Ósamþykkt 16 fermetra „íbúð“ á 17 og hálfa milljón Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2022 13:24 Íbúðin er að verulegu leyti undir súð og þurfa menn ekki að vera mjög hávaxnir ef þeir ætla að standa uppréttir við eldamennskuna. Svo virðist sem einskonar sturlun hafi gripið um sig á fasteignamarkaði og er slegist um eignir. Fasteignasali til 32 ára segist aldrei hafa séð annað eins. Nýlega birtist fasteignaauglýsing á Vísi sem hefur fengið fólk til að reka upp stór augu: „Nönnugata 1, 101 Reykjavík17.500.000 kr. 15,9 m², fjölbýlishús, 1 herbergi Eignamiðlun kynnir: Nönnugata 1, 15,9 fm 1 herb.ósamþykkt íbúð á 2.hæð í að sjá góðu húsi á frábærum stað í miðborginni. Talsvert yfirfarin eign, stúdíóíbúð með eldhús, stofu/ svefnherbergi, snyrtingu og fl. sérgeymsla í sameign. Nýl. gluggar að hluta, nýl yfirfarnar skolplagnir.“ Þessi auglýsing er til umræðu á samfélagsmiðlum: „Fermeterinn á 1.166.000 kr í 94 ára gömlu húsi, þar sem málshefjandi getur nær örugglega ekki staðið uppréttur við eldhúsvaskinn. Hvert erum við eiginlega komin?“ Í umsögn í fasteignaauglýsingunni kemur fram að gólfflötur sé rúmlega sex fermetrum stærri en það sem mælist undir 1,80 í lofthæð og því megi segja að um sér að ræða 22 fermetra. En eignin skiptist í stofu/svefnherbergi, eldhús og snyrtingu og sameiginlegt baðherbergi framan við inngang.“ Þegar komin tilboð í eignina Þórarinn M. Friðgeirsson fasteignasali segir í samtali við Vísi að sú aðstaða sé eingöngu nýtt af þeim sem tilheyra íbúðinni sem til sölu er. Vísir hefur fjallað um ófremdarástand á fasteignamarkaði. Má þetta heita eðlileg verðlagning á þessari tilteknu eign? Því ræður væntanlega markaðurinn. Að sögn Þórarins liggja ekki enn fyrir tilboð nálægt uppsettu verði. „En ég hef verið að fá tilboð, það er ekkert til á markaðinum og þetta virðist raunin; menn eru komnir í hátt í milljón á fermeter á minnstu íbúðunum. Við eigum eftir að sjá hvað þetta selst á en ég hef grun um að þetta fari ekki á mikil lægra. Ég hef verið að sýna þetta talsvert mikið.“ Þórarinn segist hafa heyrt talað um dæmi þess efnis að eitt herbergi hafi selst á 10 til 12 milljónir. En þetta sé íbúð; stofa og svefnrými. Rýkur allt út? „Nei, ekki allt en það er góður gangur í öllu sem maður fær til sölu. Ég hef verið í þessum bransa 32 ár og ég man aldrei annað eins hvað varðar takmarkað framboð á eignum. Og ég hef upplifað hæðir og lægðir.“ Slegist um nánast hvaða eign sem er Erum við þá að tala um einhvers konar sturlunarástand? „Já, eða bara sem dæmi. Ég var með íbúð í sölu fyrir mánuði síðan. Það mættu 85 á opið hús. Þetta er íbúð í miðborginni. Hún endaði í nokkrum milljónum yfir ásettu verði. Ég fékk sex tilboð en gat sagt strax við fólk, en það voru um 10 til 12 önnur tilboð á leiðinni, að það væri komið miklu hærra tilboð en ásett. Þá bakkaði fólk út.“ Þórarinn segir það altalað meðal fasteignasala nú að það þyki hreinlega eitthvað skrýtið ef eign selst ekki út á eina auglýsingu, eins og hann orðar það. Þá fari menn að spyrja sig hvort það sé eitthvað að? „Markaðurinn er orðinn furðulegur. Fólk ætti að gefa sér tíma í að selja, að öllu jöfnu. Þetta er skrítið ástand. Menn geta baunað á borgina og sagt það vanti þetta og hitt en vandamálið er að ekki er verið að byggja fyrir fyrstu kaupendur. Það liggur fyrir. Við þurfum að byggja Hraunbæinn aftur, það þarf nýtt svoleiðis hverfi, þar sem eru íbúðir hæfilega stórar.“ Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Nýlega birtist fasteignaauglýsing á Vísi sem hefur fengið fólk til að reka upp stór augu: „Nönnugata 1, 101 Reykjavík17.500.000 kr. 15,9 m², fjölbýlishús, 1 herbergi Eignamiðlun kynnir: Nönnugata 1, 15,9 fm 1 herb.ósamþykkt íbúð á 2.hæð í að sjá góðu húsi á frábærum stað í miðborginni. Talsvert yfirfarin eign, stúdíóíbúð með eldhús, stofu/ svefnherbergi, snyrtingu og fl. sérgeymsla í sameign. Nýl. gluggar að hluta, nýl yfirfarnar skolplagnir.“ Þessi auglýsing er til umræðu á samfélagsmiðlum: „Fermeterinn á 1.166.000 kr í 94 ára gömlu húsi, þar sem málshefjandi getur nær örugglega ekki staðið uppréttur við eldhúsvaskinn. Hvert erum við eiginlega komin?“ Í umsögn í fasteignaauglýsingunni kemur fram að gólfflötur sé rúmlega sex fermetrum stærri en það sem mælist undir 1,80 í lofthæð og því megi segja að um sér að ræða 22 fermetra. En eignin skiptist í stofu/svefnherbergi, eldhús og snyrtingu og sameiginlegt baðherbergi framan við inngang.“ Þegar komin tilboð í eignina Þórarinn M. Friðgeirsson fasteignasali segir í samtali við Vísi að sú aðstaða sé eingöngu nýtt af þeim sem tilheyra íbúðinni sem til sölu er. Vísir hefur fjallað um ófremdarástand á fasteignamarkaði. Má þetta heita eðlileg verðlagning á þessari tilteknu eign? Því ræður væntanlega markaðurinn. Að sögn Þórarins liggja ekki enn fyrir tilboð nálægt uppsettu verði. „En ég hef verið að fá tilboð, það er ekkert til á markaðinum og þetta virðist raunin; menn eru komnir í hátt í milljón á fermeter á minnstu íbúðunum. Við eigum eftir að sjá hvað þetta selst á en ég hef grun um að þetta fari ekki á mikil lægra. Ég hef verið að sýna þetta talsvert mikið.“ Þórarinn segist hafa heyrt talað um dæmi þess efnis að eitt herbergi hafi selst á 10 til 12 milljónir. En þetta sé íbúð; stofa og svefnrými. Rýkur allt út? „Nei, ekki allt en það er góður gangur í öllu sem maður fær til sölu. Ég hef verið í þessum bransa 32 ár og ég man aldrei annað eins hvað varðar takmarkað framboð á eignum. Og ég hef upplifað hæðir og lægðir.“ Slegist um nánast hvaða eign sem er Erum við þá að tala um einhvers konar sturlunarástand? „Já, eða bara sem dæmi. Ég var með íbúð í sölu fyrir mánuði síðan. Það mættu 85 á opið hús. Þetta er íbúð í miðborginni. Hún endaði í nokkrum milljónum yfir ásettu verði. Ég fékk sex tilboð en gat sagt strax við fólk, en það voru um 10 til 12 önnur tilboð á leiðinni, að það væri komið miklu hærra tilboð en ásett. Þá bakkaði fólk út.“ Þórarinn segir það altalað meðal fasteignasala nú að það þyki hreinlega eitthvað skrýtið ef eign selst ekki út á eina auglýsingu, eins og hann orðar það. Þá fari menn að spyrja sig hvort það sé eitthvað að? „Markaðurinn er orðinn furðulegur. Fólk ætti að gefa sér tíma í að selja, að öllu jöfnu. Þetta er skrítið ástand. Menn geta baunað á borgina og sagt það vanti þetta og hitt en vandamálið er að ekki er verið að byggja fyrir fyrstu kaupendur. Það liggur fyrir. Við þurfum að byggja Hraunbæinn aftur, það þarf nýtt svoleiðis hverfi, þar sem eru íbúðir hæfilega stórar.“
„Nönnugata 1, 101 Reykjavík17.500.000 kr. 15,9 m², fjölbýlishús, 1 herbergi Eignamiðlun kynnir: Nönnugata 1, 15,9 fm 1 herb.ósamþykkt íbúð á 2.hæð í að sjá góðu húsi á frábærum stað í miðborginni. Talsvert yfirfarin eign, stúdíóíbúð með eldhús, stofu/ svefnherbergi, snyrtingu og fl. sérgeymsla í sameign. Nýl. gluggar að hluta, nýl yfirfarnar skolplagnir.“ Þessi auglýsing er til umræðu á samfélagsmiðlum: „Fermeterinn á 1.166.000 kr í 94 ára gömlu húsi, þar sem málshefjandi getur nær örugglega ekki staðið uppréttur við eldhúsvaskinn. Hvert erum við eiginlega komin?“
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira