Einfaldara líf á Nesinu Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 09:00 Hugsum okkur eitt augnablik að sveitarfélagið Seltjarnarnes væri við það að hefja rekstur með tæplega 5.000 íbúa. Þá þyrfti að sjálfsögðu að hafa til reiðu alla helstu innviði; skóla og leikskóla í hentugu húsnæði, góða aðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs, öfluga félagsþjónustu og þjónustu við eldri borgara. Skipuleggja þyrfti hverfin af vandvirkni, hafa græn útivistarsvæði sem bæta lífsgæði íbúanna, ráða hæft starfsfólk í helstu stöður og hafa lágmarks umgjörð um stjórnsýsluna sem heldur utan um þetta allt saman. Sjálfsagt myndum við leggja grunn að þannig sveitarfélagi með svipuðum hætti og nú er. Nema hvað við myndum reyna að hafa reksturinn enn einfaldari, tryggja skilvirkari þjónustu og losa okkur við hvaðeina sem er til þess fallið að flækja stjórnsýsluna eða daglegt líf íbúanna. Samhliða auknum lífsgæðum og betri upplýsingum leitum við sífellt leiða til að einfalda lífið. Við viljum nýta tímann betur með fjölskyldu og sækja þjónustu með einföldum hætti. Við höfum á liðnum árum séð tækninýjungar og framfarir í þjónustu sem hafa einfaldað og bætt líf okkar með einum eða öðrum hætti – og eigum eftir að sjá meira af því á komandi árum. Ekkert af þessu gerist þó að sjálfu sér heldur þarf að leita nýrra lausna og hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma. Þannig á framþróun sér stað og þannig næst árangur. Hugsum út fyrir rammann Sveitarfélögin eru ekki undanskilin þegar kemur að því að einfalda lífið. Við sækjum meginþorrann af grunnþjónustu okkar til sveitarfélaga. Þar fara börnin okkar í leikskóla og skóla, þar er félagsþjónusta veitt og þar eru hverfin okkar skipulögð. Þangað sækjum við íþrótta- og tómstundastarf og þar njótum við menningar og útivistar. Sveitarfélögin sem veita þessa þjónustu þurfa að hafa fjárhagslega burði til þess. Sum sveitarfélög stefna að því markmiði með því að reyna að hámarka skattheimtu með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki án þess að hagrætt sé í rekstrinum eða leitað nýrra leiða til þess að bæta þjónustuna. Með því að stilla álögum í hóf ýtum við undir frekari hagsæld íbúa og öflugra atvinnulíf. Það er síðan á ábyrgð okkar sem gefum kost á okkur í stjórnmál að hugsa hlutina upp á nýtt þegar kemur að þjónustu sveitarfélagsins og vera ávallt í takt við tímann. Í fremstu röð Íbúar Seltjarnarness hafa notið þeirrar gæfu að bærinn er vel rekinn og ákvarðanir á fyrri árum hafa verið farsælar. Eignastaðan er sterk og skuldaviðmið bæjarins er með því lægsta á landinu og sveitarfélagið hefur alla burði til að gera enn betur. Við eigum að vera framarlega þegar kemur að því að hagræða í rekstri og nýta tæknilausnir til að bæta þjónustuna. Íbúar eiga þannig að geta fengið upplýsingar með einföldum hætti, sótt sér ýmiskonar þjónustu svo sem skráningar, útfyllt umsóknir og sinnt samskiptum við skólayfirvöld eða aðrar stofnanir bæjarins. Þá má bæta gæði náms og vinnuumhverfi kennara með stafrænum lausnum í kennslu og þannig mætti áfram telja. Þannig getum við varið fjármagni sveitarfélagsins betur og með skilvirkari hætti og skapað grænan og fjölskylduvænan bæ þar sem fólki á öllum aldri finnst gott að búa. Með öðrum orðum, Seltjarnarnesbær á að vera í fremstu röð og leggja áherslu á að einfalda líf íbúanna og veita um leið fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum. Þetta eru þættir sem ég mun leggja áherslu á hljóti ég brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Ég hef víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hef unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu, kennslu, skrif og heilsueflingu og hef setið í stjórnum og nefndum bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Sú reynsla mun nýtast mér vel í störfum fyrir sveitarfélagið. Sjálf er ég alin upp á Seltjarnarnesi og við hjónin eigum þrjú börn á grunnskólaaldri. Ég þekki því þarfir barnafjölskyldna og veit hversu mikilvægt það er fyrir fjölskyldur að hafa möguleika á því að einfalda líf sitt, einmitt til að nýta tímann betur og njóta hans með fjölskyldunni. Það er ekki síður mikilvægt fyrir eldri íbúa bæjarins að hafa þjónustuna skilvirka og geta varið ævikvöldinu vitandi að rekstur bæjarins er í öruggum höndum. Það einfaldar líka lífið. Höfundur er hagfræðingur og varabæjarfulltrúi og sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Hugsum okkur eitt augnablik að sveitarfélagið Seltjarnarnes væri við það að hefja rekstur með tæplega 5.000 íbúa. Þá þyrfti að sjálfsögðu að hafa til reiðu alla helstu innviði; skóla og leikskóla í hentugu húsnæði, góða aðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs, öfluga félagsþjónustu og þjónustu við eldri borgara. Skipuleggja þyrfti hverfin af vandvirkni, hafa græn útivistarsvæði sem bæta lífsgæði íbúanna, ráða hæft starfsfólk í helstu stöður og hafa lágmarks umgjörð um stjórnsýsluna sem heldur utan um þetta allt saman. Sjálfsagt myndum við leggja grunn að þannig sveitarfélagi með svipuðum hætti og nú er. Nema hvað við myndum reyna að hafa reksturinn enn einfaldari, tryggja skilvirkari þjónustu og losa okkur við hvaðeina sem er til þess fallið að flækja stjórnsýsluna eða daglegt líf íbúanna. Samhliða auknum lífsgæðum og betri upplýsingum leitum við sífellt leiða til að einfalda lífið. Við viljum nýta tímann betur með fjölskyldu og sækja þjónustu með einföldum hætti. Við höfum á liðnum árum séð tækninýjungar og framfarir í þjónustu sem hafa einfaldað og bætt líf okkar með einum eða öðrum hætti – og eigum eftir að sjá meira af því á komandi árum. Ekkert af þessu gerist þó að sjálfu sér heldur þarf að leita nýrra lausna og hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma. Þannig á framþróun sér stað og þannig næst árangur. Hugsum út fyrir rammann Sveitarfélögin eru ekki undanskilin þegar kemur að því að einfalda lífið. Við sækjum meginþorrann af grunnþjónustu okkar til sveitarfélaga. Þar fara börnin okkar í leikskóla og skóla, þar er félagsþjónusta veitt og þar eru hverfin okkar skipulögð. Þangað sækjum við íþrótta- og tómstundastarf og þar njótum við menningar og útivistar. Sveitarfélögin sem veita þessa þjónustu þurfa að hafa fjárhagslega burði til þess. Sum sveitarfélög stefna að því markmiði með því að reyna að hámarka skattheimtu með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki án þess að hagrætt sé í rekstrinum eða leitað nýrra leiða til þess að bæta þjónustuna. Með því að stilla álögum í hóf ýtum við undir frekari hagsæld íbúa og öflugra atvinnulíf. Það er síðan á ábyrgð okkar sem gefum kost á okkur í stjórnmál að hugsa hlutina upp á nýtt þegar kemur að þjónustu sveitarfélagsins og vera ávallt í takt við tímann. Í fremstu röð Íbúar Seltjarnarness hafa notið þeirrar gæfu að bærinn er vel rekinn og ákvarðanir á fyrri árum hafa verið farsælar. Eignastaðan er sterk og skuldaviðmið bæjarins er með því lægsta á landinu og sveitarfélagið hefur alla burði til að gera enn betur. Við eigum að vera framarlega þegar kemur að því að hagræða í rekstri og nýta tæknilausnir til að bæta þjónustuna. Íbúar eiga þannig að geta fengið upplýsingar með einföldum hætti, sótt sér ýmiskonar þjónustu svo sem skráningar, útfyllt umsóknir og sinnt samskiptum við skólayfirvöld eða aðrar stofnanir bæjarins. Þá má bæta gæði náms og vinnuumhverfi kennara með stafrænum lausnum í kennslu og þannig mætti áfram telja. Þannig getum við varið fjármagni sveitarfélagsins betur og með skilvirkari hætti og skapað grænan og fjölskylduvænan bæ þar sem fólki á öllum aldri finnst gott að búa. Með öðrum orðum, Seltjarnarnesbær á að vera í fremstu röð og leggja áherslu á að einfalda líf íbúanna og veita um leið fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum. Þetta eru þættir sem ég mun leggja áherslu á hljóti ég brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Ég hef víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hef unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu, kennslu, skrif og heilsueflingu og hef setið í stjórnum og nefndum bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Sú reynsla mun nýtast mér vel í störfum fyrir sveitarfélagið. Sjálf er ég alin upp á Seltjarnarnesi og við hjónin eigum þrjú börn á grunnskólaaldri. Ég þekki því þarfir barnafjölskyldna og veit hversu mikilvægt það er fyrir fjölskyldur að hafa möguleika á því að einfalda líf sitt, einmitt til að nýta tímann betur og njóta hans með fjölskyldunni. Það er ekki síður mikilvægt fyrir eldri íbúa bæjarins að hafa þjónustuna skilvirka og geta varið ævikvöldinu vitandi að rekstur bæjarins er í öruggum höndum. Það einfaldar líka lífið. Höfundur er hagfræðingur og varabæjarfulltrúi og sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun