Frysta eigur Seðlabanka Rússlands og aftengja vissa banka frá SWIFT Eiður Þór Árnason og Samúel Karl Ólason skrifa 26. febrúar 2022 22:37 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti aðgerðirnar í kvöld. Getty/Thierry Monasse Ríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Bretland og Kanada hafa komist að samkomulagi um að loka aðgangi tiltekinna rússneskra banka að SWIFT, greiðslukerfi sem notað er við miðlun fjármuna milli alþjóðlegra banka. Aðgerðirnar munu gera þeim bönkum sem bannið nær til erfiðara fyrir að millifæra peninga til og frá landinu. Bannið gæti því einnig gert Rússum erfitt um vik þegar kemur að ýmsum inn- og útflutningi en Rússar reiða sig á SWIFT-greiðslukerfið við olíu- og gasútflutning. Aðgerðin mun hafa veruleg hamlandi áhrif á alþjóðlega starfsemi bankanna en gæti sömuleiðis torveldað viðskipti vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum í Rússlandi. Einnig stendur til að beita Seðlabanka Rússlands refsiaðgerðum og fleiri rússneskum auðjöfrum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti aðgerðirnar í kvöld. Meðal þeirra refsiaðgerða gegn Rússlandi sem kynntar voru er að frysta eigur Seðlabanka Rússlands víða um heim. Í yfirlýsingu Ursulu von der Leyen, segir að seðlabankinn muni ekki geta stundað viðskipti eða selt eigur sínar sem hafa verið frystar. Munu aðgerðirnar koma til með að einangra hagkerfi Rússlands enn frekar frá umheiminum. Að sögn von der Leyen mun frystingin koma í veg fyrir að Rússar noti fjármuni sem Seðlabankinn eigi í öðrum ríkjunum til að fjármagna stríðsreksturinn í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Aðgerðirnar munu gera þeim bönkum sem bannið nær til erfiðara fyrir að millifæra peninga til og frá landinu. Bannið gæti því einnig gert Rússum erfitt um vik þegar kemur að ýmsum inn- og útflutningi en Rússar reiða sig á SWIFT-greiðslukerfið við olíu- og gasútflutning. Aðgerðin mun hafa veruleg hamlandi áhrif á alþjóðlega starfsemi bankanna en gæti sömuleiðis torveldað viðskipti vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum í Rússlandi. Einnig stendur til að beita Seðlabanka Rússlands refsiaðgerðum og fleiri rússneskum auðjöfrum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti aðgerðirnar í kvöld. Meðal þeirra refsiaðgerða gegn Rússlandi sem kynntar voru er að frysta eigur Seðlabanka Rússlands víða um heim. Í yfirlýsingu Ursulu von der Leyen, segir að seðlabankinn muni ekki geta stundað viðskipti eða selt eigur sínar sem hafa verið frystar. Munu aðgerðirnar koma til með að einangra hagkerfi Rússlands enn frekar frá umheiminum. Að sögn von der Leyen mun frystingin koma í veg fyrir að Rússar noti fjármuni sem Seðlabankinn eigi í öðrum ríkjunum til að fjármagna stríðsreksturinn í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01