Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 22:00 Páley hefur ekki viljað tjá sig um málið. vísir/vilhelm/sigurjón Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. „Í hvaða heimi lifum við þar sem þetta getur gerst fyrir framan nefið á okkur?“ spurði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, á mótmælafundi í dag. Fréttastofa var á svæðinu og ræddi meðal annars við Kristinn og einn blaðamannanna sem hefur réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Fjallað var um mótmælin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan hvernig andrúmsloftið var á Austurvelli í dag. Neðst í fréttinni er síðan að finna ræðu Kristins á mótmælafundinum í heild sinni. Á fjórða hundrað manns var mætt á mótmælin á Austurvelli. „Það er mjög merkilegt að sjá með svona afgerandi hætti hvað fólk er tilbúið að koma út í frost og nístingskulda til að standa með prinsippinu sem blaðamennska og frjáls fjölmiðlun og tjáningarfrelsið er,“ sagði Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, sem er einn þeirra fjögurra sem lögregla hefur boðað í skýrslutöku. Eitt af fyrstu merkjum fasismans Kristinn flutti þrumuræðu á mótmælafundinum í dag. Hann telur ljóst að lögreglan sé að reyna að þagga niður í blaðamönnum með rannsókn sinni. „Og hvaða merki er það? Það er eitt af fyrstu merkjum þegar fasisminn fer að bæla á sér í samfélaginu. Þegar menn fara að kæfa niður lýðræðið þá fara þeir alltaf fyrst í blaðamennskuna og blaðamennina svo að enginn sé til að segja frá,“ sagði Kristinn í ræðu sinni. Kristinn efast ekki um að Samherjamenn hafi sterk tengsl við lögregluna á Norðurlandi eystra og skýtur föstum skotum að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra: „Ég get ekki sagt annað en það að lögreglustýran nyrðra er gengin í björg með samherjamönnum. Hún er beisikklí gengin í lið með skæruliðadeild Samherja í þessu máli,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu eftir mótmælafundinn. Hér má sjá ræðu Kristins frá því í dag í heild sinni: Fjölmiðlar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
„Í hvaða heimi lifum við þar sem þetta getur gerst fyrir framan nefið á okkur?“ spurði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, á mótmælafundi í dag. Fréttastofa var á svæðinu og ræddi meðal annars við Kristinn og einn blaðamannanna sem hefur réttarstöðu sakbornings í rannsókninni. Fjallað var um mótmælin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan hvernig andrúmsloftið var á Austurvelli í dag. Neðst í fréttinni er síðan að finna ræðu Kristins á mótmælafundinum í heild sinni. Á fjórða hundrað manns var mætt á mótmælin á Austurvelli. „Það er mjög merkilegt að sjá með svona afgerandi hætti hvað fólk er tilbúið að koma út í frost og nístingskulda til að standa með prinsippinu sem blaðamennska og frjáls fjölmiðlun og tjáningarfrelsið er,“ sagði Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, sem er einn þeirra fjögurra sem lögregla hefur boðað í skýrslutöku. Eitt af fyrstu merkjum fasismans Kristinn flutti þrumuræðu á mótmælafundinum í dag. Hann telur ljóst að lögreglan sé að reyna að þagga niður í blaðamönnum með rannsókn sinni. „Og hvaða merki er það? Það er eitt af fyrstu merkjum þegar fasisminn fer að bæla á sér í samfélaginu. Þegar menn fara að kæfa niður lýðræðið þá fara þeir alltaf fyrst í blaðamennskuna og blaðamennina svo að enginn sé til að segja frá,“ sagði Kristinn í ræðu sinni. Kristinn efast ekki um að Samherjamenn hafi sterk tengsl við lögregluna á Norðurlandi eystra og skýtur föstum skotum að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra: „Ég get ekki sagt annað en það að lögreglustýran nyrðra er gengin í björg með samherjamönnum. Hún er beisikklí gengin í lið með skæruliðadeild Samherja í þessu máli,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu eftir mótmælafundinn. Hér má sjá ræðu Kristins frá því í dag í heild sinni:
Fjölmiðlar Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira