Vegna þess boðaði Lögreglan á Suðurlandi í nánu samráði við barnavernd Árborgar aðila einstakra mála á lögreglustöðina og ræddu við þá ásamt foreldrum þeirra.
Umrædd vísbending er í formi myndskeiða sem fundust og sýna ofbeldi barna hvert gegn öðru í bæjarfélaginu.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að börnin hafi ekki náð sakhæfisaldri en það dragi ekki úr alvarleika málsins. Foreldrar eru hvattir til að ræða við börnin sín og gera þeim grein fyrir alvarlega þessa.