„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 13:37 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. Vísir/Vilhelm Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. „Það lítur út fyrir að aðferðirnar hjá þeim sem stunda afbrot eða eru í þessum svokölluðu undirheimum séu að breytast. Ég held að þetta sé ekki endilega spurning um fleiri skotvopn, vegna þess að byssueign á Íslandi hefur almennt verið mjög mikil og ekkert minni en í öðrum löndum. En ætli þetta sýni okkur ekki það að það er meiri harka í þessum glæpaheimi,” segir Margrét. Líkt og greint var frá í morgun eru þrír í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa skotið úr vélbyssu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn varð fyrir skoti en hann er ekki í bráðri lífshættu, að sögn lögreglu. Þá var önnur skotárás í Grafarholti á fimmtudag. Kona og karl særðust í árásinni og tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Slétt ár er í dag síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði og í ágúst í fyrra var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum. Enn fremur hefur ítrekað verið skotið á hús í Kópavogi í ár og á síðasta ári var meðal annars skotið á bíl borgarstjóra, á skrifstofur stjórnmálaflokka og á mann við kaffistofu Samhjálpar, svo dæmi séu tekin. „Ég fer alltaf mjög varlega í að draga ályktanir þegar það koma upp einstök dæmi sem vekja mikla athygli – en nú eru þessi einstöku dæmi orðin ansi mörg,” segir Margrét. „Við þurfum að fara að skoða þetta mjög alvarlega held ég. Af því að hér er um einhverja breytingu að ræða sem gæti mögulega verið hættuleg breyting. Lögregla, í samstarfi við aðra, þarf að leggjast yfir þetta og sjá hvað er í gangi. Hvernig hægt erað draga úr þessari þróun – ef um einhverja raunverulega þróun er að ræða – og hvað við getum gert.” Skotárásir hafa verið mjög tíðar víða um heim, til dæmis í Svíþjóð síðustu ár. Margrét segir að staðan hér sé langt frá því að vera jafn slæm og þar en engu að síður þurfi að vera vakandi fyrir þessum málum. Þá sé staðan ekki orðin þannig að almennir borgarar þurfi að óttast um öryggi sitt. „Þessar skotárásir sem hafa verið að koma upp beinast gegn öðru fólki sem er líka í þessum glæpaheimi. Auðvitað er þetta samt óhugnanlegt, eins og það sem gerðist í nótt, og það er skiljanlegt að fólk óttist.” Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Það lítur út fyrir að aðferðirnar hjá þeim sem stunda afbrot eða eru í þessum svokölluðu undirheimum séu að breytast. Ég held að þetta sé ekki endilega spurning um fleiri skotvopn, vegna þess að byssueign á Íslandi hefur almennt verið mjög mikil og ekkert minni en í öðrum löndum. En ætli þetta sýni okkur ekki það að það er meiri harka í þessum glæpaheimi,” segir Margrét. Líkt og greint var frá í morgun eru þrír í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa skotið úr vélbyssu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn varð fyrir skoti en hann er ekki í bráðri lífshættu, að sögn lögreglu. Þá var önnur skotárás í Grafarholti á fimmtudag. Kona og karl særðust í árásinni og tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Slétt ár er í dag síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði og í ágúst í fyrra var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum. Enn fremur hefur ítrekað verið skotið á hús í Kópavogi í ár og á síðasta ári var meðal annars skotið á bíl borgarstjóra, á skrifstofur stjórnmálaflokka og á mann við kaffistofu Samhjálpar, svo dæmi séu tekin. „Ég fer alltaf mjög varlega í að draga ályktanir þegar það koma upp einstök dæmi sem vekja mikla athygli – en nú eru þessi einstöku dæmi orðin ansi mörg,” segir Margrét. „Við þurfum að fara að skoða þetta mjög alvarlega held ég. Af því að hér er um einhverja breytingu að ræða sem gæti mögulega verið hættuleg breyting. Lögregla, í samstarfi við aðra, þarf að leggjast yfir þetta og sjá hvað er í gangi. Hvernig hægt erað draga úr þessari þróun – ef um einhverja raunverulega þróun er að ræða – og hvað við getum gert.” Skotárásir hafa verið mjög tíðar víða um heim, til dæmis í Svíþjóð síðustu ár. Margrét segir að staðan hér sé langt frá því að vera jafn slæm og þar en engu að síður þurfi að vera vakandi fyrir þessum málum. Þá sé staðan ekki orðin þannig að almennir borgarar þurfi að óttast um öryggi sitt. „Þessar skotárásir sem hafa verið að koma upp beinast gegn öðru fólki sem er líka í þessum glæpaheimi. Auðvitað er þetta samt óhugnanlegt, eins og það sem gerðist í nótt, og það er skiljanlegt að fólk óttist.”
Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira