Frelsari Verkalýðsins Gunnar Karl Ólafsson skrifar 9. febrúar 2022 13:01 Síðustu vikur hefur ömurleg birtingarmynd ofbeldis og ósanninda fengið að lifa óáreitt. Sólveig Anna hefur ekki sparað stóru orðin og þar er mörgum spurningum ósvarað. Fjölmiðlum hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skildi þar sem að Sólveig hafnar ítrekað viðtölum hjá flest öllum miðlum landsins. Stundin hefur gefið henni mikla einhliða umfjöllun þar sem hún þarf ekki að svara einni gagnrýnni spurningu. Bjöguð er sú mynd sem að Sólveig teiknar upp sannleikurinn er greinilega ekki að vefjast fyrir henni. Hún hefur getað treyst því að enginn innan hreyfingarinnar svari hennar árásum og það sem er alvarlegast í þessu er að fólk er farið að taka bjöguðu myndinni sem sannleika. Það fær ekki lengur að standa án leiðréttingar. Sólveig hefur ranglega haldið því fram að enginn hafi náð betri árangri og samningum í verkalýðshreyfingunni síðan hún tók við og verkalýðshreyfingin hafi verið vakin af værum blundi. Hún hefur barist hátt og snjallt, en hverju hefur það skilað? Ef að við skoðum tímabilið frá því að kjarasamningar 2015 voru undirritaðir að þá var mánaðarleg aukning hærri nánast allt samningstímabilið. Kaupmáttaraukningin var einnig mun hærri. Þetta má skoða gaumgæfilega í gögnum frá hagstofu íslands. Þeir sem komu að þeim samningum unnu mikla vinnu með djarfar hugmyndir um bætt kjör láglaunafólks og vann að því saman sem heild. Þegar samningarnir voru í höfn fóru þeir aðilar ekki að hampa sjálfum sér eða persónu sinni fyrir þann árangur. Létu verkinn tala fyrir sig og hömpuðu samstilltri hreyfingu. Þeir samningar eru óumdeilanlega betri fyrir láglaunafólk landsins en lífskjarasamningarnir 2019. Verkalýðsbaráttan er ekki ein manneskja og það er enginn einn frelsari verkalýðsins. Saga hreyfingarinnar er sönnun þess hvað við getum gert þegar við tökum höndum saman. Myndin sem Sólveig teiknar upp af hreyfingunni er vægast sagt ógeðfelld árás á rúmlega 300 starfsmenn hreyfingarinnar. Þar reynir hún á ótrúverðugan máta að búa til gjá milli félaganna og félagsmanna og auglýsir sig svo sem lausnina á þeirri gjá. Deilt og drottnað er taktíkin, hún er frelsarinn og ekki skal hlustað á neitt annað. Til þess að trúa málflutningi Sólveigar og hennar fólks þarf maður að fara í ansi mikla hugarleikfimi. Fyrst þurfum við að trúa því að allt starfsfólk skrifstofu Eflingar sé ómögulegt fyrir að dirfast að biðja um mannsæmandi starfsumhverfi. Síðan að trúnaðarmenn skrifstofu Eflingar séu óheiðarlegir og illa innrættir fyrir að voga sér að sinna skyldu sinni og koma á framfæri áhyggjum starfsfólks. Eftir það skulum við einnig trúa því að starfsfólk ASÍ sinni ekki skyldum sínum og sé undir þumli auðvaldsins fyrir að reyna að hjálpa félaginu á fætur eftir afsögn stjórnenda. Einnig þurfum við að trúa því að sálfræðistofa hafi unnið óháða úttekt í annarlegum tilgangi. Síðast þurfum við svo að trúa því að stjórnir, trúnaðarmenn, starfsfólk og aðrir sem gegna trúnaðarstörfum allra félaganna beri ekki hag félagsmanna fyrir brjósti og vinni ekki í þágu þeirra. Til að ljúka þessu langar mér að senda styrk til þess starfsfólks sem hefur þurft að líða andlegt ofbeldi, gaslýsingar og linnulausar árásir. Frásagnir og vitnisburðir starfsfólks sem maður hefur talað við eða lesið um eru hræðilegar. Það gerði allt sem í þeirra valdi stóð til þess að vinna með og bæta vinnustaðinn innanhúss. Þeim var launað með herskáustu árás sem hefur átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði og er það sorglegt að hún gerist innan verkalýðshreyfingarinnar. Þrátt fyrir þetta allt er ég er bjartsýnn á framtíð hreyfingarinnar og enginn efi er um að við munum halda áfram kröftugu starfi í þágu launafólks. Höfundur starfar innan hreyfingarinnar. Tengd skjöl Verkamaður_-_Hagstofa_Íslands_-_LokaXLSX47KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur ömurleg birtingarmynd ofbeldis og ósanninda fengið að lifa óáreitt. Sólveig Anna hefur ekki sparað stóru orðin og þar er mörgum spurningum ósvarað. Fjölmiðlum hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skildi þar sem að Sólveig hafnar ítrekað viðtölum hjá flest öllum miðlum landsins. Stundin hefur gefið henni mikla einhliða umfjöllun þar sem hún þarf ekki að svara einni gagnrýnni spurningu. Bjöguð er sú mynd sem að Sólveig teiknar upp sannleikurinn er greinilega ekki að vefjast fyrir henni. Hún hefur getað treyst því að enginn innan hreyfingarinnar svari hennar árásum og það sem er alvarlegast í þessu er að fólk er farið að taka bjöguðu myndinni sem sannleika. Það fær ekki lengur að standa án leiðréttingar. Sólveig hefur ranglega haldið því fram að enginn hafi náð betri árangri og samningum í verkalýðshreyfingunni síðan hún tók við og verkalýðshreyfingin hafi verið vakin af værum blundi. Hún hefur barist hátt og snjallt, en hverju hefur það skilað? Ef að við skoðum tímabilið frá því að kjarasamningar 2015 voru undirritaðir að þá var mánaðarleg aukning hærri nánast allt samningstímabilið. Kaupmáttaraukningin var einnig mun hærri. Þetta má skoða gaumgæfilega í gögnum frá hagstofu íslands. Þeir sem komu að þeim samningum unnu mikla vinnu með djarfar hugmyndir um bætt kjör láglaunafólks og vann að því saman sem heild. Þegar samningarnir voru í höfn fóru þeir aðilar ekki að hampa sjálfum sér eða persónu sinni fyrir þann árangur. Létu verkinn tala fyrir sig og hömpuðu samstilltri hreyfingu. Þeir samningar eru óumdeilanlega betri fyrir láglaunafólk landsins en lífskjarasamningarnir 2019. Verkalýðsbaráttan er ekki ein manneskja og það er enginn einn frelsari verkalýðsins. Saga hreyfingarinnar er sönnun þess hvað við getum gert þegar við tökum höndum saman. Myndin sem Sólveig teiknar upp af hreyfingunni er vægast sagt ógeðfelld árás á rúmlega 300 starfsmenn hreyfingarinnar. Þar reynir hún á ótrúverðugan máta að búa til gjá milli félaganna og félagsmanna og auglýsir sig svo sem lausnina á þeirri gjá. Deilt og drottnað er taktíkin, hún er frelsarinn og ekki skal hlustað á neitt annað. Til þess að trúa málflutningi Sólveigar og hennar fólks þarf maður að fara í ansi mikla hugarleikfimi. Fyrst þurfum við að trúa því að allt starfsfólk skrifstofu Eflingar sé ómögulegt fyrir að dirfast að biðja um mannsæmandi starfsumhverfi. Síðan að trúnaðarmenn skrifstofu Eflingar séu óheiðarlegir og illa innrættir fyrir að voga sér að sinna skyldu sinni og koma á framfæri áhyggjum starfsfólks. Eftir það skulum við einnig trúa því að starfsfólk ASÍ sinni ekki skyldum sínum og sé undir þumli auðvaldsins fyrir að reyna að hjálpa félaginu á fætur eftir afsögn stjórnenda. Einnig þurfum við að trúa því að sálfræðistofa hafi unnið óháða úttekt í annarlegum tilgangi. Síðast þurfum við svo að trúa því að stjórnir, trúnaðarmenn, starfsfólk og aðrir sem gegna trúnaðarstörfum allra félaganna beri ekki hag félagsmanna fyrir brjósti og vinni ekki í þágu þeirra. Til að ljúka þessu langar mér að senda styrk til þess starfsfólks sem hefur þurft að líða andlegt ofbeldi, gaslýsingar og linnulausar árásir. Frásagnir og vitnisburðir starfsfólks sem maður hefur talað við eða lesið um eru hræðilegar. Það gerði allt sem í þeirra valdi stóð til þess að vinna með og bæta vinnustaðinn innanhúss. Þeim var launað með herskáustu árás sem hefur átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði og er það sorglegt að hún gerist innan verkalýðshreyfingarinnar. Þrátt fyrir þetta allt er ég er bjartsýnn á framtíð hreyfingarinnar og enginn efi er um að við munum halda áfram kröftugu starfi í þágu launafólks. Höfundur starfar innan hreyfingarinnar. Tengd skjöl Verkamaður_-_Hagstofa_Íslands_-_LokaXLSX47KBSækja skjal
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar