Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Fanndís Birna Logadóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 22. febrúar 2022 21:00 Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi Priksins, segir hverja klukkustund skipta máli í veitingabransanum. Vísir/Egill Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. Miklar takmarkanir hafa verið á starfsemi skemmti- og veitingastaða í gegnum faraldurinn. Skemmtistöðum hefur ýmist verið gert að loka eða opnunartími þeirra skertur allverulega. Geoffrey Huntington-Williams, eigandi Priksins, segir marga veitingamenn fagna þeim afléttingum sem eru væntanlegar. „Hver klukkutími í þessum bransa er frekar veigamikill þegar þú ert veitingamaður og við erum mjög ánægðir að fá heila þrjá og hálfan tíma strax,“ segir Geoffrey en eins og staðan er núna er þessum stöðum gert að loka á miðnætti og þurfa allir gestir að vera farnir út fyrir klukkan eitt. Ánægðir með að fá tíma til að undirbúa sig Auk þess sem veitingamenn fagna þeim afléttingum sem væntanlega verða kynntar fyrir helgi segir Geoffrey þá þakkláta fyrir að fá tíma til að undirbúa sig. „Við erum mjög ánægð með það að fá tíma til þess að undirbúa, við höfum tekið mörgum breytingum undanfarin tvö ár á hlaupum svolítið, við höfum fengið að vita í hádeginu á föstudegi hvernig staðan verði þá á föstudagskvöldið eða föstudagsnóttunni,“ segir Geoffrey. „Það að fá þetta inn á þriðjudegi jafnvel miðvikudegi fyrir helgi er náttúrulega bara æðislegt,“ segir hann enn fremur og bætir við að þá sé hægt að manna vaktir og birgja staðinn vel upp. Sjálfur á Geoffrey von á að stemningin um helgina verði mjög góð. „Við byrjum kvöldið á tónleikum og endum á plötusnúðasetti eins og vaninn er hérna á Prikinu. Ljósin sveiflast og fjörið verður mikið að vanda,“ segir Geoffrey. Ætlun stjórnvalda ætti að ganga eftir Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagðist heilbrigðisráðherra bíða minnisblaðs frá sóttvarnalækni um stöðu faraldursins, sem sé viðráðanleg á heilbrigðisstofnunum, og því ætti áætlun stjórnvalda að ganga eftir. Um tvö þúsund og fjögur hundruð greindust með kórónuveiruna í gær og 52 eru á spítala, þar af tveir á gjörgæslu. Sýnatökur við landamærin verða lagðar niður við afléttingu. „Það er svona kannski í samræmi við þróunina hjá öðrum þjóðum og einfalda þetta bara og þegar útbreiðsla smita er jafn mikil og raun ber vitni innanlands þá er ekki ástæða til að vera með aðrar ráðstafanir á landamærunum,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Miklar takmarkanir hafa verið á starfsemi skemmti- og veitingastaða í gegnum faraldurinn. Skemmtistöðum hefur ýmist verið gert að loka eða opnunartími þeirra skertur allverulega. Geoffrey Huntington-Williams, eigandi Priksins, segir marga veitingamenn fagna þeim afléttingum sem eru væntanlegar. „Hver klukkutími í þessum bransa er frekar veigamikill þegar þú ert veitingamaður og við erum mjög ánægðir að fá heila þrjá og hálfan tíma strax,“ segir Geoffrey en eins og staðan er núna er þessum stöðum gert að loka á miðnætti og þurfa allir gestir að vera farnir út fyrir klukkan eitt. Ánægðir með að fá tíma til að undirbúa sig Auk þess sem veitingamenn fagna þeim afléttingum sem væntanlega verða kynntar fyrir helgi segir Geoffrey þá þakkláta fyrir að fá tíma til að undirbúa sig. „Við erum mjög ánægð með það að fá tíma til þess að undirbúa, við höfum tekið mörgum breytingum undanfarin tvö ár á hlaupum svolítið, við höfum fengið að vita í hádeginu á föstudegi hvernig staðan verði þá á föstudagskvöldið eða föstudagsnóttunni,“ segir Geoffrey. „Það að fá þetta inn á þriðjudegi jafnvel miðvikudegi fyrir helgi er náttúrulega bara æðislegt,“ segir hann enn fremur og bætir við að þá sé hægt að manna vaktir og birgja staðinn vel upp. Sjálfur á Geoffrey von á að stemningin um helgina verði mjög góð. „Við byrjum kvöldið á tónleikum og endum á plötusnúðasetti eins og vaninn er hérna á Prikinu. Ljósin sveiflast og fjörið verður mikið að vanda,“ segir Geoffrey. Ætlun stjórnvalda ætti að ganga eftir Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagðist heilbrigðisráðherra bíða minnisblaðs frá sóttvarnalækni um stöðu faraldursins, sem sé viðráðanleg á heilbrigðisstofnunum, og því ætti áætlun stjórnvalda að ganga eftir. Um tvö þúsund og fjögur hundruð greindust með kórónuveiruna í gær og 52 eru á spítala, þar af tveir á gjörgæslu. Sýnatökur við landamærin verða lagðar niður við afléttingu. „Það er svona kannski í samræmi við þróunina hjá öðrum þjóðum og einfalda þetta bara og þegar útbreiðsla smita er jafn mikil og raun ber vitni innanlands þá er ekki ástæða til að vera með aðrar ráðstafanir á landamærunum,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira