Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. febrúar 2022 06:39 Rússneskir skriðdrekar í Roskov, nærri landamærum Úkraínu. EPA/YURI KOCHETKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. Uppfært 16:50 Ráðamenn víða um heim hafa í dag fordæmt það að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk og sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamæri ríkisins. Þjóðverjar riðu á vaðið í dag þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Bandaríkjamenn og aðrir hafa lengi verið gagnrýnir á þessar ætlanir Þjóðverja og Rússa á þeim grundvelli að leiðslan gerði Evrópu háða Rússum og að hún myndi auka völd Rússlands í Evrópu. Vilja formleg landamæri héraðanna Margir telja innrás „friðargæsluliðanna“ aðeins fyrsta skref í nýrri innrás Rússa í Úkraínu. Næst muni stjórnvöld í Kreml senda luhönskum og donetskum uppreisnarmönnum vopn og stuðning, sem muni aðeins dýpka gjána milli Rússa og vesturvelda. Sjá einnig: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Ráðamenn í Rússlandi höfðu fyrr í dag verið tvísaga um hvaða landamæri Luhansk og Dontesk Pútín og rússneska þingið hafi í raun samþykkt í gær. Ekki er ljóst hvort sjálfstæðisyfirlýsingarnar nái yfir núverandi landamæri aðskilnaðarsinna og Úkraínuhers eða formlegra landamæra. Eftir að aðskilnaðarsinnar tóku völdin í héruðunum árið 2014, tókst her Úkraínu að ná stórum hlutum þeirra til baka og þjarma þétt að aðskilnaðarsinnum. Hinum síðarnefndu tókst þó, með aðstoð Rússa, að stöðva sókn Úkraínuhers. Síðan þá hafa víglínurnar í Luhansk og Donetsk verið að mestu þær sömu. Úkraínuher stjórnar stórum svæðum innan formlegra landamæra Luhansk og Donetsk og þar eru fjölmennar borgir. ISW s map by @georgewbarros https://t.co/CsumfkZP6s pic.twitter.com/5OwnYMSflm— Jennifer Cafarella (@JennyCafarella) February 22, 2022 Í ávarpi sem Pútín hélt á fimmta tímanum í dag sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna ættu að fylgja formlegum landamærum héraðanna. Þá lagði Pútín til að ráðamenn í Úkraínu hættu að reyna að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið og lýstu yfir hlutleysi. Fordæmdi aðgerðir Rússa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur fordæmt aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. Russia‘s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine‘s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Í dag höfum við fylgst með gangi mála í Úkraínu í vaktinni hér að neðan og mun það halda áfram í kvöld.
Uppfært 16:50 Ráðamenn víða um heim hafa í dag fordæmt það að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk og sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamæri ríkisins. Þjóðverjar riðu á vaðið í dag þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Bandaríkjamenn og aðrir hafa lengi verið gagnrýnir á þessar ætlanir Þjóðverja og Rússa á þeim grundvelli að leiðslan gerði Evrópu háða Rússum og að hún myndi auka völd Rússlands í Evrópu. Vilja formleg landamæri héraðanna Margir telja innrás „friðargæsluliðanna“ aðeins fyrsta skref í nýrri innrás Rússa í Úkraínu. Næst muni stjórnvöld í Kreml senda luhönskum og donetskum uppreisnarmönnum vopn og stuðning, sem muni aðeins dýpka gjána milli Rússa og vesturvelda. Sjá einnig: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Ráðamenn í Rússlandi höfðu fyrr í dag verið tvísaga um hvaða landamæri Luhansk og Dontesk Pútín og rússneska þingið hafi í raun samþykkt í gær. Ekki er ljóst hvort sjálfstæðisyfirlýsingarnar nái yfir núverandi landamæri aðskilnaðarsinna og Úkraínuhers eða formlegra landamæra. Eftir að aðskilnaðarsinnar tóku völdin í héruðunum árið 2014, tókst her Úkraínu að ná stórum hlutum þeirra til baka og þjarma þétt að aðskilnaðarsinnum. Hinum síðarnefndu tókst þó, með aðstoð Rússa, að stöðva sókn Úkraínuhers. Síðan þá hafa víglínurnar í Luhansk og Donetsk verið að mestu þær sömu. Úkraínuher stjórnar stórum svæðum innan formlegra landamæra Luhansk og Donetsk og þar eru fjölmennar borgir. ISW s map by @georgewbarros https://t.co/CsumfkZP6s pic.twitter.com/5OwnYMSflm— Jennifer Cafarella (@JennyCafarella) February 22, 2022 Í ávarpi sem Pútín hélt á fimmta tímanum í dag sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna ættu að fylgja formlegum landamærum héraðanna. Þá lagði Pútín til að ráðamenn í Úkraínu hættu að reyna að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið og lýstu yfir hlutleysi. Fordæmdi aðgerðir Rússa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur fordæmt aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. Russia‘s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine‘s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Í dag höfum við fylgst með gangi mála í Úkraínu í vaktinni hér að neðan og mun það halda áfram í kvöld.
Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Bretland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Átök í Úkraínu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Sjá meira