Unnusti Þróttarakonu sektaður um milljón fyrir að skoða símann í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 11:01 TJ Watt og Dani Rhodes sjást hér saman á verðlaunahátíð NFL-deildarinnar. AP/Marcio Jose Sanchez Sektarreglur NFL-deildarinnar eru ekkert lamb að leika sér við og leikmenn geta verið fljótir að missa pening út af reikningum sínum fylgi þeir ekki reglunum. Gott dæmi um þetta er sektin sem besti varnarmaður tímabilsins, T.J. Watt, fékk á dögunum. T.J. Watt er með sterka Íslandstengingu því hann bað unnustu sinnar Dani Rhodes áður en hún flaug til Íslands til að spila með Þrótturum í Pepsi Max deild kvenna. Rhodes hjálpaði Þróttaraliðinu að ná sínum besta árangri frá upphafi í deildinni og komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Watt átti frábært tímabil með Pittsburgh Steelers liðnu og endaði á því að jafna metið yfir flestar leikstjórnandafellur á einu tímabili. Það met tengist síðan sektinni sem Watt fékk löngu eftir tímabilið. Í lokaleiknum ákvað NFL fyrst að taka af honum eina felluna þannig að hann var ekki búinn að jafna met Michael Strahan fyrr en hann náði annarri fellu seinna í leiknum. Í viðtali í The Dan Patrick show grínaðist Watt með það að hafa skoðað símann sinn í hálfleik til að athuga hvort hann væri búinn að ná metinu. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) „Ég sagði í gríni að ég hefði skoðað símann minn í hálfleik í Baltimore leiknum en NFL tók því bókstaflega og sektaði mig um tíu þúsund dali,“ sagði T.J. Watt í viðtali hjá Pro Football Talk. „Þetta er einn af þessum hlutum sem eru ekki leyfðir. Ég má ekki vera með símann á mér níutíu mínútum fyrir leik, á meðan honum stendur eða í hálfleik,“ sagði Watt. Tíu þúsund Bandaríkjadalir eru 1,2 milljónir íslenskra króna. T.J. Watt var reyndar að ganga frá nýjum samningi síðasta haust þar sem hann fær meira en 112 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að borga sektina. WATT. A. SEASON. FOR. T.J.#NFLHonors on ABC & NFL Network pic.twitter.com/bA4uQiL6DP— Pittsburgh Steelers (@steelers) February 11, 2022 NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Sjá meira
Gott dæmi um þetta er sektin sem besti varnarmaður tímabilsins, T.J. Watt, fékk á dögunum. T.J. Watt er með sterka Íslandstengingu því hann bað unnustu sinnar Dani Rhodes áður en hún flaug til Íslands til að spila með Þrótturum í Pepsi Max deild kvenna. Rhodes hjálpaði Þróttaraliðinu að ná sínum besta árangri frá upphafi í deildinni og komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Watt átti frábært tímabil með Pittsburgh Steelers liðnu og endaði á því að jafna metið yfir flestar leikstjórnandafellur á einu tímabili. Það met tengist síðan sektinni sem Watt fékk löngu eftir tímabilið. Í lokaleiknum ákvað NFL fyrst að taka af honum eina felluna þannig að hann var ekki búinn að jafna met Michael Strahan fyrr en hann náði annarri fellu seinna í leiknum. Í viðtali í The Dan Patrick show grínaðist Watt með það að hafa skoðað símann sinn í hálfleik til að athuga hvort hann væri búinn að ná metinu. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) „Ég sagði í gríni að ég hefði skoðað símann minn í hálfleik í Baltimore leiknum en NFL tók því bókstaflega og sektaði mig um tíu þúsund dali,“ sagði T.J. Watt í viðtali hjá Pro Football Talk. „Þetta er einn af þessum hlutum sem eru ekki leyfðir. Ég má ekki vera með símann á mér níutíu mínútum fyrir leik, á meðan honum stendur eða í hálfleik,“ sagði Watt. Tíu þúsund Bandaríkjadalir eru 1,2 milljónir íslenskra króna. T.J. Watt var reyndar að ganga frá nýjum samningi síðasta haust þar sem hann fær meira en 112 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að borga sektina. WATT. A. SEASON. FOR. T.J.#NFLHonors on ABC & NFL Network pic.twitter.com/bA4uQiL6DP— Pittsburgh Steelers (@steelers) February 11, 2022
NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Sjá meira