LaVert sökkti sínum gömlu félögum | Stórleikur Jokic dugði ekki til Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2022 10:31 Stórleikur Jokic dugði ekki til í nótt. John McCoy/Getty Images Alls fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Caris LaVert sökkti sínum gömlu félögum í Indiana Pacers og Nikola Jokić átti enn einn stórleikinn en það dugði ekki til. LaVert var nýverið sendur til Cleveland Cavaliers og hann átti fínan leik er Cavaliers vann Indiana Pacers 120-113. LaVert skoraði 22 stig í liði Cleveland líkt og Jarrett Allen en sá síðarnefndi tók einnig 14 fráköst. Caris LeVert came up big in just his second game as a member of the @cavs, scoring 8 points late in the 4th to lift them to victory against his old squad! #LetEmKnow@CarisLeVert: 22 PTS, 5 AST, 3 STL pic.twitter.com/QySr7GPiPs— NBA (@NBA) February 12, 2022 Hjá Pacers var Tyrese Haliburton stigahæstur með 23 stig. Jokić var frábær í liði Denver Nuggets sem mátti samt sem áður þola tap gegn Boston Celtics, lokatölur 108-102. Jokić gerði sitt besta og bauð upp á tvöfalda þrennu. Hann skoraði 23 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 16 fráköst. Það dugði ekki til að þessu sinni en Jayson Tatum skoraði 24 stig í liði Boston. Þar á eftir kom Marcus Smart með 22 stig. Í öðrum leikjum var það helst að frétta að Donavan Mitchell skoraði 24 stig í öruggum sigri Utah Jazz á Orlando Magic, lokatölur 114-99. LaMelo Ball skoraði 31 stig og gaf 12 stoðsendingar er Charlotte Hornets unnu Detroit Pistons 141-119. LaMelo Ball dropped 31 points and added 12 assists to lift the @hornets to the win on the road! #AllFly@MELOD1P: 31 PTS, 5 REB, 12 AST, 4 STL pic.twitter.com/se5OS6DrQz— NBA (@NBA) February 12, 2022 Terry Rozier bætti við 25 stigum, 11 stoðsendingum og 10 fráköstum í liði Charlotte á meðan Saddiq Bey var stigahæstur í liði Detroit. DeMar DeRozan skoraði 35 stig í stórskemmtilegum leik Chicago Bulls og Minnesota Timberwolves. Nautin frá Chicago unnu tólf stiga sigur, lokatölur 134-122. @DeMar_DeRozan is on FIRE DeMar DeRozan is only the second @chicagobulls player to score 30 points in 5 straight games. Who is the other @chicagobulls player to accomplish this? pic.twitter.com/NWYiLCNkXG— NBA (@NBA) February 12, 2022 Þetta var fimmti leikurinn í röð sem DeRozan skorar 30 stig eða meira. Anthony Edwards skoraði 31 stig í liði Timberwolves. Dejounte Murray var með tvöfalda þrennu með 32 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst í góðum sigri San Antonio Spurs á Atlanta Hawks, lokatölur 136-121. Dejounte Murray notched his 15th career triple-double to become the @spurs all-time franchise leader in triple-doubles!@DejounteMurray: 32 PTS, 10 REB, 15 AST, 4 STL pic.twitter.com/2Um91PCcmX— NBA (@NBA) February 12, 2022 Þá vann Philadelphia 76ers fínan sigur á Oklahoma City Thunder, lokatölur 100-87. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
LaVert var nýverið sendur til Cleveland Cavaliers og hann átti fínan leik er Cavaliers vann Indiana Pacers 120-113. LaVert skoraði 22 stig í liði Cleveland líkt og Jarrett Allen en sá síðarnefndi tók einnig 14 fráköst. Caris LeVert came up big in just his second game as a member of the @cavs, scoring 8 points late in the 4th to lift them to victory against his old squad! #LetEmKnow@CarisLeVert: 22 PTS, 5 AST, 3 STL pic.twitter.com/QySr7GPiPs— NBA (@NBA) February 12, 2022 Hjá Pacers var Tyrese Haliburton stigahæstur með 23 stig. Jokić var frábær í liði Denver Nuggets sem mátti samt sem áður þola tap gegn Boston Celtics, lokatölur 108-102. Jokić gerði sitt besta og bauð upp á tvöfalda þrennu. Hann skoraði 23 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 16 fráköst. Það dugði ekki til að þessu sinni en Jayson Tatum skoraði 24 stig í liði Boston. Þar á eftir kom Marcus Smart með 22 stig. Í öðrum leikjum var það helst að frétta að Donavan Mitchell skoraði 24 stig í öruggum sigri Utah Jazz á Orlando Magic, lokatölur 114-99. LaMelo Ball skoraði 31 stig og gaf 12 stoðsendingar er Charlotte Hornets unnu Detroit Pistons 141-119. LaMelo Ball dropped 31 points and added 12 assists to lift the @hornets to the win on the road! #AllFly@MELOD1P: 31 PTS, 5 REB, 12 AST, 4 STL pic.twitter.com/se5OS6DrQz— NBA (@NBA) February 12, 2022 Terry Rozier bætti við 25 stigum, 11 stoðsendingum og 10 fráköstum í liði Charlotte á meðan Saddiq Bey var stigahæstur í liði Detroit. DeMar DeRozan skoraði 35 stig í stórskemmtilegum leik Chicago Bulls og Minnesota Timberwolves. Nautin frá Chicago unnu tólf stiga sigur, lokatölur 134-122. @DeMar_DeRozan is on FIRE DeMar DeRozan is only the second @chicagobulls player to score 30 points in 5 straight games. Who is the other @chicagobulls player to accomplish this? pic.twitter.com/NWYiLCNkXG— NBA (@NBA) February 12, 2022 Þetta var fimmti leikurinn í röð sem DeRozan skorar 30 stig eða meira. Anthony Edwards skoraði 31 stig í liði Timberwolves. Dejounte Murray var með tvöfalda þrennu með 32 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst í góðum sigri San Antonio Spurs á Atlanta Hawks, lokatölur 136-121. Dejounte Murray notched his 15th career triple-double to become the @spurs all-time franchise leader in triple-doubles!@DejounteMurray: 32 PTS, 10 REB, 15 AST, 4 STL pic.twitter.com/2Um91PCcmX— NBA (@NBA) February 12, 2022 Þá vann Philadelphia 76ers fínan sigur á Oklahoma City Thunder, lokatölur 100-87. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira