Unnusti Þróttarakonu sektaður um milljón fyrir að skoða símann í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 11:01 TJ Watt og Dani Rhodes sjást hér saman á verðlaunahátíð NFL-deildarinnar. AP/Marcio Jose Sanchez Sektarreglur NFL-deildarinnar eru ekkert lamb að leika sér við og leikmenn geta verið fljótir að missa pening út af reikningum sínum fylgi þeir ekki reglunum. Gott dæmi um þetta er sektin sem besti varnarmaður tímabilsins, T.J. Watt, fékk á dögunum. T.J. Watt er með sterka Íslandstengingu því hann bað unnustu sinnar Dani Rhodes áður en hún flaug til Íslands til að spila með Þrótturum í Pepsi Max deild kvenna. Rhodes hjálpaði Þróttaraliðinu að ná sínum besta árangri frá upphafi í deildinni og komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Watt átti frábært tímabil með Pittsburgh Steelers liðnu og endaði á því að jafna metið yfir flestar leikstjórnandafellur á einu tímabili. Það met tengist síðan sektinni sem Watt fékk löngu eftir tímabilið. Í lokaleiknum ákvað NFL fyrst að taka af honum eina felluna þannig að hann var ekki búinn að jafna met Michael Strahan fyrr en hann náði annarri fellu seinna í leiknum. Í viðtali í The Dan Patrick show grínaðist Watt með það að hafa skoðað símann sinn í hálfleik til að athuga hvort hann væri búinn að ná metinu. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) „Ég sagði í gríni að ég hefði skoðað símann minn í hálfleik í Baltimore leiknum en NFL tók því bókstaflega og sektaði mig um tíu þúsund dali,“ sagði T.J. Watt í viðtali hjá Pro Football Talk. „Þetta er einn af þessum hlutum sem eru ekki leyfðir. Ég má ekki vera með símann á mér níutíu mínútum fyrir leik, á meðan honum stendur eða í hálfleik,“ sagði Watt. Tíu þúsund Bandaríkjadalir eru 1,2 milljónir íslenskra króna. T.J. Watt var reyndar að ganga frá nýjum samningi síðasta haust þar sem hann fær meira en 112 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að borga sektina. WATT. A. SEASON. FOR. T.J.#NFLHonors on ABC & NFL Network pic.twitter.com/bA4uQiL6DP— Pittsburgh Steelers (@steelers) February 11, 2022 NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Gott dæmi um þetta er sektin sem besti varnarmaður tímabilsins, T.J. Watt, fékk á dögunum. T.J. Watt er með sterka Íslandstengingu því hann bað unnustu sinnar Dani Rhodes áður en hún flaug til Íslands til að spila með Þrótturum í Pepsi Max deild kvenna. Rhodes hjálpaði Þróttaraliðinu að ná sínum besta árangri frá upphafi í deildinni og komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Watt átti frábært tímabil með Pittsburgh Steelers liðnu og endaði á því að jafna metið yfir flestar leikstjórnandafellur á einu tímabili. Það met tengist síðan sektinni sem Watt fékk löngu eftir tímabilið. Í lokaleiknum ákvað NFL fyrst að taka af honum eina felluna þannig að hann var ekki búinn að jafna met Michael Strahan fyrr en hann náði annarri fellu seinna í leiknum. Í viðtali í The Dan Patrick show grínaðist Watt með það að hafa skoðað símann sinn í hálfleik til að athuga hvort hann væri búinn að ná metinu. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) „Ég sagði í gríni að ég hefði skoðað símann minn í hálfleik í Baltimore leiknum en NFL tók því bókstaflega og sektaði mig um tíu þúsund dali,“ sagði T.J. Watt í viðtali hjá Pro Football Talk. „Þetta er einn af þessum hlutum sem eru ekki leyfðir. Ég má ekki vera með símann á mér níutíu mínútum fyrir leik, á meðan honum stendur eða í hálfleik,“ sagði Watt. Tíu þúsund Bandaríkjadalir eru 1,2 milljónir íslenskra króna. T.J. Watt var reyndar að ganga frá nýjum samningi síðasta haust þar sem hann fær meira en 112 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að borga sektina. WATT. A. SEASON. FOR. T.J.#NFLHonors on ABC & NFL Network pic.twitter.com/bA4uQiL6DP— Pittsburgh Steelers (@steelers) February 11, 2022
NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira