Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2022 23:50 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna eru sagðir hafa beðið dómsmálaráðuneytið um að opna rannsókn á meðhöndlun Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og starfsmanna hans á opinberum gögnum í Hvíta húsinu. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að Trump hafði tekið fimmtán kassa af gögnum og skjölum með sér til Flórída er hann steig úr embætti. Meðal þess sem Trump tók með sér til Flórída voru opinber bréf sem hann hafði fengið frá Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og bréf sem Barack Obama, forveri hans, hafði skilið eftir handa honum í Hvíta húsinu. Gögnin hefðu átt að vera afhent Þjóðskjalasafninu samkvæmt lögum. Einnig hefur komið í ljós að Trump var gjarn á að rífa skjöl sem hann las og hafa starfsmenn skjalasafnsins þurft að líma margar blaðsíður saman eftir að Trump steig úr embætti. Sjá einnig: Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Starfsmenn Þjóðskjalasafnsins gruna Trump um að hafa brotið lög varðandi meðhöndlun opinberra gagna og þar á meðal gagna sem leynd hvílir á. Þess vegna var samband haft við dómsmálaráðuneytið og fólk þar á bæ beðið um að rannsaka málið, samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort ráðuneytið muni verða við beiðninni. Samkvæmt bandarískum lögum eiga öll opinber gögn eins og minnisblöð, bréf, glósur, tölvupóstar og ýmislegt annað að enda í Þjóðskjalasafninu. Sérfræðingar sem blaðamenn Washington post ræddu við segja ólíklegt að málið muni leiða til vandræða fyrir Trump eða mögulegrar ákæru. Trump sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist hafa átt í góðum samræðum við starfsmenn Þjóðskjalasafnsins og hefði látið senda áðurnefnda kassa af gögnum í takti við lögin. Þá sendi hann fjölmiðlum vestanhafs pillu og sakaði þá um að gefa í skyn að ekki væri allt með felldu. Forsetinn fyrrverandi sagði einnig að einhvern daginn yrði mikið af þessum gögnum til sýnis fyrir almenning til heiðurs þess mikla árangurs sem hann hafi náð í starfi sínu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Meðal þess sem Trump tók með sér til Flórída voru opinber bréf sem hann hafði fengið frá Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og bréf sem Barack Obama, forveri hans, hafði skilið eftir handa honum í Hvíta húsinu. Gögnin hefðu átt að vera afhent Þjóðskjalasafninu samkvæmt lögum. Einnig hefur komið í ljós að Trump var gjarn á að rífa skjöl sem hann las og hafa starfsmenn skjalasafnsins þurft að líma margar blaðsíður saman eftir að Trump steig úr embætti. Sjá einnig: Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Starfsmenn Þjóðskjalasafnsins gruna Trump um að hafa brotið lög varðandi meðhöndlun opinberra gagna og þar á meðal gagna sem leynd hvílir á. Þess vegna var samband haft við dómsmálaráðuneytið og fólk þar á bæ beðið um að rannsaka málið, samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. Ekki liggur fyrir hvort ráðuneytið muni verða við beiðninni. Samkvæmt bandarískum lögum eiga öll opinber gögn eins og minnisblöð, bréf, glósur, tölvupóstar og ýmislegt annað að enda í Þjóðskjalasafninu. Sérfræðingar sem blaðamenn Washington post ræddu við segja ólíklegt að málið muni leiða til vandræða fyrir Trump eða mögulegrar ákæru. Trump sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagðist hafa átt í góðum samræðum við starfsmenn Þjóðskjalasafnsins og hefði látið senda áðurnefnda kassa af gögnum í takti við lögin. Þá sendi hann fjölmiðlum vestanhafs pillu og sakaði þá um að gefa í skyn að ekki væri allt með felldu. Forsetinn fyrrverandi sagði einnig að einhvern daginn yrði mikið af þessum gögnum til sýnis fyrir almenning til heiðurs þess mikla árangurs sem hann hafi náð í starfi sínu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53 Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59 Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra. 8. febrúar 2022 23:53
Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. 30. janúar 2022 13:59
Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01
Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48