„Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 21:00 Þau Hreimur og Tobba eru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi. Hreimur Örn Heimisson hefur verið einn ástsælasti tónlistarmaður landsins síðan hann hóf ferilinn með hljómsveitinni Landi og sonum árið 1997. Í dag 25 árum seinna, er Hreimur enn í fullu fjöri í músíkinni en rekur samhliða henni heildsöluna Hr. Jón. Hans betri helmingur, Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir eða Tobba, starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún er nú loksins komin á fullt í fluginu aftur eftir að hafa misst vinnuna í heimsfaraldrinum eins og svo margir aðrir. Þau Hreimur og Tobba voru gestir í 44. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Gladdist þegar Tobba mætti á sveitaballið „Í rauninni kynnumst við í grunnskóla og í raun aðeins fyrr því pabbar okkar unnu saman,“ segir Hreimur. Hann var sautján ára gamall og Tobba ekki nema fjórtán ára þegar þau fóru fyrst að vera saman. „Hún vildi nú ekkert með mig hafa svona fyrst um sinn. Alltaf þegar ég var farinn að gefa upp vonina og fór að snúa mér eitthvert annað, þá kannski kom svona frá henni: Hvað segirðu eigum við ekki að koma og gera eitthvað?“ Hreimur segir frá einu eftirminnilegu augnabliki sem átti sér stað á réttarballi á Hellu árið 1997. „Það var svona þá sem ég áttaði mig á því að líklega gæti þetta orðið eitthvað. Hún var í salnum og ég var svo geðveikt spenntur og glaður yfir því að hún skyldi hafa mætt.“ Saman í gegnum poppstjörnuævintýrið Þrátt fyrir að hafa verið þetta ung þegar þau byrjuðu fyrst saman, tóku þau sér nokkur hlé og miða þau sambandsafmæli sitt við árið 2000. Á þessum tíma voru vinsældir hljómsveitarinnar Land og synir í hámarki og segir Tobba það hafa aðlagast ágætlega að vera allt í einu að deita einn vinsælasta poppara landsins. „Auðvitað fannst mér þetta ekkert alltaf gaman þarna til að byrja með. Þetta er allt öðruvísi í dag. Hann er ekkert eins mikið í burtu. Hann er meira að skreppa í einhverja svona styttri spilamennsku. Þetta eru ekkert lengur heilu helgarnar, eða sjaldan,“ segir Tobba. Hljómsveitin starfaði til ársins 2011. Hún kom aftur saman til þess að spila á Þjóðhátíð árið 2015 en hefur legið í dvala síðan. Hreimur og Tobba hafa verið saman frá því þau voru unglingar. Ólík en vega hvort annað upp „Við erum frekar ólík að upplagi en við vegum hvort annað mjög vel upp. Ég er svona jarðbundin, Hreimur stekkur svolítið úr einu í annað. Ég næ að halda honum á jörðinni og hann nær að draga mig upp í ýmislegt,“ segir Tobba. Þeirra helsta sameiginlega áhugamál er hreyfing og þá helst hlaup og fara þau reglulega út að hlaupa saman. „Hann er bara svolítið hraðari en ég og það fer rosalega í taugarnar á mér ef hann er búinn að hlaupa aðeins hraðar en ég og hann er að taka armbeygjur á meðan hann er að bíða eftir mér. Ég á svolítið erfitt með það.“ Hreimur segir hins vegar að hlaupin með Tobbu séu eitt það besta sem hann geri. „Ég á það til að hlaupa of hratt og það gagnast mér ekkert endilega. Hún hægir á mér og ég hleyp alltaf fyrir aftan hana, þannig það er frábært útsýni fyrir mig.“ Setur markið hátt fyrir hina eiginmennina Þau segjast bæði vera rómantísk, en Tobba segir Hreim þó vera rómantískari aðilann í sambandinu. „Hann er svo þjónustulundaður og hann er bara voða mjúkur maður,“ segir Tobba. Hún segir til dæmis frá því hvernig Hreimur dekraði við hana þegar hún lá rúmliggjandi nýlega þegar hún smitaðist af Covid. Þá tók Hreimur sig til og lærði meðal annars að gera avókadóbrauð. „Ég var að senda myndir á vinkonur mínar og ég veit að eiginmenn þeirra voru ekkert rosa glaðir með þetta. Þeir hugsuðu bara: Guð minn góður nú, er Hreimur búinn að setja markið hátt!“ Þau Hreimur og Tobba giftu sig árið 2007 og eiga þau saman þrjú börn. Þau njóta þess að ferðast tvö saman en segjast gera lítið af því á meðan börnin þeirra eru ennþá ung. „Við getum ekkert alltaf bara skroppið frá til útlanda þegar okkur hentar, af því við höfum ekki haft mikla pössun. Við höfum svolítið bara þurft að finna út úr þessu.“ Þau segja frá atviki þegar Hreimur bókaði sig óvart í gigg á Spáni á sama tíma og Tobba átti bókaða fertugsferð til Tenerife með vinkonum sínum. „Þá voru góð ráð dýr og ég þurfti bara að fljúga mömmu minni heim frá Noregi til þess að passa fyrir okkur. Þannig þetta var bara rándýrt frí,“ segir Hreimur. Þeirra helsta sameiginlega áhugamál er hreyfing og þá helst hlaup og fara þau reglulega út að hlaupa saman. „Ég sá Tobbu mína bara í öðru ljósi eftir þetta“ Í þættinum segir Hreimur frá einu af sínum uppáhaldsaugnablikum úr þeirra sambandstíð. Það var þegar Tobba var að fara fæða þeirra þriðja barn og Hreimur fékk að fara ofan í baðkarið á fæðingardeildinni með henni. „Ég sit svona undir henni og er að reyna hjálpa henni og ég held í hana. Þá kemur rembingur og Kári kemur út. Ég varð svo agndofa yfir aflinu. Ég sá bara Tobbu mína í öðru ljósi eftir þetta, því ég fann átökin. Höggbylgjan þegar drengurinn kemur út ... Ég féll í stafi bara. Ég trúði ekki þessum kraft sem þurfti í þetta.“ Kviknaði í hárinu á Tobbu á tónleikum Í þættinum segja þau einnig frá óheppilegu atviki sem átti sér stað eitt kvöldið þegar Land og synir voru að spila á Gauk á Stöng um aldamótin. „Ég var búin að gera mig svaka fína og spreyja hárspreyi í allt hárið og svona,“ segir Tobba. „Þetta var á þeim tíma sem mátti reykja inni og það var búið að kveikja á kertum út um allt,“ bætir Hreimur við. Þegar leið á kvöldið fóru vinkonur Tobbu heim af ballinu en Tobba ákvað að vera eftir og klára að horfa á hljómsveitina. „Allt í einu neglir Njalli hljómborðsleikari niður á hljómborðið og ég leit á hann og hélt að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir. Þá voru þeir allir að horfa út í sal, ég sá ekkert hvað gerðist, en svo kom lyktin. Þá hafði kviknað í hárinu á Tobbu og loginn stóð víst bara meter upp í loftið. Þetta var bara eins og logsuðutæki því það var svo mikið hársprey í hárinu á henni.“ Tobba segist blessunarlega hafa verið með það mikið af hári að bruninn kom ekki alvarlega að sök. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Hreim og Tobbu í heild sinni. Þar ræða þau um fjölskyldulífið, brúðkaupsveisluna, Eurovision og margt fleira. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir „Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár“ Þau Ingi og Linda kynntust í gegnum Crossfit-samfélagið á Akureyri og voru þau góðir vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu loks saman árið 2019. Þau segja það koma mörgum á óvart hve stutt sé síðan þau byrjuðu saman, þar sem þau séu búin að gera svo ótrúlega margt á skömmum tíma. 10. febrúar 2022 20:01 Tók eftir undarlegri hegðun í aðdraganda bónorðsins Leikaraparið Ebba Katrín og Oddur kynntist innan veggja Þjóðleikhússins fyrir fjórum árum síðan. Oddur heillaðist af Ebbu en hún var enn í leiklistarnámi sem átti hug hennar allan og hafði hún því lítinn tíma fyrir stefnumótalíf. Oddur gafst þó ekki upp og sýndi Ebbu ómælda þolinmæði og eru þau trúlofuð í dag. 3. febrúar 2022 22:01 Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00 „Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“ Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars. 20. janúar 2022 22:00 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Hreimur Örn Heimisson hefur verið einn ástsælasti tónlistarmaður landsins síðan hann hóf ferilinn með hljómsveitinni Landi og sonum árið 1997. Í dag 25 árum seinna, er Hreimur enn í fullu fjöri í músíkinni en rekur samhliða henni heildsöluna Hr. Jón. Hans betri helmingur, Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir eða Tobba, starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún er nú loksins komin á fullt í fluginu aftur eftir að hafa misst vinnuna í heimsfaraldrinum eins og svo margir aðrir. Þau Hreimur og Tobba voru gestir í 44. