Hollendingar aftur byrjaðir að spóka sig á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2022 14:34 Bæjaryfirvöld og ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi hafa lengi talað fyrir auknu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Vísir/Tryggvi Flugvél á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun. Vélin kom frá Amsterdam en um er að ræða fyrstu ferð vetrarins. Leiguflug ferðaskrifstofunnar milli höfuðborgar Hollands og Akureyrar hefur legið niðri frá því að heimsfaraldurinn skall á. Flogið verður á föstudögum og mánudögum næstu fimm vikurnar og annast flugfélagið Transavia flugið. Þá stendur til að vera með vikulegt flug næsta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands sem segir um að ræða mikilvæga innspýtingu fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Um leið fái Norðlendingar tækifæri til að fljúga erlendis beint frá Akureyrarflugvelli. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N, segir þetta mikinn gleðidag. „Við fögnum því mjög að Voigt Travel sé aftur kleift að bjóða upp á leiguflug beint til Norðurlands. Heimsfaraldurinn stöðvaði starfsemina tímabundið, en nú eru aftur forsendur til ferðalaga. Samstarfið við Voigt Travel hefur frá upphafi verið mjög gott og frábært að sjá leiguflugið fara aftur af stað. Voigt Travel hefur mikla trú á Norðurlandi sem áfangastað og vill halda áfram að fjölga hér gestum á þeirra vegum.“ Jákvæðar fréttir eftir langvarandi heimsfaraldur Voigt Travel hóf leiguflug til Akureyrar sumarið 2019 og var einnig með flugferðir í febrúar og mars 2020. Strax eftir að því flugi lauk skall heimsfaraldurinn á og hafa flugferðir á vegum ferðaskrifstofunnar legið niðri síðan. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það gríðarlega mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi að flugferðirnar séu aftur farnar af stað. „Bæði fyrir fyrirtækin sem hafa beinan ágóða af komu þessara ferðamanna, en líka fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni. Eftir langvarandi neikvæð áhrif heimsfaraldursins eru þetta jákvæðar fréttir sem fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa á að halda. Þetta hvetur okkur öll sem störfum í greininni til að líta björtum augum til framtíðar,“ segir hún í tilkynningu. Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Holland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Flogið verður á föstudögum og mánudögum næstu fimm vikurnar og annast flugfélagið Transavia flugið. Þá stendur til að vera með vikulegt flug næsta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands sem segir um að ræða mikilvæga innspýtingu fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Um leið fái Norðlendingar tækifæri til að fljúga erlendis beint frá Akureyrarflugvelli. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N, segir þetta mikinn gleðidag. „Við fögnum því mjög að Voigt Travel sé aftur kleift að bjóða upp á leiguflug beint til Norðurlands. Heimsfaraldurinn stöðvaði starfsemina tímabundið, en nú eru aftur forsendur til ferðalaga. Samstarfið við Voigt Travel hefur frá upphafi verið mjög gott og frábært að sjá leiguflugið fara aftur af stað. Voigt Travel hefur mikla trú á Norðurlandi sem áfangastað og vill halda áfram að fjölga hér gestum á þeirra vegum.“ Jákvæðar fréttir eftir langvarandi heimsfaraldur Voigt Travel hóf leiguflug til Akureyrar sumarið 2019 og var einnig með flugferðir í febrúar og mars 2020. Strax eftir að því flugi lauk skall heimsfaraldurinn á og hafa flugferðir á vegum ferðaskrifstofunnar legið niðri síðan. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það gríðarlega mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi að flugferðirnar séu aftur farnar af stað. „Bæði fyrir fyrirtækin sem hafa beinan ágóða af komu þessara ferðamanna, en líka fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni. Eftir langvarandi neikvæð áhrif heimsfaraldursins eru þetta jákvæðar fréttir sem fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa á að halda. Þetta hvetur okkur öll sem störfum í greininni til að líta björtum augum til framtíðar,“ segir hún í tilkynningu.
Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Holland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira