Ibrahima Wadji fagnaði marki með Qarabag á móti franska liðinu Marseille í Sambandsdeildinni í gær, marki sem hefði jafnað metin í 1-1.
Wadji fékk hins vegar orð í eyra frá þjálfara sínum sem fékk hann til að fara til dómarans og viðurkenna svindlið.
Qarabags Ibrahima Wadji gjorde mål med Guds hand men lagets egna tränare tvingade Wadji att erkänna sitt fuskhttps://t.co/jeETZx5fmc
— Sportbladet (@sportbladet) February 24, 2022
Pape Gueye hafði komið Frökkunum yfir í leiknum og mark Ibrahima Wadji hefði fært Qarabag smá von.
Það er ekkert VAR í Sambandsdeildinni fyrr en í úrslitaleiknum og því gátu dómarar leiksins ekki gert neitt í þessu þar sem þeir misstu af því að Wadji skoraði með hendinni en ekki með höfðinu.
Leikmenn Marseille voru auðvitað mjög ósáttir og mótmæltu harðlega. Það endaði með að þjálfari Qarabag sannfærði Wadji um að fara til pólska dómarans og segja frá því hvernig hann skoraði þetta mark.
Full of respect for Qarabag striker Ibrahima Wadji, who has just taken advantage of there being no VAR in the Conference League by scoring like this. pic.twitter.com/BZr5a550eF
— Ali Tweedale (@alitweedale) February 24, 2022
Pólski dómarinn dæmdi markið af og Marseille vann leikinn á endanum 3-0 og þar sem einvígið 6-1 samanlagt.
Gurban Gurbanov, þjálfari Qarabag, hefur fengið hrós fyrir íþróttamennsku sína, og svo gæti alveg farið að hann verið heiðraður á einhvern hátt hjá UEFA. Leikmaðurinn á líka hrós skilið að hafa viðurkennt brot sitt.