Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 20:16 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. AP Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði. Rússneski herinn réðst inn í Úkraínu út suðri, austri og norðri frá Hvítarússlandi fljótlega eftir stríðsyfrlýsingu Vladimir Putins forseta klukkan þrjú í nótt. Þar varaði hann umheiminn við afleiðingum þess að reyna að stöðva innrásina. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Stórskotaliðsárásir og sprengjuárásir hafa meðal annars verið gerðar á herstöð úkraínuhers í Mariupol skammt frá Kænugarði og sprengjum hefur verið varpað á flugvelli. Herþyrlur stjórnarhers Úkraínu hafa flogið yfir höfuðborginni í dag. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. „Allir sem hafa reynslu af hernaði og geta lagt varnarliði landsins lið vera án tafar að gefa sig fram við hernaðaryfirvöld,“ sagði forsetinn í dag. Oleksii Reznikov varnarmálaráðherra Úkraínu segir Úkraínuher þegar hafa náð að skaða innrásarherinn. „Her Úkraínu hefur nú þegar valdið rússneska innrásarliðinu miklu tjóni. Tugir ef ekki hundruð líkkista verða sendar heim til Rússlands í dag. Við höfum haldið varnarlínunni í austurhlutanum. Haldið hefur verið aftur að óvininum. Innrásarliðið hefur misst sex flugvélar, tvær þyrlur og fjóra skriðdreka,“ segir varnarmálaráðherrann. Þar mátti sjá lögreglu hreinsa upp sprengjubort á götum Kænugarðs í dag þar sem íbúar borgarinnar eru að vakna upp við vondan draumökkva upp við vondan draum. Kona í borginni segist aldrei hafa trúað því að Putin tæki stríðið út fyrir Donetsk og Luhansk. „Hvaða erindi á hann í Úkraínu. Við erum með sjálfstæða ríkisstjórn sem tekur sínar eigin ákvarðanir og leysir úr innlendum málefnum. Hann er landvinningamaður, hann er árásagjarnm hann er Hitler,“ sagði Anna Dovnya sem býr í Kænugarði. Fólk stóð í lögum röðum í Kænugarði í dag til að kaupa vatn og til að taka peninga út úr hraðbönkum. Rússar hafa umkringt landið úr þremur áttum og því liggur flótt frá Kænugarði til Vesturs í átt til Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu, Rúmeníu og Moldovu. „Ég er búinn að hringsnúast síðan klukkan sex í morgun á milli bensínstöðva og hraðbanka og hefur ekki tekist að taka út peninga nokkur staðar eða fylla hjá mér tankinn. Ég er alveg ráðalaus. Ég er fastur hérna,“ sagði maður að nafni Maxim sem sat í bíl sínum í langri röð bíla við bensínstöð. Oleksandra Shustik sem býr í Kænugarði segist hata Rússa fyrir að hefja stírið. „Ég vil nota tækifærið sem móðir og íbúi í Kænugarði og úkríani til að ákalla umheiminn til að koma okkur vinsamlega til aðstoðar og stoppa þennan árásarhund,“ sagði Shustik í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Rússneski herinn réðst inn í Úkraínu út suðri, austri og norðri frá Hvítarússlandi fljótlega eftir stríðsyfrlýsingu Vladimir Putins forseta klukkan þrjú í nótt. Þar varaði hann umheiminn við afleiðingum þess að reyna að stöðva innrásina. „Hver sem reynir að stöðva okkur og skapa frekari ógn við landið okkar, við fólkið okkar, skal vita það að svar Rússa verður tafarlaust og mun hafa slíkar afleiðingar að annað eins hefur ekki sést í sögunni. Við erum búin undir hvaða útkomu sem er,“ sagði Putin í nótt. Stórskotaliðsárásir og sprengjuárásir hafa meðal annars verið gerðar á herstöð úkraínuhers í Mariupol skammt frá Kænugarði og sprengjum hefur verið varpað á flugvelli. Herþyrlur stjórnarhers Úkraínu hafa flogið yfir höfuðborginni í dag. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir stjórnvöld í Úkraínu byrjuð að dreifa vopnum til alls almennings. „Allir sem hafa reynslu af hernaði og geta lagt varnarliði landsins lið vera án tafar að gefa sig fram við hernaðaryfirvöld,“ sagði forsetinn í dag. Oleksii Reznikov varnarmálaráðherra Úkraínu segir Úkraínuher þegar hafa náð að skaða innrásarherinn. „Her Úkraínu hefur nú þegar valdið rússneska innrásarliðinu miklu tjóni. Tugir ef ekki hundruð líkkista verða sendar heim til Rússlands í dag. Við höfum haldið varnarlínunni í austurhlutanum. Haldið hefur verið aftur að óvininum. Innrásarliðið hefur misst sex flugvélar, tvær þyrlur og fjóra skriðdreka,“ segir varnarmálaráðherrann. Þar mátti sjá lögreglu hreinsa upp sprengjubort á götum Kænugarðs í dag þar sem íbúar borgarinnar eru að vakna upp við vondan draumökkva upp við vondan draum. Kona í borginni segist aldrei hafa trúað því að Putin tæki stríðið út fyrir Donetsk og Luhansk. „Hvaða erindi á hann í Úkraínu. Við erum með sjálfstæða ríkisstjórn sem tekur sínar eigin ákvarðanir og leysir úr innlendum málefnum. Hann er landvinningamaður, hann er árásagjarnm hann er Hitler,“ sagði Anna Dovnya sem býr í Kænugarði. Fólk stóð í lögum röðum í Kænugarði í dag til að kaupa vatn og til að taka peninga út úr hraðbönkum. Rússar hafa umkringt landið úr þremur áttum og því liggur flótt frá Kænugarði til Vesturs í átt til Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu, Rúmeníu og Moldovu. „Ég er búinn að hringsnúast síðan klukkan sex í morgun á milli bensínstöðva og hraðbanka og hefur ekki tekist að taka út peninga nokkur staðar eða fylla hjá mér tankinn. Ég er alveg ráðalaus. Ég er fastur hérna,“ sagði maður að nafni Maxim sem sat í bíl sínum í langri röð bíla við bensínstöð. Oleksandra Shustik sem býr í Kænugarði segist hata Rússa fyrir að hefja stírið. „Ég vil nota tækifærið sem móðir og íbúi í Kænugarði og úkríani til að ákalla umheiminn til að koma okkur vinsamlega til aðstoðar og stoppa þennan árásarhund,“ sagði Shustik í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira