Utanríkisráðherrann Dmytro Kuleba skrifaði færslu á Twitter í kvöld þar sem hann óskaði eftir neyðarfundi ráðsins. Sagði hann að ósk aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk um aðstoð rússneska hersins auki enn frekar á ógnina við öryggið í landinu.
Ukraine has requested an urgent meeting of the UN Security Council due to the appeal by Russian occupation administrations in Donetsk and Luhansk to Russia with a request to provide them with military assistance, which is a further escalation of the security situation.
— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) February 23, 2022
Fyrr í kvöld var lýst yfir neyðarástandi í höfuðborginni Kiev en aðskilnaðarsinnar í héröðunum tveimur óskuðu eftir aðstoð rússneska hersins vegna ágangs Úkraínumanna.
Samskiptafulltrúi Hvíta hússins sagði á blaðamannafundi að yfirvöld í Moskvu héldu áfram að sigla undir fölsku flaggi og að beiðni aðskilnaðarsinnanna væri merki um tilraun Rússa til að réttlæta átök.
Maxar Technologies birtu í kvöld gervihnattamyndir sem sýna nýjar hersveitir Rússa við landmærin, sérstaklega á sævðinu í kringum Belgorod sem er skammt frá landamærum Úkraínu.
„Margar hersveitanna sem sjást á myndum frá því í dag eru innan við 20 kílómetra frá landamærunum og um 80 kílómetrum frá borginni Kharkiv,“ en þar búa um ein og hálf milljón manns.
Á myndunum sést að flestar hersveitirnar eru tilbúnar í bardaga og eru í minni hópum í skóglendi og á ökrum á svæðinu.
Satellite imagery shows a number of new deployments in western Russia, many of them within 10 miles of border with Ukraine and less than 50 miles from Ukrainian city of Kharkiv – Maxar Technologies pic.twitter.com/jXf17zEhwX
— TRT World Now (@TRTWorldNow) February 23, 2022