Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík Sæbjörn Steinke skrifar 17. febrúar 2022 22:59 Arnar Guðjónsson segir að KR-ingar eigi það til að hópast að dómurunum þegar illa gengur. Vísir/Bára „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. Stjarnan leiddi með nítján stigum í hálfleik en KR náði að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik með því að minnka muninn. Átta leikmenn spiluðu hjá Stjörnunni í dag, þrír leikmenn voru fjarri góðu gamni og spilaði Kristján Fannar Ingólfsson þokkalega stórt hlutverk sem áttundi maður í kvöld. Arnar hrósaði Kristjáni, sem fæddur er árið 2005, sérstaklega í viðtalinu. „Ég var með átta hörkuleikmenn í dag, ég ætla ekki að kvarta yfir því. Kristján er efnilegur leikmaður sem við sjáum að eigi að spila sig í stærra hlutverk ef hann heldur rétt á spöðunum á næstu árum. Við horfum í að hann geti orðið einn af okkar burðarstólpum í framtíðinni, hann átti allt í lagi leik í dag og við höfum trú á þessum strák. Ég hefði getað spilað á sjö leikmönnum en ég spilaði á átta því ég hef trú á honum.“ Undir lok fyrir hálfleiks varð hiti í húsinu þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti en datt á auglýsingaskilti fyrir aftan körfuna. Hann virtist fá smá snertingu frá Tómasi Þórði Hilmarssyni en ekkert var dæmt og við það voru KR-ingar mjög ósáttir. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið villa en miðað við viðbrögðin hjá Helga [þjálfara KR] þá er þetta örugglega villa. Svo verður einhver hiti og það er ekki í fyrsta sinn sem ég sé KR beita þessari taktík þar sem þeir fara maður í mann á alla dómarana og gelta svolítið hressilega. Það er venjan hjá þeim þegar illa gengur í fyrri hálfleik og ekkert óvænt,“ sagði Arnar. Að lokum sagði hann að markmiðið eftir þennan leik væri að vinna næsta leik og alla leikina sem eftir væru, flóknara væri það ekki. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. KR Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Stjarnan leiddi með nítján stigum í hálfleik en KR náði að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik með því að minnka muninn. Átta leikmenn spiluðu hjá Stjörnunni í dag, þrír leikmenn voru fjarri góðu gamni og spilaði Kristján Fannar Ingólfsson þokkalega stórt hlutverk sem áttundi maður í kvöld. Arnar hrósaði Kristjáni, sem fæddur er árið 2005, sérstaklega í viðtalinu. „Ég var með átta hörkuleikmenn í dag, ég ætla ekki að kvarta yfir því. Kristján er efnilegur leikmaður sem við sjáum að eigi að spila sig í stærra hlutverk ef hann heldur rétt á spöðunum á næstu árum. Við horfum í að hann geti orðið einn af okkar burðarstólpum í framtíðinni, hann átti allt í lagi leik í dag og við höfum trú á þessum strák. Ég hefði getað spilað á sjö leikmönnum en ég spilaði á átta því ég hef trú á honum.“ Undir lok fyrir hálfleiks varð hiti í húsinu þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti en datt á auglýsingaskilti fyrir aftan körfuna. Hann virtist fá smá snertingu frá Tómasi Þórði Hilmarssyni en ekkert var dæmt og við það voru KR-ingar mjög ósáttir. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið villa en miðað við viðbrögðin hjá Helga [þjálfara KR] þá er þetta örugglega villa. Svo verður einhver hiti og það er ekki í fyrsta sinn sem ég sé KR beita þessari taktík þar sem þeir fara maður í mann á alla dómarana og gelta svolítið hressilega. Það er venjan hjá þeim þegar illa gengur í fyrri hálfleik og ekkert óvænt,“ sagði Arnar. Að lokum sagði hann að markmiðið eftir þennan leik væri að vinna næsta leik og alla leikina sem eftir væru, flóknara væri það ekki. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KR Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik