Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2022 22:00 Donald og Melania Trump er þau yfirgáfu Hvíta húsið í síðasta sinn í desember 2020. EPA/Chris Kleponis Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. Meðal skjalanna sem um ræðir eru bréf frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þetta kemur fram í frétt Washington Post þar sem segir að upplýsingarnar valdi auknum áhyggjum varðandi það hve frjálslega Trump fór með bandarísk lög um varðveislu opinberra gagna. Á undanförnum dögum hefur verið sagt frá því að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að verja tíma sínum í að líma saman opinber skjöl sem Trump hafði rifið. Þjóðskjalasafnið afhenti þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra skjöl frá Hvíta húsinu í síðasta mánuði skjöl sem höfðu verið límd saman, eftir að Trump reif þau. Lögum samkvæmt eiga starfsmenn Hvíta hússins að varðveita öll opinber gögn og afhenda þau Þjóðskjalasafninu. Trump hafði þó þann vana á að rífa blaðsíður eftir að hann las þær. Starfsmenn Hvíta hússins og Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að líma saman hundruð blaðsíðna sem forsetinn reif í gegnum árin. Þá flutti Trump eins og áður segir nokkra kassa af gögnum og skjölum frá Hvíta húsinu til Flórída. Þegar starfsmenn Þjóðskjalasafnsins vildu fá þessi gögn, sögðu ráðgjafar Trumps að ekki hafi staðið til að brjóta lög. Um væri að ræða minnisgripi, gjafir, bréf frá þjóðarleiðtogum og önnur skjöl, samkvæmt heimildum Washington Post. Kim Jong Un og Donald Trump á landamærum Norður- og Suður-Kóreu sumarið 2019.EPA/KCNA Trump kallaði bréfin sem honum barst frá Kim Jong Un „ástarbréf“ en hann fékk þau þegar leiðtogarnir tveir áttu í viðræðum um kjarnorkuvopna- og eldflaugáætlanir einræðisríkisins í forsetatíð Trumps. Sjá einnig: Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Eins og fram kemur í frétt Washington Post eru brot á þessum lögum um opinber gögn í Hvíta húsinu iðulega brotin. Í flestum tilfellum snúast þau um að háttsettir opinberir starfsmenn notist við einkavefþjóna fyrir tölvupósta og einkasímanúmer við opinber störf sín. Má til að mynda nefna Hillary Clinton, sem notaðist við einkavefþjón er hún var utanríkisráðherra. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að hún ætti að hafa farið í fangelsi fyrir það. Hann hélt því líka fram að Nancy Pelosi hefði brotið lög þegar hún reif útprentað afrit af stefnuræðu hans. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Heimildarmenn Washington Post segja lagabrotin þó hafa verið á öðru stigi í forsetatíð Trumps. Ekki hafi verið jafn erfitt að sækja gögn í Hvíta húsið síðan Richard Nixon hafi verið forseti. Fyrrverandi ráðgjafar Trumps segja hann hafa haft engan áhuga á lögunum. Hann hafi þó ekki ætlað sér að brjóta lög til að hylma yfir eitthvað. Heldur sé það gamall vani hans að rífa blöð eftir lestur. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Meðal skjalanna sem um ræðir eru bréf frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þetta kemur fram í frétt Washington Post þar sem segir að upplýsingarnar valdi auknum áhyggjum varðandi það hve frjálslega Trump fór með bandarísk lög um varðveislu opinberra gagna. Á undanförnum dögum hefur verið sagt frá því að starfsmenn Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að verja tíma sínum í að líma saman opinber skjöl sem Trump hafði rifið. Þjóðskjalasafnið afhenti þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra skjöl frá Hvíta húsinu í síðasta mánuði skjöl sem höfðu verið límd saman, eftir að Trump reif þau. Lögum samkvæmt eiga starfsmenn Hvíta hússins að varðveita öll opinber gögn og afhenda þau Þjóðskjalasafninu. Trump hafði þó þann vana á að rífa blaðsíður eftir að hann las þær. Starfsmenn Hvíta hússins og Þjóðskjalasafnsins hafa þurft að líma saman hundruð blaðsíðna sem forsetinn reif í gegnum árin. Þá flutti Trump eins og áður segir nokkra kassa af gögnum og skjölum frá Hvíta húsinu til Flórída. Þegar starfsmenn Þjóðskjalasafnsins vildu fá þessi gögn, sögðu ráðgjafar Trumps að ekki hafi staðið til að brjóta lög. Um væri að ræða minnisgripi, gjafir, bréf frá þjóðarleiðtogum og önnur skjöl, samkvæmt heimildum Washington Post. Kim Jong Un og Donald Trump á landamærum Norður- og Suður-Kóreu sumarið 2019.EPA/KCNA Trump kallaði bréfin sem honum barst frá Kim Jong Un „ástarbréf“ en hann fékk þau þegar leiðtogarnir tveir áttu í viðræðum um kjarnorkuvopna- og eldflaugáætlanir einræðisríkisins í forsetatíð Trumps. Sjá einnig: Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Eins og fram kemur í frétt Washington Post eru brot á þessum lögum um opinber gögn í Hvíta húsinu iðulega brotin. Í flestum tilfellum snúast þau um að háttsettir opinberir starfsmenn notist við einkavefþjóna fyrir tölvupósta og einkasímanúmer við opinber störf sín. Má til að mynda nefna Hillary Clinton, sem notaðist við einkavefþjón er hún var utanríkisráðherra. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að hún ætti að hafa farið í fangelsi fyrir það. Hann hélt því líka fram að Nancy Pelosi hefði brotið lög þegar hún reif útprentað afrit af stefnuræðu hans. Sjá einnig: Trump sakar fjölda andstæðinga sinna um glæpi og jafnvel morð Heimildarmenn Washington Post segja lagabrotin þó hafa verið á öðru stigi í forsetatíð Trumps. Ekki hafi verið jafn erfitt að sækja gögn í Hvíta húsið síðan Richard Nixon hafi verið forseti. Fyrrverandi ráðgjafar Trumps segja hann hafa haft engan áhuga á lögunum. Hann hafi þó ekki ætlað sér að brjóta lög til að hylma yfir eitthvað. Heldur sé það gamall vani hans að rífa blöð eftir lestur.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira