MR fær 1.500 fermetra fyrir ofan verslun 10-11 í Austurstræti Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2022 11:22 Austurstræti 17 var byggt fyrir kaupmennina Silla og Valda á árunum 1963-64. Aðsend Samið hefur verið um að Menntaskólinn í Reykjavík fái úthlutað rúmlega 1.500 fermetra húsnæði til afnota fyrir skólann í Austurstræti 17. Framkvæmdasýslan Ríkiseignir og Eik fasteignafélag hafa undirritað leigusamning þessa efnis, en með samningnum er ætlunin að gera bragabót á húsakosti Menntaskólans í Reykjavík. Í tilkynningu frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum segir að samningurinn sé til átta ára og muni Eik fasteignafélag skila húsnæðinu fullbúnu til kennslu um miðjan ágúst næstkomandi. „Um er að ræða 2.- 6. hæð hússins, en verslun 10-11 er á jarðhæðinni. Alls verða 10 kennslustofur í húsinu auk félagsrýma, opinna vinnurýma, kaffiaðstöðu og veitingasölu. Gert er ráð fyrir að í haust sæki um 230-250 MR-ingar, eða um þriðjungur nemenda, menntun sína í Austurstræti 17.“ Breytir öllu fyrir starfsemi skólans Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE, og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, undirrituðu leigusamninginn í gær. Menntaskólinn í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Elísabetu Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík, að hún sé ánægð með að húsnæði fyrir skólann sé í höfn. „Húsnæðið breytir öllu fyrir starfsemi skólans næstu skólaárin. Eftir að við misstum Casa Cristi hefur verið mjög þröngt á þingi í skólanum. Í Austurstræti verða nútímalegar skólastofur í miklu betra húsnæði en við þurftum að yfirgefa. Það opnar fyrir breytingu á kennsluháttum. Þá fáum við góða aðstöðu fyrir nemendur.“ Byggt fyrir Silla og Valda Um húsnæðið segir að Austurstræti 17 hafi verið byggt fyrir kaupmennina Silla og Valda á árunum 1963-4. „Húsið var tekið í notkun á aðventu 1964 er verslun Silla og Valda opnaði. Var hún með fyrstu sjálfsafgreiðsluverslunum landsins. Á efri hæðum var talsverður fjöldi fyrirtækja; Skipafélagið Jökull, heildverslun Árna Siemsen, útflutningsfirma Magnúsar Z. Sigurðssonar og skrifstofur Einars Sigurðssonar ríka, eins og Þjóðviljinn orðaði það í frétt 5. desember 1964. Svo skemmtilega vill til að faðir Elísabetar rektors MR, Ludwig H. Siemsen, rak heildsölu Árna Siemsen,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Eik fasteignafélag Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Framkvæmdasýslan Ríkiseignir og Eik fasteignafélag hafa undirritað leigusamning þessa efnis, en með samningnum er ætlunin að gera bragabót á húsakosti Menntaskólans í Reykjavík. Í tilkynningu frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseignum segir að samningurinn sé til átta ára og muni Eik fasteignafélag skila húsnæðinu fullbúnu til kennslu um miðjan ágúst næstkomandi. „Um er að ræða 2.- 6. hæð hússins, en verslun 10-11 er á jarðhæðinni. Alls verða 10 kennslustofur í húsinu auk félagsrýma, opinna vinnurýma, kaffiaðstöðu og veitingasölu. Gert er ráð fyrir að í haust sæki um 230-250 MR-ingar, eða um þriðjungur nemenda, menntun sína í Austurstræti 17.“ Breytir öllu fyrir starfsemi skólans Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE, og Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, undirrituðu leigusamninginn í gær. Menntaskólinn í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Elísabetu Siemsen, rektor Menntaskólans í Reykjavík, að hún sé ánægð með að húsnæði fyrir skólann sé í höfn. „Húsnæðið breytir öllu fyrir starfsemi skólans næstu skólaárin. Eftir að við misstum Casa Cristi hefur verið mjög þröngt á þingi í skólanum. Í Austurstræti verða nútímalegar skólastofur í miklu betra húsnæði en við þurftum að yfirgefa. Það opnar fyrir breytingu á kennsluháttum. Þá fáum við góða aðstöðu fyrir nemendur.“ Byggt fyrir Silla og Valda Um húsnæðið segir að Austurstræti 17 hafi verið byggt fyrir kaupmennina Silla og Valda á árunum 1963-4. „Húsið var tekið í notkun á aðventu 1964 er verslun Silla og Valda opnaði. Var hún með fyrstu sjálfsafgreiðsluverslunum landsins. Á efri hæðum var talsverður fjöldi fyrirtækja; Skipafélagið Jökull, heildverslun Árna Siemsen, útflutningsfirma Magnúsar Z. Sigurðssonar og skrifstofur Einars Sigurðssonar ríka, eins og Þjóðviljinn orðaði það í frétt 5. desember 1964. Svo skemmtilega vill til að faðir Elísabetar rektors MR, Ludwig H. Siemsen, rak heildsölu Árna Siemsen,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Eik fasteignafélag Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira