPC Danmörk Þórður Árni Hjaltested, NPC Ísland Petur Elias Petersen, NPC Færeyjum Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi, er einn af þeim sem skrifa undir yfirlýsinguna. Þar eru árásir Rússa á Úkraínu harðlega fordæmdar og mælt með því að Rússum verði meinuð þátttaka í Peking en að allt verði reynt til að gera Úkraínumönnum kleift að taka þátt. Ísland á einn keppanda á mótinu en það er skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson sem ásamt fylgdarliði heldur af stað til Kína á morgun og keppir í stórsvigi 10. mars og svigi 12. mars. Yfirlýsing íþróttasambanda fatlaðra á Norðurlöndum: Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking. Í augnablikinu eru víðtækar og samræmdar alþjóðlegar refsiaðgerðir í gangi af hálfu ESB á ýmsum vettvangi. Árás Rússa á úkraínsku þjóðina og brot þeirra á alþjóðalögum krefst alþjóðlegar fordæmingar og refsiaðgerða. Saga Ólympíumóts fatlaðra/Paralympic Games á uppruna sinn til þeirra hryllilegu afleiðinga sem síðari heimsstyrjöldin olli. Við sem samtök fatlaðra skulum vera skýr í okkar málflutning og standa sterk gegn tilefnislausum hernaðarárásum á lýðræðisþjóðir. Við fordæmum harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottum úkraínsku þjóðinni okkar dýpstu samúð og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. Úkraína er land með mikla íþróttahefð og Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum og Ólympíuráð þeirra standa með úkraínsku þjóðinni. Með þessum hernaðarárásum brýtur Rússland (og Hvíta-Rússland óbeint) allar mannréttindareglur og stofnar öryggi allra þeirra þjóða sem þátt taka í Ólympíumóti fatlaðra vetraríþróttum/Winter Paralympics í hættu. Nord-HIF og Ólympíuráð fatlaðra (NPC) á Norðurlöndum mæla eindregið með að IPC íhugi að vísa ólympíunefndum fatlaðra frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og keppendum þeirra frá þátttöku í keppnum fatlaðra sem framundan eru í Peking. Við skorum einnig á Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að úkraínskir íþróttamenn fatlaðra geti tekið þátt í vetrarleikunum, Paralympics, sem framundan eru. Fyrir hönd Nord-HIF og allrar íþróttahreyfingar fatlaðra á Norðurlöndum vonum við innilega að hægt verði að finna friðsamlega lausn til að binda enda á núverandi átök og þjáningar. Undir þessa ályktun skrifa allir formenn Nord-HIF – íþróttasamtaka fatlaðra á Norðurlöndum; Åsa Llinares Norlin, NPC Svíþjóð Vibeke Sorensen, NPC Noregur Sari Rautio, NPC Finnland John Peterson NPC Danmörk Þórður Árni Hjaltested, NPC Ísland Petur Elias Petersen, NPC Færeyjum
Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum (Finnland, Danmörk, Noregur, Færeyjar, Ísland og Svíþjóð) og Ólympíuráð landanna (NPC) hafa rætt árásir Rússa á Úkraínu og möguleg áhrif þeirra á komandi Ólympíumót fatlaðra/Paralympic Games í Peking. Í augnablikinu eru víðtækar og samræmdar alþjóðlegar refsiaðgerðir í gangi af hálfu ESB á ýmsum vettvangi. Árás Rússa á úkraínsku þjóðina og brot þeirra á alþjóðalögum krefst alþjóðlegar fordæmingar og refsiaðgerða. Saga Ólympíumóts fatlaðra/Paralympic Games á uppruna sinn til þeirra hryllilegu afleiðinga sem síðari heimsstyrjöldin olli. Við sem samtök fatlaðra skulum vera skýr í okkar málflutning og standa sterk gegn tilefnislausum hernaðarárásum á lýðræðisþjóðir. Við fordæmum harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottum úkraínsku þjóðinni okkar dýpstu samúð og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. Úkraína er land með mikla íþróttahefð og Nord-HIF – Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum og Ólympíuráð þeirra standa með úkraínsku þjóðinni. Með þessum hernaðarárásum brýtur Rússland (og Hvíta-Rússland óbeint) allar mannréttindareglur og stofnar öryggi allra þeirra þjóða sem þátt taka í Ólympíumóti fatlaðra vetraríþróttum/Winter Paralympics í hættu. Nord-HIF og Ólympíuráð fatlaðra (NPC) á Norðurlöndum mæla eindregið með að IPC íhugi að vísa ólympíunefndum fatlaðra frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og keppendum þeirra frá þátttöku í keppnum fatlaðra sem framundan eru í Peking. Við skorum einnig á Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra að gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja að úkraínskir íþróttamenn fatlaðra geti tekið þátt í vetrarleikunum, Paralympics, sem framundan eru. Fyrir hönd Nord-HIF og allrar íþróttahreyfingar fatlaðra á Norðurlöndum vonum við innilega að hægt verði að finna friðsamlega lausn til að binda enda á núverandi átök og þjáningar. Undir þessa ályktun skrifa allir formenn Nord-HIF – íþróttasamtaka fatlaðra á Norðurlöndum; Åsa Llinares Norlin, NPC Svíþjóð Vibeke Sorensen, NPC Noregur Sari Rautio, NPC Finnland John Peterson NPC Danmörk Þórður Árni Hjaltested, NPC Ísland Petur Elias Petersen, NPC Færeyjum
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira