Samskipta- og upplýsingatækni og grænn ferðamáti – eru allir á sömu línu? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 25. febrúar 2022 09:00 Nú á 21. öldinni er samfélagið okkar að taka hröðum breytingum á mörgum sviðum. Alþjóðavæðing, stefanan um skóla án aðgreiningar, stefnan um sjálfstætt líf, grænni hugsun og svo mætti áfram telja. Allar þessar breytingar eru af hinu góða og liður í átt að betra samfélagi. En er ekki nauðsynlegt að skoða málin oft betur, til að sem flestir geti notið þeirra? Notkun stafrænnar tækni og umherfisvænn ferðamáti hefur verið mikið í umræðunni á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er án efa af hinu góða og hefur haldið samfélaginu gangandi, en hentar það öllum? Til dæmis var nýlega tekið í notkun nýtt greiðslukerfi hjá Strætó, sem gerir pappamiða nánast óþarfa í augum margra. Nú er það staðreynd að ákveðin hópur fólks á borð við fólk með fötlun og eldri borgara á erfitt með að nýta sér þá tækni sem þarf til að nýta sér tæknina. Þó hefur verið brugðist við því með því að bjóða þeim hópi upp á plastkort til að bera með sér, sem er jákvætt, en þá gleymist nú samt eitthvað? Í fæstum vögnunum eru rafknúnir rampar og aðstaða til að skanna kortið þar sem komið er inn í vagnana á hjólastól. Þá getur það einnig verið flókið fyrir aðstoðarmenn að fara fram í, einkum vegna persónuverndar. Úr þessu þyrfti að bæta. Þá er einnig gleymdur sá hópur ferðamanna sem mun koma til íslands og getur ekki nýtt sér tæknina. Því er nauðsynlegt að bjóða upp á pappírsmiða, þó þeir verði notaðir í minni mæli. Nú á tímum kórónuveirunnar notaðist skólakerfið við fjarkennslu. Slík notkun er af hinu góða, sérstaklega fyrir langveika og fatlaða nemendur sem eiga oft erfitt með að sækja skóla af ýmsum ástæðum. Á undanförnum misserum hefur mikið verið fjallað um nemendur sem búa við geðrænar áskoranir og reglulega kemur fram umræða u8m stöðu nemenda með sérþarfir í skólakerfinu. Margt hefur áunnist á undanförnum árum með tilkomu hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf, en betur má ef duga skal. Það væri því gott ef borgin gæti lært af heimsfaraldri og boðið upp á fjarkennslu þegar nemendur geta ekki mætt í skólann vegna veikinda af einhverju tagi. Það þyrfti að þróa heildstæða áætlun um slíka notkun, því með fjarkennslu væri einnig hægt að sinna þeim félagslegu tengslum sem fylgja því að vera í skóla. Það er frábært að við séum farin að nýta tæknina, en gleymum ekki fjölbreytileikanum, það geta ekki allir verið eins. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og í framboði í prófkjöri Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Upplýsingatækni Píratar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú á 21. öldinni er samfélagið okkar að taka hröðum breytingum á mörgum sviðum. Alþjóðavæðing, stefanan um skóla án aðgreiningar, stefnan um sjálfstætt líf, grænni hugsun og svo mætti áfram telja. Allar þessar breytingar eru af hinu góða og liður í átt að betra samfélagi. En er ekki nauðsynlegt að skoða málin oft betur, til að sem flestir geti notið þeirra? Notkun stafrænnar tækni og umherfisvænn ferðamáti hefur verið mikið í umræðunni á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er án efa af hinu góða og hefur haldið samfélaginu gangandi, en hentar það öllum? Til dæmis var nýlega tekið í notkun nýtt greiðslukerfi hjá Strætó, sem gerir pappamiða nánast óþarfa í augum margra. Nú er það staðreynd að ákveðin hópur fólks á borð við fólk með fötlun og eldri borgara á erfitt með að nýta sér þá tækni sem þarf til að nýta sér tæknina. Þó hefur verið brugðist við því með því að bjóða þeim hópi upp á plastkort til að bera með sér, sem er jákvætt, en þá gleymist nú samt eitthvað? Í fæstum vögnunum eru rafknúnir rampar og aðstaða til að skanna kortið þar sem komið er inn í vagnana á hjólastól. Þá getur það einnig verið flókið fyrir aðstoðarmenn að fara fram í, einkum vegna persónuverndar. Úr þessu þyrfti að bæta. Þá er einnig gleymdur sá hópur ferðamanna sem mun koma til íslands og getur ekki nýtt sér tæknina. Því er nauðsynlegt að bjóða upp á pappírsmiða, þó þeir verði notaðir í minni mæli. Nú á tímum kórónuveirunnar notaðist skólakerfið við fjarkennslu. Slík notkun er af hinu góða, sérstaklega fyrir langveika og fatlaða nemendur sem eiga oft erfitt með að sækja skóla af ýmsum ástæðum. Á undanförnum misserum hefur mikið verið fjallað um nemendur sem búa við geðrænar áskoranir og reglulega kemur fram umræða u8m stöðu nemenda með sérþarfir í skólakerfinu. Margt hefur áunnist á undanförnum árum með tilkomu hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf, en betur má ef duga skal. Það væri því gott ef borgin gæti lært af heimsfaraldri og boðið upp á fjarkennslu þegar nemendur geta ekki mætt í skólann vegna veikinda af einhverju tagi. Það þyrfti að þróa heildstæða áætlun um slíka notkun, því með fjarkennslu væri einnig hægt að sinna þeim félagslegu tengslum sem fylgja því að vera í skóla. Það er frábært að við séum farin að nýta tæknina, en gleymum ekki fjölbreytileikanum, það geta ekki allir verið eins. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og í framboði í prófkjöri Viðreisnar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar