Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Snorri Másson skrifar 12. febrúar 2022 11:57 Guðmundur Ingi Þóroddsson hefur verið formaður félags fanga um árabil og vildi nú í pólitíkina. Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. Flokksval flokksins í Reykjavík og Hafnarfirði stendur yfir um helgina og Guðmundur sóttist eftir þriðja sæti á lista flokksins í borginni. Guðmundur Ingi Þóroddsson hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausn frá 2020. Hún stendur til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum; en sá skilningur er þó mögulegur. Kjörstjórn Samfylkingarinnar tók framboð Guðmundar gilt í janúar. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það þannig að þetta kom vissulega á óvart. Þeir eru allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Unnið mjög hratt Kjörstjórninni bárust ábendingar um að vafi léki á kjörgengi Guðmundar. Í tilkynningu frá kjörstjórn segir að ábendingarnar hafi þótt gefa tilefni til nánari athugunar og óskaði kjörstjórnin því eftir gögnum frá frambjóðanda sem gætu sýnt fram á kjörgengi hans. Frambjóðandinn gat að sögn kjörstjórnar ekki framvísað gögnum sem gátu með óyggjandi hætti sýnt fram á kjörgengi. Af þeim sökum var kjörstjórn ekki unnt að líta fram hjá því að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði fyrir þátttöku í flokksvali. Athugunin hófst nú á miðvikudaginn, þegar prófkjörið átti að hefjast á laugardegi. Niðurstaðan, sem fékkst í gær, var að framboðið væri ógilt þar sem afplánun væri ekki að fullu lokið. Guðmundur kærði þá niðurstöðu strax en úrskurðarnefnd staðfesti hana. Þar með er það endanlegt; Guðmundur fær ekki að bjóða sig fram. „Þetta eru mikil vonbrigði og ég, bæði ég og mínir lögfræðingar, erum mjög ósammála þessari niðurstöðu, sérstaklega vegna þess að Samfylkingin hefur ekki heimild til að ógilda framboðið eða ákvarða um kjörgengi manna. En þetta er bara samt niðurstaðan og því verða sennilega ekki breytt úr þessu,“ segir Guðmundur. Ástæða þess að kjörstjórnin ógilti framboð Guðmundar var að því er sagði í ákvörðuninni sú að hann uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um kjörgengi. Eftirfarandi skilyrði er hann ekki talinn hafa uppfyllt: Kjörgengur í sveitarstjórn er hver sá sem á kosningarrétt í sveitarfélagi skv. 4. gr. og hefur óflekkað mannorð. Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem hlotið hefur dóm fyrir refsivert brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi, frá þeim degi þegar dómur er upp kveðinn og þar til afplánun er að fullu lokið. Fann fyrir titringi Að baki ákvörðuninni eru flókin lagaleg álitamál um kjörgengi og óflekkað mannorð, sem fjallað var töluvert um á Alþingi í fyrra. Hér að neðan í viðhengi er að finna öll gögn. „Að gera þetta á nokkrum klukkustundum? Það er ómögulegt,“ segir Guðmundur. Fluttar hafa verið fréttir af dugnaði Guðmundar og hans fólks við að afla sér stuðnings. „Ég tel mig vera með mjög gott fylgi í flokknum og nýliðun gekk mjög vel, það er alveg á hreinu. Auðvitað fann ég fyrir miklum titringi undanfarið,“ segir Guðmundur. Hart er deilt um þessa ákvörðun innan Samfylkingarinnar, en þetta er annað skipti sem Guðmundi er meinuð þátttaka í prófkjöri. Tengd skjöl 1_2022_Úrskurður_kærunefndarPDF48KBSækja skjal Ákvörðun_kjörstjórnar_FSR_um_kjörgengiPDF2.0MBSækja skjal Kæra_til_úrskurðarnefndar_kosningamálaPDF964KBSækja skjal Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Flokksval flokksins í Reykjavík og Hafnarfirði stendur yfir um helgina og Guðmundur sóttist eftir þriðja sæti á lista flokksins í borginni. Guðmundur Ingi Þóroddsson hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausn frá 2020. Hún stendur til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum; en sá skilningur er þó mögulegur. Kjörstjórn Samfylkingarinnar tók framboð Guðmundar gilt í janúar. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það þannig að þetta kom vissulega á óvart. Þeir eru allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Unnið mjög hratt Kjörstjórninni bárust ábendingar um að vafi léki á kjörgengi Guðmundar. Í tilkynningu frá kjörstjórn segir að ábendingarnar hafi þótt gefa tilefni til nánari athugunar og óskaði kjörstjórnin því eftir gögnum frá frambjóðanda sem gætu sýnt fram á kjörgengi hans. Frambjóðandinn gat að sögn kjörstjórnar ekki framvísað gögnum sem gátu með óyggjandi hætti sýnt fram á kjörgengi. Af þeim sökum var kjörstjórn ekki unnt að líta fram hjá því að viðkomandi uppfyllti ekki skilyrði fyrir þátttöku í flokksvali. Athugunin hófst nú á miðvikudaginn, þegar prófkjörið átti að hefjast á laugardegi. Niðurstaðan, sem fékkst í gær, var að framboðið væri ógilt þar sem afplánun væri ekki að fullu lokið. Guðmundur kærði þá niðurstöðu strax en úrskurðarnefnd staðfesti hana. Þar með er það endanlegt; Guðmundur fær ekki að bjóða sig fram. „Þetta eru mikil vonbrigði og ég, bæði ég og mínir lögfræðingar, erum mjög ósammála þessari niðurstöðu, sérstaklega vegna þess að Samfylkingin hefur ekki heimild til að ógilda framboðið eða ákvarða um kjörgengi manna. En þetta er bara samt niðurstaðan og því verða sennilega ekki breytt úr þessu,“ segir Guðmundur. Ástæða þess að kjörstjórnin ógilti framboð Guðmundar var að því er sagði í ákvörðuninni sú að hann uppfyllti ekki skilyrði kosningalaga um kjörgengi. Eftirfarandi skilyrði er hann ekki talinn hafa uppfyllt: Kjörgengur í sveitarstjórn er hver sá sem á kosningarrétt í sveitarfélagi skv. 4. gr. og hefur óflekkað mannorð. Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem hlotið hefur dóm fyrir refsivert brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi, frá þeim degi þegar dómur er upp kveðinn og þar til afplánun er að fullu lokið. Fann fyrir titringi Að baki ákvörðuninni eru flókin lagaleg álitamál um kjörgengi og óflekkað mannorð, sem fjallað var töluvert um á Alþingi í fyrra. Hér að neðan í viðhengi er að finna öll gögn. „Að gera þetta á nokkrum klukkustundum? Það er ómögulegt,“ segir Guðmundur. Fluttar hafa verið fréttir af dugnaði Guðmundar og hans fólks við að afla sér stuðnings. „Ég tel mig vera með mjög gott fylgi í flokknum og nýliðun gekk mjög vel, það er alveg á hreinu. Auðvitað fann ég fyrir miklum titringi undanfarið,“ segir Guðmundur. Hart er deilt um þessa ákvörðun innan Samfylkingarinnar, en þetta er annað skipti sem Guðmundi er meinuð þátttaka í prófkjöri. Tengd skjöl 1_2022_Úrskurður_kærunefndarPDF48KBSækja skjal Ákvörðun_kjörstjórnar_FSR_um_kjörgengiPDF2.0MBSækja skjal Kæra_til_úrskurðarnefndar_kosningamálaPDF964KBSækja skjal
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12
Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20