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Gladdist þegar Tobba mætti á sveitaballið „Í rauninni kynnumst við í grunnskóla og í raun aðeins fyrr því pabbar okkar unnu saman,“ segir Hreimur. Hann var sautján ára gamall og Tobba ekki nema fjórtán ára þegar þau fóru fyrst að vera saman. „Hún vildi nú ekkert með mig hafa svona fyrst um sinn. Alltaf þegar ég var farinn að gefa upp vonina og fór að snúa mér eitthvert annað, þá kannski kom svona frá henni: Hvað segirðu eigum við ekki að koma og gera eitthvað?“ Hreimur segir frá einu eftirminnilegu augnabliki sem átti sér stað á réttarballi á Hellu árið 1997. „Það var svona þá sem ég áttaði mig á því að líklega gæti þetta orðið eitthvað. Hún var í salnum og ég var svo geðveikt spenntur og glaður yfir því að hún skyldi hafa mætt.“ Saman í gegnum poppstjörnuævintýrið Þrátt fyrir að hafa verið þetta ung þegar þau byrjuðu fyrst saman, tóku þau sér nokkur hlé og miða þau sambandsafmæli sitt við árið 2000. Á þessum tíma voru vinsældir hljómsveitarinnar Land og synir í hámarki og segir Tobba það hafa aðlagast ágætlega að vera allt í einu að deita einn vinsælasta poppara landsins. „Auðvitað fannst mér þetta ekkert alltaf gaman þarna til að byrja með. Þetta er allt öðruvísi í dag. Hann er ekkert eins mikið í burtu. Hann er meira að skreppa í einhverja svona styttri spilamennsku. Þetta eru ekkert lengur heilu helgarnar, eða sjaldan,“ segir Tobba. Hljómsveitin starfaði til ársins 2011. Hún kom aftur saman til þess að spila á Þjóðhátíð árið 2015 en hefur legið í dvala síðan. Hreimur og Tobba hafa verið saman frá því þau voru unglingar. Ólík en vega hvort annað upp „Við erum frekar ólík að upplagi en við vegum hvort annað mjög vel upp. Ég er svona jarðbundin, Hreimur stekkur svolítið úr einu í annað. Ég næ að halda honum á jörðinni og hann nær að draga mig upp í ýmislegt,“ segir Tobba. Þeirra helsta sameiginlega áhugamál er hreyfing og þá helst hlaup og fara þau reglulega út að hlaupa saman. „Hann er bara svolítið hraðari en ég og það fer rosalega í taugarnar á mér ef hann er búinn að hlaupa aðeins hraðar en ég og hann er að taka armbeygjur á meðan hann er að bíða eftir mér. Ég á svolítið erfitt með það.“ Hreimur segir hins vegar að hlaupin með Tobbu séu eitt það besta sem hann geri. „Ég á það til að hlaupa of hratt og það gagnast mér ekkert endilega. Hún hægir á mér og ég hleyp alltaf fyrir aftan hana, þannig það er frábært útsýni fyrir mig.“ Setur markið hátt fyrir hina eiginmennina Þau segjast bæði vera rómantísk, en Tobba segir Hreim þó vera rómantískari aðilann í sambandinu. „Hann er svo þjónustulundaður og hann er bara voða mjúkur maður,“ segir Tobba. Hún segir til dæmis frá því hvernig Hreimur dekraði við hana þegar hún lá rúmliggjandi nýlega þegar hún smitaðist af Covid. Þá tók Hreimur sig til og lærði meðal annars að gera avókadóbrauð. „Ég var að senda myndir á vinkonur mínar og ég veit að eiginmenn þeirra voru ekkert rosa glaðir með þetta. Þeir hugsuðu bara: Guð minn góður nú, er Hreimur búinn að setja markið hátt!“ Þau Hreimur og Tobba giftu sig árið 2007 og eiga þau saman þrjú börn. Þau njóta þess að ferðast tvö saman en segjast gera lítið af því á meðan börnin þeirra eru ennþá ung. „Við getum ekkert alltaf bara skroppið frá til útlanda þegar okkur hentar, af því við höfum ekki haft mikla pössun. Við höfum svolítið bara þurft að finna út úr þessu.“ Þau segja frá atviki þegar Hreimur bókaði sig óvart í gigg á Spáni á sama tíma og Tobba átti bókaða fertugsferð til Tenerife með vinkonum sínum. „Þá voru góð ráð dýr og ég þurfti bara að fljúga mömmu minni heim frá Noregi til þess að passa fyrir okkur. Þannig þetta var bara rándýrt frí,“ segir Hreimur. Þeirra helsta sameiginlega áhugamál er hreyfing og þá helst hlaup og fara þau reglulega út að hlaupa saman. „Ég sá Tobbu mína bara í öðru ljósi eftir þetta“ Í þættinum segir Hreimur frá einu af sínum uppáhaldsaugnablikum úr þeirra sambandstíð. Það var þegar Tobba var að fara fæða þeirra þriðja barn og Hreimur fékk að fara ofan í baðkarið á fæðingardeildinni með henni. „Ég sit svona undir henni og er að reyna hjálpa henni og ég held í hana. Þá kemur rembingur og Kári kemur út. Ég varð svo agndofa yfir aflinu. Ég sá bara Tobbu mína í öðru ljósi eftir þetta, því ég fann átökin. Höggbylgjan þegar drengurinn kemur út ... Ég féll í stafi bara. Ég trúði ekki þessum kraft sem þurfti í þetta.“ Kviknaði í hárinu á Tobbu á tónleikum Í þættinum segja þau einnig frá óheppilegu atviki sem átti sér stað eitt kvöldið þegar Land og synir voru að spila á Gauk á Stöng um aldamótin. „Ég var búin að gera mig svaka fína og spreyja hárspreyi í allt hárið og svona,“ segir Tobba. „Þetta var á þeim tíma sem mátti reykja inni og það var búið að kveikja á kertum út um allt,“ bætir Hreimur við. Þegar leið á kvöldið fóru vinkonur Tobbu heim af ballinu en Tobba ákvað að vera eftir og klára að horfa á hljómsveitina. „Allt í einu neglir Njalli hljómborðsleikari niður á hljómborðið og ég leit á hann og hélt að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir. Þá voru þeir allir að horfa út í sal, ég sá ekkert hvað gerðist, en svo kom lyktin. Þá hafði kviknað í hárinu á Tobbu og loginn stóð víst bara meter upp í loftið. Þetta var bara eins og logsuðutæki því það var svo mikið hársprey í hárinu á henni.“ Tobba segist blessunarlega hafa verið með það mikið af hári að bruninn kom ekki alvarlega að sök. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Hreim og Tobbu í heild sinni. Þar ræða þau um fjölskyldulífið, brúðkaupsveisluna, Eurovision og margt fleira.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir „Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár“ Þau Ingi og Linda kynntust í gegnum Crossfit-samfélagið á Akureyri og voru þau góðir vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu loks saman árið 2019. Þau segja það koma mörgum á óvart hve stutt sé síðan þau byrjuðu saman, þar sem þau séu búin að gera svo ótrúlega margt á skömmum tíma. 10. febrúar 2022 20:01 Tók eftir undarlegri hegðun í aðdraganda bónorðsins Leikaraparið Ebba Katrín og Oddur kynntist innan veggja Þjóðleikhússins fyrir fjórum árum síðan. Oddur heillaðist af Ebbu en hún var enn í leiklistarnámi sem átti hug hennar allan og hafði hún því lítinn tíma fyrir stefnumótalíf. Oddur gafst þó ekki upp og sýndi Ebbu ómælda þolinmæði og eru þau trúlofuð í dag. 3. febrúar 2022 22:01 Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00 „Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“ Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars. 20. janúar 2022 22:00 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
„Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár“ Þau Ingi og Linda kynntust í gegnum Crossfit-samfélagið á Akureyri og voru þau góðir vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu loks saman árið 2019. Þau segja það koma mörgum á óvart hve stutt sé síðan þau byrjuðu saman, þar sem þau séu búin að gera svo ótrúlega margt á skömmum tíma. 10. febrúar 2022 20:01
Tók eftir undarlegri hegðun í aðdraganda bónorðsins Leikaraparið Ebba Katrín og Oddur kynntist innan veggja Þjóðleikhússins fyrir fjórum árum síðan. Oddur heillaðist af Ebbu en hún var enn í leiklistarnámi sem átti hug hennar allan og hafði hún því lítinn tíma fyrir stefnumótalíf. Oddur gafst þó ekki upp og sýndi Ebbu ómælda þolinmæði og eru þau trúlofuð í dag. 3. febrúar 2022 22:01
Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00
„Þetta er náttúrlega hræðileg hugmynd, að byrja með besta vini sínum og samstarfsfélaga“ Þau Edda Sif og Vilhjálmur kynntust innan veggja RÚV og urðu þau fljótt góðir vinir. Á þeim tímapunkti áttu þau bæði maka og voru þau meira að segja öll saman í matarklúbbi. Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar þau voru bæði orðin einhleyp að þau fóru að þróa tilfinningar í garð hvors annars. 20. janúar 2022 22:00